11.2.2024 | 11:43
Tilfinningaklám Morgunblaðsins.
Það deyr fólk á átakasvæðum, sérstaklega ef það lendir í skotlínu stríðandi fylkinga.
Staðreynd sem virðist blaðamanni Morgunblaðsins ókunn.
Eins virðist viðkomandi blaðamaður vera það heimskur að hann heldur að þetta hörmulega lát stúlkunnar og fjölskyldu hennar sé Ísraelsher að kenna.
Að Ísraelsher stundi það að útbúa víglínu, eða eins og segir í fréttinni; "á skilgreindu átakasvæði" og síðan skjóti ísraelskar hersveitir á hvora aðra.
Því slík heimska er forsenda þess að hægt sé að skrifa svona tilfinningaklám þar sem markmiðið er að koma inn hjá lesendum hvurslags voðafólk þetta er sem skýtur svona á óbreytta borgara og sprengir í loft upp byggðir þess.
Að Ísraelsher sé að berjast við sjálfan sig en ekki vopnaða vígamenn Hamas.
París var ekki rústir einar eftir Seinna stríð vegna þess að Frakkar vörðu ekki borgina í töpuðu stríði, Berlín var lögð í rúst vegna þess að nasistar neituðu að gefast upp, og það var ekki fyrr en Hitler tók líf sitt að þýski herinn þorði að leggja niður vopn.
Allar borgir sem verjast til síðasta manns, eru lagðar í rúst, og það er rasismi andskotans að gera þær kröfur til gyðinga í stríði sínu við Íslamista, sem hafa það eina markmið að útrýma þeim og ríki þeirra, að þeir ráðist inní borgir án þess að beita sprengjukrafti sínum til að minnka mannfall hermanna sinna.
Eða hætti að berjast vegna þess að Íslimistarnir sem ætla að útrýma þeim, verjast innan um sitt eigið fólk.
Í dag gengur ekki slefan á milli ritstjórnar Morgunblaðsins og Samtakanna Ísland-Palestína.
Sami áróðurinn, sömu rangfærslurnar, sama upphafningin á þeim viðbjóði sem Glæpir gegn mannkyni eru.
Það eina sem vantar uppá er að ritstjórnin mæti niður á Austurvöll öskrandi svívirðingar á íslensk stjórnvöld, vanvirði landið og sjálfstæði þess með því að fylkja sér undir fána Palestínu, og krefjist þess að útsendarar Hamas á Íslandi fái fjölskyldur sínar sendar til sín, svo lífið verði þægilegra í landi þar sem þeir telja íbúanna réttdræpa því þeir eru kristnir.
Af sem áður var.
Lágt er risið á Morgunblaðinu í dag.
Keðja að austan.
Sex ára stúlka fannst látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 11. febrúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar