1.5.2024 | 13:57
Var Mogginn að smætta Baldur??
Það hvarflar svona að manni þegar maður les þessa yfirlýsingu Samtakanna ´78 og reikna þá með það sé vísað í fréttaskot úr Spursmálum Mbl.is þar sem þessi fyrirsögn blasir ennþá við á forsíðu Mbl; "Með sakleysislegri myndum af mér".
Ég í sakleysi mínu tók þessu þannig að spyrlar Spursmála hefðu í samráði við Baldur ákveðið að ræða svefnvenjur hans svo Baldur fengi tækifæri til að svara öllu því sem flæðir um netheima, og margt ekkert sérstaklega fallegt eða þannig.
Því af hverju hefði Baldur annars átt að taka þátt í þessum leik, svefnvenjur hans koma jú forsetaframboði hans ekkert við.
Miðað við yfirlýsingu Samtakanna ´78 þá er þetta allavega málum blandið og því brýnt að ritstjórn Spursmála gerir hreint fyrir sínum dyrum, hvort þeir virkilega hafi verið að smætta hann, og þá af hverju???
Ég persónulega trúi því ekki, hinsegin fólk hefur lengi unnið á Morgunblaðinu við góðan orðstír, og í greinilegri sátt við bæði ritstjórn og samstarfsfólk.
Svo af hverju ætti mannfyrirlitning að brjótast fram akkúrat núna??
En eins og svo oft áður, hvað veit ég.
En Samtökin ´78 telja sig vita betur.
Og þeim ásökunum ber að svara.
Ég hef mínar efasemdir um Baldur, en ekki vegna þess að hann er hommi.
Það kemur framboði hans nákvæmlega ekkert við, hvað þá beðmál hans, hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að hann á flottasta eiginmanninn, sómi af Felix, hvar sem hann er staddur.
Margir setja það hins vegar fyrir sig en fjölmiðlar eiga ekki að taka þátt í þeim skollaleik.
Fólk er eins og það er en við kjósum það út frá mannkostum þess og hæfileikum, ekki fordómum og þröngsýni.
Eða þannig ætti það að vera.
Svo hreingerningar óskast.
Að hreint verði gert fyrir dyrum.
Og misskilningi eytt.
Koma svo.
Kveðja að austan.
Harma umfjöllun um fyrsta hinsegin frambjóðandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 1. maí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar