Og hvað um það??

 

Ísraelsmenn eiga örugglega eftir að koma með sannanir eða mótrök á móti, geri þeir það ekki þá eru þeir í svipuðum gír og miðaldamennirnir sem hafa komið íbúum Gasa í þessar hryllingsaðstæður.

Það má aldrei gleyma að Netanyahu sækir vald sitt til miðaldaöfgamanna, sem eru á pari við Íslamista Hamas.

Fullyrðingar eða staðhæfingar án sannana, eru vinnubrögð miðaldamanna, áróðursmanna, ekki þeirra sem telja sig hafa réttinn sín meginn.

 

En það er samt alltaf aukaatriði málsins, það skiptir engu hvort Hamas eigi skjól í hjá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna eiður ei.

Þú sveltir ekki saklaust fólk, fjöldann vegna meintra glæpa örfárra, eða að íbúarnir lúti stjórn miðaldaskríls, sem fórnar almenningi, sjálfur í öruggu skjóli erlendis, í þeim eina tilgangi að fyrirsjáanleg viðbrögð miðaldaskrílsins í Ísrael myndu drepa mann og annan.

 

Hvað sem hefur gerst á Gasa, hver sem skýringin er, hverjum er um að kenna, og bla bla bla, þá er alþjóðasamfélagið aldrei sá gerandi í átökunum að það svívirði mannúð með að skrúfa fyrir neyðaraðstoð.

Svo ég vitni í mann sem var einu sinni maður; Svona gerir maður ekki.

Nægar eru þjáningarnar samt.

 

Alþjóðasamfélagið hefur heykst á að knýja voðafólkið sem stýrir Hamas til að axla ábyrgð á Glæpum sínum gegn mannkyni (munum að Morgunblaðið kallar þá glæpi "kynferðisbrot"), að sleppa gíslum og gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn í Haag.

Þar með eru það ekki Íslamistarnir í Hamas sem bera ábyrgð á þjáningum íbúa Gasa, mannfallinu, gjöreyðileggingunni, heldur aumingjarnir sem stýra Alþjóðasamfélaginu í dag.

Aumingjarnir í brúðuþráðum Glóbalsins.

Þó þeir þræðir skýri ekki sjúkleikann sem hefur grafið um sig á ritstjórn Morgunblaðsins, þá skýra þeir að megninu til það sem gerðist í Ísrael þann 7. október 2023, og eftirleikinn á Gasa.

 

En það er ekkert, EKKERT sem skýrir að skrúfað var fyrir neyðarhjálp til fórnarlamba hins vanheilaga bandalags miðaldaöfgamanna og glóbalsins, eða að í allan þennan tíma skuli ráðafólk Ísraels (hægri öfgastjórn Netanyahu er ekki ísraelska þjóðin) hafa komist upp með að beita hungri sem vopni.

Þetta veit allt heilbrigt fólk, en sjúkleikinn sem hefur grafið um sig á ritstjórn Morgunblaðsins gerir svona ófrétt af frétt.

Heilbrigt fólk veit að mataraðstoð handa sveltandi fólki er aldrei lögfræðideila, eða ágreiningur um keisarans skegg.

 

Þó við heykjumst á því að losa íbúa Gasastrandarinnar við Hamas, þá getum við allavega gefið þeim að borða.

Það lágmark, er lágmark mennsku okkar.

 

Ekki hægt að komast neðar.

Aðeins ofar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Engar sannanir sem bendla UNRWA við árásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband