3.2.2024 | 09:56
Það eiga allar þjóðir sitt Ísland-Palestína.
Það er þannig að þeir sem styðja öfga og viðbjóð þrífast hjá öllum þjóðum.
Það sem þeim blaðamanni Morgunblaðsins sem núna sagði með sjálfum sér; Yes, þarna náði ég þeim, yfirsést að nefndin á vegum Sameinuðu þjóðanna sem gaf út þá yfirlýsingu að margt benti til að vígamenn Hamas hefðu gerst sig seka um glæpi gegn mannkyni;
"Að miðað við fjölda fórnarlamba og vandlegan undirbúning árásarinnar ásamt sívaxandi fjölda sönnunargagna um nauðganir og limlestingu kynfæra mætti leiða líkur að því að árás Hamas-liða 7. október í fyrra teldist glæpur gegn mannkyni".
Að hún vitnaði ekki hvorki í Ísland-Palestínu eða samtökin ZAKA.
Heldur staðreyndir sem byggðar voru af myndum á vettvangi, líkamsleyfum fórnarlamba, viðtöl við eftirlifendur og svo framvegis.
Hvað ritstjórn Morgunblaðsins gengu hins vegar til með svona fréttaflutningi er illt að skilja.
Alla vega hefur blaðið ekki sýnt fórnarlömbum voðaverka Hamas að fjalla ítarlega um örlög þeirra líkt og til dæmis BBC eða Sunday Times svo einhverjir breskir miðlar séu nefndir.
Eða tekið viðtal við þann hluta íbúa Gasa sem fordæmir voðaverk Hamas og þær hörmungar sem samtökin hafa kallað yfir íbúa þar.
Nei Mogginn dansar með.
Sem er stuðningur við viðbjóðinn út af fyrir sig.
Lítil er arfleið genginna ritstjóra.
Kveðja að austan.
Viðbót 17.55.
Ég hafði rúmar 10 mínútur í morgun til að henda inn þessum pistli áður en lagt var á stað í kaupstað til að ná í annað afkvæmið sem var að koma austur á Kommablót.
Það er svo margt hægt að segja um svona frétt sem í kjarna er beinn stuðningur við þann viðbjóð sem átti sér stað 7. október, og sem átti sér þann eina tilgang að kalla hörmungar yfir íbúa Gasa strandarinnar, markmiðið líklegast að sigra áróðursstríðið við Ísraela, og rjúfa kyrrstöðuna eða jafnvel friðarferlið sem var hafið í Mið-Austurlöndum, með því að kveikja ófriðarbál sem myndi breiðast út til annarra landa og jafnvel enda í stórstyrjöld fyrir botni Miðjarðarhafs.
Ég ætla láta mig duga að segja að það er langt síðan að ég áttaði mig á að í kjarna eru þeir sem afneita Helförinni rotnari að innan en þeir sem sömdu áætlun um útrýmingu meint óæðra fólks.
Ísraelsmenn mega eiga að þeir eru eitthvað byrjaðir að gera upp við öfgaskrílinn sem þrífst líkt og Hamas á óöldunni. Ísrael er lýðræðisríki þar sem ólík sjónarmið takast á, með frjálsum fjölmiðlum, og eftir því sem ég best veit er fólk þar hvorki grýtt eða hýtt fyrir framhjáhald eða hommum og lesbíum kastað fram á háhýsum, líkt og íslenskir hommar og lesbíur kunna svo vel að meta hjá Hamas og systursamtökum þeirra; Ríki Íslams. Það hefur líklegast eitthvað með fórnarlambsvæðingu að gera, sjálfsmynd áratuga ofsókna upplifir tómarúm þegar menn eru alltí einu orðnir viðurkenndir góðborgarar í samfélaginu, þá er gott að vita af þjáningarbræðrum og systrum.
Öfgahópar ásamt netverksmiðjum í eigu hagsmuna framleiða og matreiða efni fyrir hina svokallað "frjálsa" fjölmiðlun netsamfélagsins, en hefðbundnir fjölmiðlar reyna svona að halda sig við atburði og staðreyndir. Og vel unnin Wikipedia grein er gullnáma því hún vísar í heimildir sem mjög auðvelt er að kanna.
Eins og þessi; Sexual and gender-based violence in the 7 October attack on Israel.
Linkur:
https://www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&cad=rja&uact=8&ved=2ahUKEwiCn4PdhpCEAxVn-gIHHWLcDSoQFnoECA8QAw&url=https%3A%2F%2Fen.wikipedia.org%2Fwiki%2FSexual_and_gender-based_violence_in_the_7_October_attack_on_Israel&usg=AOvVaw1fbKU640G5Sz4W_pkE2HiD&opi=89978449s
Hægri smella og hún opnast. Og skrýtið, aðalheimildin er ekki ZAKA, en ef greinin er þrautlesin þá má sjá 6 tilvitnanir í samtökin, og vissulega var vitnað í bæði talsmenn þeirra sem og liðsmenn samtakanna í tilvitnuðum fréttum því þetta var jú liðið sem var á vettvangi ásamt öðrum.
Fjölmiðlar eins og BBC eða New York Times vinna sína heimildarvinnu sjálf, og sannreyna svona alvarlegar ásakanir, svo ég vitni í BBC; "The BBC has seen and heard evidence of rape, sexual violence and mutilation of women during the 7 October Hamas attacks.".
Og út frá þeirri vinnu setti stofnunin saman ítarlega frétt um árásina á unga fólkið á friðartónleikunum Supernova, þar sem stuðst var við myndbönd bæði tónleikagesta sem og vígamanna Hamas. Linkur á þessa frétt er hér að neðan.
https://www.bbc.com/news/world-middle-east-67056741.
Það er himinn og haf milli vinnubragða BBC og Morgunblaðsins, þó vinna örugglega margir femínistar á BBC.
Sá fyrrnefndi tekur ekki afstöðu með voðaverkum, heldur greinir frá þeim, sá síðarnefndi, síðasti meinti borgaralegi fjölmiðill Íslands, þegir yfir þeim eins og hægt er, en er fljótur að birta fréttir þar sem dregið er úr trúverðugleika fórnarlambanna.
Mikið nær ræsinu er ekki hægt að komast.
PS. Mér var bent á að linkurinn á grein Wikipedíu um kynferðislegt ofbeldi Hamas þann 7. október hefði ekki virkað, svo ég setti inn lengri link, og birti hann svo í athugasemd númer 4, þar þarf aðeins að klikka á hann.
Skáldaði upp fjölda hryllingssagna af innrás Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 3. febrúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar