Raunveruleikinn bankar á dyrnar.

 

Og það merkilega er að það er þýskur jafnaðarmaður sem bendir á hann; Olaf Scholz "seg­ir að fara verði í fjölda­fram­leiðslu á vopn­um og held­ur því fram að þeir sem vilji frið verði að geta fækkað árás­ar­mönn­um með góðum ár­angri".

Undanlátsemi eða strútshegðun er bein ávísun á ófrið, styrkur til varnar er það eina sem ófriðarseggir skilja.

Vestræn úrkynjun, tómhyggjan sem afneitar raunveruleikanum, og til vara ætlast til að bandarískir skattgreiðendur sjái um varnir Evrópu, beið endanlegt skipbrot við innrás Rússa í Úkraínu.

Og Evrópa átti aðeins vopn til að berjast í nokkrar vikur.

 

Önnur frétt dagsins, sem vildarvinir morðingja Hamas á Morgunblaðinu voru óþreytandi að benda á, dómsmálið sem mannréttindasamtök höfðu sigur í á lægra dómsstigi í Hollandi, að landið mætti framleiða íhluti í orrustuþotur, en það mætti ekki beita þeim í stríði, því það bryti á mannréttindum þeirra sem yrðu fyrir árásum viðkomandi orrustuþota, staðfesti þessa heljargjá á milli hinnar vestrænu úrkynjunar og raunveruleikans sem Olaf, kanslari Þýskalands benti á.

Það þarf vopn til að verjast árásum, og við lifum ekki friðartíma.

Þetta veit allt heilvita fólk en af einhverjum ástæðum er til glóbalfjármagn sem hleður undir vanvita í vestrænum stjórnmálum, hvort sem það er elliært gamalmenni í forsetastól Bandaríkjanna, eða fólkið á Alþingi sem nærist á upphlaupum vanviskunnar.

 

Það er engin tilviljun, ekki frekar en að meginhluti þunga og rafeindaframleiðslu vestrænna landa er komin til Kína, svo að Kínverjar þurfa aðeins að setja á útflutningsbann til að vinna öll stríð við Vesturlönd, eða landamærin eru galopin fyrir innrás fátæks fólks sem þiggur vinnu á hvaða kjörum sem er.

Með einu pennastriki, það er löggjöfin um frjálst flæði vinnuafls, var velferð vinnandi fólks þurrkuð út.

 

Samt er ennþá lífsmark með gömlu Evrópu.

 

Bretlandi stýrir gáfumenni sem heykist ekki á að verja landið fyrir alþjóðlegum glæpasamtökum mannsals og flóttamannaiðnaðarins, og hann hvikar ekki í stuðningi sínum við stjórnvöld í Ísrael í baráttu þeirra við morðóða Íslamista.

Í Þýskalandi er kanslari sem gegnst við arfleið sinni, gyðingahatrinu, ásamt þeirri fornu visku að þjóð sem ver sig ekki, er étin af þeim sem vígbúast til að ráðast á.

 

Sænsk stjórnvöld hafa áttað sig á að þau þurfa að beita hernum til að ná aftur völdum yfir hverfum múslima í stórborgum landsins, hverfum sem glæpaklíkur í vanheilögu bandalagi við miðaldamenn Íslamista stjórna.

Til þess þarf að efla herinn, allt tal um meinta yfirvofandi árás Rússa (til hvers í fjandanum ættu þeir að ráðast inní Svíþjóð??) er aðeins tylliástæða til að réttlæta aukin fjárframlög til hersins og að auka bardagahæfni hans.

Borgarastríð eru ekki unnin með vanbúnum her.

 

Þetta er líka raunveruleikinn sem blasir við norskum og dönskum stjórnvöldum, Rússar eru grýlan en raunveruleikinn er óhaminn fjöldi innflytjenda sem virða ekki vestræn gildi, lúta ekki lögum eða reglum.

Það tók tíma að átta sig á því, en borgir Norðurlanda eiga ekki að verða Harlem 21. aldar, í dag þegar Harlem er ekki lengur það glæpa og dóphverfi sem það var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Óöldin, morðin, stríðið milli glæpahópa, stjórnleysið sem núverandi réttarkerfi ræður ekki við, var ekki framtíðarsýn þeirra sem byggðu upp hin velmegandi Norðurlönd á síðustu öld, og afhentu þeirri kynslóð sem stjórnar á 21. öldinni.

 

Raunveruleikinn verður ekki umflúinn.

Þó það þurfi kjark til að orða hann.

 

Það var rétt hjá Trump þegar hann benti kjósendum sínum á að hann sæi enga ástæðu til að verja þá sem vildu ekki borga fyrir sínar eigin varnir.

Og það voru mistök hjá Bandaríkjamönnum að dreifa íhlutum í F-35 orrustuþotur til evrópskra bandalagsríkja sinna, í sumum þeirra stjórnar fólk sem gerir Dú Dú fuglinn gáfaðan, og er ég þá að vísa í þær stórskemmtilegu teiknimyndir um Ísöldina.

Því í dag er ekki bæði sleppt og haldið, bull og froðusnakk bíta ekki á raunveruleikann.

Þær þjóðir sem átta sig ekki á því, eru dæmdar til að farast.

 

Því þó þú rífist við raunveruleikann, þá sigrar hann alltaf að lokum.

Og já, það þarf konu og karl til að búa til börn, þess vegna eru kynin tvö.

Íslamistar hafa framið voðaverk um allan heim, þeir eru voðafólk, voðaverk þeirra hafa ekkert með meinta kúgun gyðinga á Palestínuaröbum að gera.

Við sem þjóð höfum ekki efni á að eyða tugum milljarða í til að þóknast mannsals og flóttamannaiðnaðinum, jafnvel þó við vitum að það eru börn þarna úti sem eiga bágt.  Okkur væri nær að reyna að hjálpa þeim í stað þess að fóðra atvinnugóðmenni í samstarfi við alþjóðleg glæpasamtök.

Og Morgunblaðið er blað borgarastéttarinnar en ekki útbú frá Íslamistum, í alvöru.

 

Þetta og svo margt annað bendir raunveruleikinn á.

Ef honum er úthýst, þá bankar hann á dyrnar.

 

Og hann kemst alltaf inn.

Í alvöru.

 

Alveg satt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hvetur til fjöldaframleiðslu vopna í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér sauðirnir

 

Það má segja að við sem þjóð erum eins og sauðir á færibandi á leið til slátrunar, og þá af stjórnmálastétt okkar.

 

Galopin landamæri kosta okkur rúmlega heilbrigðiskerfið í ár, kostnaður sem á bara eftir að aukast því þrýstihópar sem eru kostaðir af erlendum glæpasamtökum, það er mannsals og flóttamannaiðnaðinum, hafa þau ítök á Alþingi að þingið heykist á að takast á við glæpalýðinn sem stendur að baki flóttamannastrauminum.

 

Kaldhæðnin er svo algjör þegar barnamálaráðherra kynnti nýlega átök með hinum ýmsustu samtökum sem vinna gegn sjálfsvígum ungs fólks, og drifkrafturinn var fjármagn uppá heilar 55 milljónir.

Heilar 55 milljónir gegn mestu vá sem herjar á unga fólkið okkar, það er ekki einu sinni dropi af þeim rúmu 20 milljörðum sem glæpaklíkurnar og innlendir agentar þeirra knýja út úr ríkissjóði í ár.

Heilar 55 milljónir eru  ekki einu sinni kostnaðurinn við lögfræðinga Pírata þegar þeir herjuðu í gegnum hið vanmáttuga kerfi útlendingamála landvist fyrir Íslamista sem þótti meir að segja of mikill öfgamaður og kynníðingur í Egyptalandi.

 

Í stærra samhengi er vanfjármögnuð geðheilbrigðisþjónusta þar sem biðlistar eftir hjálp styttast aðeins þegar vandi sem er hægt að leysa, er orðinn að bráðavanda, eða jafnvel kross á leiði út í kirkjugarði.

Og í ennþá stærra samhengi herjun erlendra glæpaklíka á ungmenni okkar, síframboð á eiturlyfjum og markaðssetningu þeirra fyrir því sem næst opnum tjöldum, sífjárskortur lögreglunnar sér til þess að ekkert er að gert.

Við bítum svo höfuðið af skömminni með því að horfa aðgerðarlaus í nafni umbyrðarlyndis fjölmenningarinnar á erlendar glæpaklíkur berjast um yfirráðin á dyravarðaeiturlyfjasölumarkaðinum, á skot og sprengjuárásir þeirra.

Löggunni hótað og stjórnmálamennirnir okkar segja; það má ekki benda á vandann, það er hatursorðræða.

 

Á meðan deyja börnin okkar, og á meðan lítur stjórnmálastéttin okkar í hina áttina.

 

Væri þetta hennar eina synd, þó reynda stærri geti hún ekki orðið, þá mætti fyrirgefa ef betrun og bót væri lofað.

En hún er að leggja landið okkar í rúst.

Grotnandi innviðir, myglaðar byggingar, lamandi regluverk, fáu eða engu komið í verk.

Hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum.

 

Stjórnmálastéttin hefur talað um orkuskipti lengur en elstu menn muna, og lengur en unga fólkið okkar man, því sú umræða hófst áður en það var getið.

Stef hennar var að landið okkar flyti í orku, og undir yfirborðinu væri bruni sem skapaði óþjótandi gufuvarma og gufuafl.

Hún væri umhverfisvæn, og við sem þjóð yrðum í fararbroddi í orkuskiptum í heiminum.

 

Í dag er orkuskortur á Íslandi og hið hlálega er að stórnotendur eins og loðnubræðslurnar eru neyddar til að brenna olíu, bara þau neikvæðu orkuskipti hafa þurrkað út ávinninginn af rafbílavæðingu þjóðarinnar.

Skýringin er að hluta til vegna flókins regluverks sem gerir hvaða kverúlant sem er kleift að stöðva eða tefja út í hið óendanlega orkuuppbyggingu, hvort sem það er lagning tenginga, eða nýjar virkjanir.

Sem og að hluti stjórnmálastéttarinnar vill orkuskipti, en vill bara ekki orkuna sem þarf til þess.

 

Annar hluti stjórnmálastéttarinnar hefur barist fyrir kerfi sígræðgi og sjálftöku örfárra úr orkuauðlindum þjóðarinnar.

Orkufyrirtæki hafa verið einkavædd, öðrum hefur verið breytt í opinber hlutafélög, öll eiga það sammerkt að eigendurnir gera stífa kröfu um arðsemi og að fjármunum sé ekki eitt í neina vitleysu, eins og viðhald, endurnýjun eða varaafl.

Græðgin, að sjúga út peninga, er engu betri hjá stjórnmálastéttinni sem fer með forræði yfir almannafyrirtækjum, en hjá þeim fyrirtækjum sem eru í einkaeigu.

 

Í dag er fólk að krókna úr kulda á Suðurnesjum.

Hraunið sem rann yfir leiðslurnar frá Svartsengi kom víst á óvart, enda kvikusöfnunin undir Svartsengi og Fagradalsfjalli aðeins atburðarrás sem hefur átt sér stað í nokkur ár.

Svo er varaafl og varatengingar dýrar, að vísu ekki eins dýrar og 20 milljarða meðgjöf til flótta og mannsalsiðnaðinn í ár, eða arðsogið úr orkuverunum við Svartsengi.

En þegar búið er að eyða peningum í annað, þá er dýrt að gera það sem gera þarf svo fólki sé kleift að lifa í landinu.

 

Ef heimska stjórnmálastéttarinnar á Suðurnesjum væri einsdæmi, að rafmagnsskorturinn stafaði af sérlegri óheppni með kverúlanta sem komu í veg fyrir endurnýjun á raflínum, og þar með tvöföldu kerfi, og eða að það hefði gleymst að huga að neyðarkerfum sem gætu haldið byggð og mannlífi gangandi, þá væri kannski hægt að fyrirgefa stjórnmálastéttinni.

Sérstaklega ef hún lofaði bót og betrun.

Nema heimskan er reglan, þetta eru ekki flón, þetta er annað og eitthvað miklu verra.

 

Þó byggðarlínan hafi verið endurnýjuð að hluta síðustu ár,  þá dugar það ekki til á meðan hluti hennar byggist á áratugagömlum fúnum staurum sem munu ekki standast ofsaveður hamfarahlýnunarinnar sem ekki er lengur hægt að afneita.

Það kom frostrigning hér fyrir austan í haust, eitthvað sem ætti ekki að vera óvænt miðað við breiddargráðu landsins, það féllu rafmagnsstaurar á Héraði, lánið var að línan hélt þó hún lægi víða á jörðinni.

Annars hefði steinöldin tekið við hér fyrir austan, það er samfélag án orku.

 

Vegna þess að stjórnmálastéttin okkar, í þjónustu sígræðginnar, í vímu forheimskunnar, hefur markvisst unnið að því að eyða þó því varafli sem hún fékk í arð frá gegnum stjórnmálamönnum, sem vissu að land án orku væri ekki byggilegt land.

Og ekkert hefur komið í staðinn.

"Varaorka, eldsneytisbirgðir og fleiri áhyggjur sem Orkumálastjóri hefur af orkumálum okkar og er ekki ein um það. Landsnet og Rarik hafa undanfarin ár riðið um landið Og rifið niður allar amk flestar varaaflsstöðvar. Enginn rök voru fyrir þessum aðgerðum, nema að þetta væri ekki arðbært.

Einu skiptin sem þú getur sýnt fram á ágóða af öryggisbúnaði er ef hann kemur í veg fyrir slys eða óhapp. En því miður þau atvik eru aldrei færð til tekna. Þar af leiðanda bara tap af þessu þþþþþþþþar til óveður, snjóflóð, jarðskjálftar, eldgos eða annars konar óhöpp eða slys verða. ÞÁ getur vantað orku til nauðþurfta þó það sé ekki meira , en þá er ekkert varaafl. Stjórnmálamenn tóku ekkert undir þessa gagnrýni undanfarin ár á þessi opinberu fyrirtæki. Því er það fyrirsjáanlegt hvaða ástand verður þegar óhappið verður . Hverjir ætli beri ábyrgðina þá ?".

Þessu skynsemisorð hér að ofan eru ekki mín, ég tók þau af láni frá frænda mínum sem þekkir tímanna tvenna og er farið að ofbjóða fyrirhyggjuleysið og síðan sjálfsréttlætingu þeirra sem ábyrgðina bera.

 

En það er ekki þannig að menn viti þetta ekki, að reynslan hafi ekki kennt stjórnmálastéttinni okkar the hard way, eða annað var ekki skilið á henni eftir hamfaraveðrið sem gekk yfir Vestfirði og Norð-Vesturland í desember 2019. 

Þá var skipuð nefnd, niðurstöður hennar rökfastar og skynsamar, og stjórnmálastéttin lofaði ekki bara bót og betrun, heldur líka aðgerðum og fjármagni.

Svo bara gerðist ekkert, alveg eins og það gerðist ekkert á Suðurnesjum fyrr en allt fór í sundur og neyðarástand skapaðist.

Samt stjórnar sama fólkið og lofaði bót og betrun með mikilli viðhöfn í Þjóðmenningarhúsinu í janúar 2020, þegar niðurstöður nefndarinnar um lærdóminn af hamfaraveðrinu í desember voru kynntar.

 

Það er auðvelt að vera með puttann á stjórnmálastéttinni, en fyrirsögn þessa pistils er ekki um hana, heldur okkur hin.

Okkur sauðina sem jörmum bara.

Líðum þetta, látum þetta viðgangast.

 

Samt er það ekki þannig að einstaklingar hafi ekki reynt að mótmæla, og ekki hvað síst, reynt að verkja fjöldann af værum Þyrnirósarblundi.

Ég þekki til dæmis úr minni heimabyggð, þegar einstaklingur nokkur blöskraði þegar rafstöðin okkar í Neskaupstað var rifin, og vélarnar sendar sem varaafl til Úkraínu, því stjórnmálastéttin okkar er svo umhyggjusöm gagnvart fólki í kulda í fjarlægum löndum, jafnvel þó sú umhyggja sé á kostnað fólks sem á öruggan kulda og trekk ef línur og lagnir rofna í hamfaraveðrum eða öðrum náttúruhamförum.

Hann stofnaði feisbókarhóp sem heitir Varaafl í Fjarðabyggð og þar birtist pistill sem bar það gagnmerka heiti; Hvað hefur Breyst?, og vísaði þar í niðurstöður nefndar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu varafls á landsbyggðinni því steinöld væri ekki valkostur á 21. öldinni í samfélagi sem væri algjörlega háð aðgang að tryggri raforku.

Það þarf ekki að taka það fram að dauf voru eyrun sem talað var fyrir, en mér hefur undanfarna daga verið hugsað til þessa pistils, og tel að hann eigi erindi í umræðuna.

 

Þess vegna samdi ég þennan sauðapistil, og um stjórnmálastéttina sem er ekki þess heims sem við köllum raunveruleikann og líf fólksins í landinu.

Svona sem forkynningu á spurningunni; "Hvað hefur breyst??

Í þeirri vissu að tíst smáfuglanna hefur áhrif ef fleiri tísta.

Og ætla að birta hann í bítið einhvern morguninn.

 

Á meðan er hugurinn hjá þeim sem hýra í kulda og trekki án þess að vera skáld uppí hanabjálka.

Með þeirri frómu ósk að við látum að atferli sauða, látum ekki lengur bjóða okkur þessa yfirtöku á landinu okkar góða.

Við erum betri en þetta.

 

Í alvöru.

Það hefur ekkert breyst.

 

Látum ekki segja okkur annað.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Mega búast við heitu vatni undir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólýs­an­legt mannúðarslys

 

Er haft eftir Joseph Borell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins vegna fyrirhugaðar sóknar Ísraelshers inní Rafah, síðasta vígi Hamasstjórnarinnar á Gasa.

Sem er alveg satt, það er nú þegar ekki hægt að lýsa þeim hörmungum sem íbúar Gasastrandarinnar hafa þurft að þola frá því að Íslamistarnir í Hamas gerðu innrás í nágrannaríkið sitt Ísrael með þeim eina tilgangi að drepa sem flesta óbreytta borgara á sem hroðalegasta hátt.

 

Einhver hefði þá haldið að þá hefði Joseph Borell, fyrst að hann gerir sér grein fyrir að hörmungum íbúanna á Gasa sé ekki hægt að lýsa með orðum, að hann hvetti stjórn Hamas til að leggja niður vopn sín svo hægt væri að forða hinu "ólýsanlegu mannúðarslysi", en það gerir Joseph Borell ekki.

Ísraelsmenn eiga að láta Hamas komast upp með að verjast hatrammlega innan um óbreytta borgara, komast upp með allar blóðfórnir óbreyttra borgara, beggja vegna landamæranna.

Þeir beri sökina en ekki Hamas sem hóf þennan ófrið með ólýsanlegum voðaverkum.

 

Öðruvísi mér áður brá, gleymt virðist mannfallið þegar miðstjórnin í Madríd réðist inní Katalóníu og tugi þúsunda óbreyttra borgara féll.

Barcelóna var vissulega ekki rústir einar, en hún sætti stöðugum loftárásum á meðan umsátrið um hana stóð, og það voru lýðveldissinnar sem björguðu borg sinni með því að hætta að verja hana húsi úr húsi.

Aftökurnar og harðræði miðstjórnarinnar í Madríd var líka ólýsanlegt á eftir.

 

Þetta er arfleið Joseph Borels, fulltrúa miðstjórnarinnar í Madríd í framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins.

Mannsins sem frá fyrsta degi átakanna tók einarða afstöðu með morðingjunum í Hamas, því það er afstaða að meina Ísraelsmönnum að láta þá sæta ábyrgð á þann eina hátt sem þeim er kleift, að senda her inná Gasa og brjóta Hamas á bak aftur.

Gamla rótgróna gyðingahatrið í Spánverjanum er það ríkt, að hann vill meina sem allar aðrar ríkisstjórnir hafa gert, hafi þær haft til þess burði.

Að svara árásum eða beita hervaldi til að halda ríkjum saman.

 

Það var þá, þetta er í dag, segja kannski einhverjir sem styðja Íslamista og voðaverk þeirra um allan heim.

Íslamistar séu svo kúgaðir að þess vegna megi þeir nauðga, limlesta og drepa fólk á sem viðbjóðslegastan hátt.

 

En það er ekki lengra síðan en 2017 að miðstjórnin í Madríd beitti hervaldi til að stöðva lögmæta atkvæðagreiðslu héraðsstjórnar Katalóníu um sjálfstæði Katalóníu frá Madríd.

Það kom vissulega ekki til bardaga, því það þarf tvo til að berjast, eitthvað sem stuðningsmenn voðaverka Hamas virðast gleyma í dag, Katalónar eru friðsamir.

 

Það breytti því ekki að miðstjórnin í Madríd handtók forystumenn Katalóna, og dæmdi þá í fangelsi fyrir uppreisn gegn miðstjórninni.

Að vilja sjálfstæði var sem sagt uppreisn, og enginn innan Evrópusambandsins mótmælti, meiri var lýðræðisástin ekki þegar sjálfstæðiskrafan var innan túnfótarins.

 

Hræsnin, tvöfeldnin, gyðingahatrið, skýrir þessi orð Josep Borells.

Öðrum skal bannað það sem hann og hans líkar skirrast ekki við að gera þegar þeirra eigin völd eru undir.

Fórnarlömb hræsninnar eru síðan íbúarnir á Gasa, sem vígamenn Hamas halda í gíslingu.

 

Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar gætu knúið á Hamas að hætta bardögum, sleppa gíslum sínum, og framselja síðan leiðtogana sem ábyrgina bera á voðaverkunum þann 7. október og stríðinu á Gasa.

Það eru vestræn ríki sem fæða og klæða íbúana, fæða og klæða Hamas, og það er mjög auðvelt að skilyrða aðstoðina þannig að Hamas legði niður vopn.

Það er líka auðvelt fyrir alþjóðasamfélagið að senda herlið inná Gasa til að afvopna Hamas og rétta síðan yfir forystumönnum samtakanna.

Þá væri ekkert stríð á Gasa því innrás Ísraelshers væri óþörf.

 

Ekkert af þessu þurfti að gerast.

En gerðist vegna þess að þeir sem leika sér að fjöreggi mannkyns, er nákvæmlega sama um þjáningar og hörmungar hins almenna, í fílabeinsturni sínum tefla þeir um mannslífin, skála svo í kampavíni á kvöldin, yfirleitt í faðmlögum.

Átökin og óöldin er þeirra valdatæki.

 

Þess vegna er ekki bara grátið á Gasa í dag.

Milljónir á milljónir ofan þjást vegna átaka og óaldar, tugi milljóna er á flótta undan þeim.

Og verður svo á meðan lítilmenni stjórna heiminum.

 

Það er hið ólýsanlega mannúðarslys.

Það er harmur heimsins á tímum þar sem sjálf framtíð barna okkar er undir.

 

Og við feisum það ekki.

Eins og við eigum ekki líf sem við skuldbundum okkur að verja

Kveðja að austan.


mbl.is Lofar „öruggri flóttaleið“ frá Rafah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband