29.12.2024 | 12:45
Evrópusambandið í hnotskurn.
Flókið regluverk og skriffinnska, hannað eftir hagfræðikenningum Milton Friedmans um hinn óskeikula markað, sem er Hönd dauðans fyrir einstaklinginn og fyrirtæki hans.
Fitar hins vegar Púkann á fjósabitanum, auð og stórfyrirtæki hans.
Orkupakkarnir eru síðasta dæmið um heljargreipar þessar Handar dauðans, vísvitandi búa þeir til orkuskort sem síðan er notaður sem réttlæting áður óþekktum hækkunum á raforkuverð til almennings og fyrirtækja hans.
Tungumál þess í neðra, hagspeki hans sem kennd er við frjálshyggju, kallar þessar verðhækkanir, þessa aðför að mannlífi í Evrópu, "nauðsynlega hagræðingu og hámarks nýtingu raforkunnar".
Tungumál sem við eigum oft eftir að heyra næstu misserin því núverandi fjármálaráðherra kann ekkert annað tungumál, þjónar aðeins einum.
"Hækkunin með öllu ólíðandi" ályktar sveitarfélag sem á allt sitt undir garðyrkjunni, hún sker á lífæð samfélagsins.
En leppar og skreppar auðsins, til dæmis hjá Neytendasamtökunum, sem og einhver svipuð hjáræma heyrist frá ASÍ, þegja um þessa aðför Evrópusambandsins að samfélagi okkar, að fyrirtækjum okkar, en skammast hástöfum yfir óhjákvæmilegum afleiðingum þessara fordæmalausu verðhækkana á raforku, verðhækkunum á innlendri framleiðslu.
Púkinn á fjósabitanum, sá sem á gróða sinn undir innflutningi, glottir, hans fólk stjórnar í dag.
Síðan situr þjóðin undir óendanlegu skrumi, sumt jafnvel sungið, að núna eigi að efla byggðir og allt innlent.
Ofurskattarnir á atvinnuvegi byggðanna, kolefnisgjöldin sem leggjast á flutning og farartæki, segja annað, að baki fagurgalanum, líka þeim sungna, er einbeittur vilji Handarinnar að eyða, að auðna.
Hin meintu frjálsu viðskipti með raforku er síðan hægfara kyrking á það sem þó ennþá þrífst.
En firrt þjóð sér ekki í gegnum skrumið.
Trúir orðum og gjálfri.
Lokar augum fyrir gjörðum og afleiðingum þeirra.
Evrópusambandsflokkanna sem þola ekki grósku og gróandann.
Allt skal regla og setja í fjötra skriffinnskunnar.
Fólk skal þjóna auð og stórfyrirtækjum glóbalsins, sætta sig við fátækt hagræðingar þess í neðra, sætta sig við útvistunina og að allt sem er framleitt, sé framleitt í þrælabúðum glóbalsins í Fjarskaistan.
Stefna Evrópusambandsins í hnotskurn.
Í Evrópu sem þegar er fallin frá fyrri styrk og reisn.
Er þannig séð í andaslitrum.
Er vegvísir valkyrjanna.
Með þekktum og óhjákvæmilegum afleiðingum.
Þannig er Ísland í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Hækkunin með öllu ólíðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 29. desember 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 428
- Sl. sólarhring: 723
- Sl. viku: 4891
- Frá upphafi: 1457839
Annað
- Innlit í dag: 369
- Innlit sl. viku: 4228
- Gestir í dag: 339
- IP-tölur í dag: 333
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar