Fávitatal í boði valdafíknar.

 

Það hefur verið ákaflega sorglegt að fylgjast með fáheyrðum svikum Ingu Sæland að bakka upp draumastjórn Evrópusinna, Nýfrjálshyggjunnar, svo það sé tekið saman; beinnar aðfarar að lífi og limum okkar venjulegra.

Með sérstaklegri áherslu að skaða og skemma líf og atvinnu á landsbyggðinni.

 

Viðreisn, flokkur stóratvinnurekanda, flokkur smáatvinnurekanda, það er þeirra í þeim hópi sem á  það eitt sameiginlegt að nýta hripleka skattalöggjöf til að hindra eðlilega skattgreiðslur til samfélagsins, náði í gegn að ekki skyldi auður, hvað þá ofurauður sæta réttlátri skattlagningu, þess í stað skyldi ofurskattur, kenndur við auðlind, verða lagður á fyrirtæki landsbyggðarinnar.

Í hnotskurn, það sem auðurinn tapaði fyrir þjóðinni í ICEsave þjóðaratkvæðagreiðslunum, er endurheimt í Valkyrjustjórninni, byggð skal deyða, fátækt fólk skal gert fátækara.

 

Grunnhygginn spyr nú; en Inga sagði, já Inga sagði, og stjórnarsáttmálinn sagði!!

Margt gott og fallegt, jafnvel sungið, en áður en meint góð fyrirheit skyldu framkvæmast, þá var fyrsta skilyrðið í stjórnarsáttmála Valkyrjanna að vextir skyldu lækkaðir með aðhaldi í ríkisfjármálum.

Einfalt aðhald sem leyfir ekkert, ekkert af öllum hinum fögrum fyrirheitum.

Og svo mun verða um hina ókomnu tíð þegar Nýfrjálshyggja Viðreisnar, hagfræði þess í neðra, stjórnar fjármálum þjóðarinnar.

 

Ekki að það skipti máli í Kveðjunni að austan, þjóðin fékk sitt tækifæri og hún kaus að kjósa þjóðardauða fram yfir líf og grósku.

ESB reglugerðirnar sem sjúga endalaust til sín mannafla í stjórnkerfinu, ásamt því að vera hönd dauðans yfir framtak og sköpun einstaklingsins og fyrirtækja hans.

Raforkumarkað Orkupakkans, sem bjó til á einni nóttu gróðaleið gróðapunga til að hækka raforkuverð til heimila, til fyrirtækja, til bænda, til allra sem skapa gott og hagsælt samfélag, gegn grósku og gróanda.

Auk margs annars.

 

Kveðjan gat jafnvel kyngt lygum Ingu Snæland þegar hún afsakaði undirgefni sína við fjármálaráðherra Viðreisnar, Nýfrjálshyggjuna, svikin við kosningaloforð Flokks fólksins, með þeim orðum, að fjárlögin sem hún samþykkti í aðdraganda kosninganna, hefðu bundið hendur hennar.

Það er ekki Kveðjunnar að benda á ómerkilegar lygar og fyrirslátt.

 

En það er ekki hægt að þegja, þegar ekkert, það er einstaklingur sem er ekkert, nema að vera svona varta á flokki Ingu Snælands, varta sem er alfarið, og nákvæmlega ekkert annað, en mögnuð persóna Ingu Snæland, réttlætir tilveru hennar, með rökum sem lesa má um í tilvitnaðri frétt Mbl.is.

Bókun 35, svik Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar við sjálfstæði þjóðarinnar, bókun sem gerir svo ég vitni í háðungina um vörtuna; "Bók­un 35 geng­ur í grunn­inn út á það að ef EES-samn­ing­ur­inn og önn­ur ís­lensk lög stang­ast á, þá gildi EES-lög­gjöf­in nema skýrt sé tekið fram af Alþingi að svo sé ekki".

Er stefna Flokks fólksins í dag.

 

Og Jæja, svo ég sér kurteis, þó ég sjái engar málsbætur með þeim sem seldi sig fyrir völd, þá skal ég hætta að minnast á vörtur, og vísa í það embætti sem sjálfstæð þjóð ákvað að stofna, og taldi og miðað við afhroð ESB flokkanna, Samfylkingar og Viðreisnar, að skipti ennþá máli.

Þá er þetta haft eftir Eyjólfi Ármannssyni, Samgöngu og sveitastjórnarráðherra; "En þetta er ekk­ert stór­mál og það sem mér finnst skipta mestu fyr­ir mitt kjör­dæmi er að það verða 48 dag­ar í strand­veiði. Það er stóra málið,“ seg­ir Eyj­ólf­ur".

Við afleggjum sem sagt sjálfstæði þjóðarinnar segir Flokkur fólksins fyrir 48 daga í strandveiði.

Ófullur, vonandi með fullu viti.

 

En svo ég vísa í fyrirsögn þessa pistils, mikið má sá vera heimskur sem gleypir þetta kjaftæði.

Fávitatal í boði Ingu Snæland.

 

Völd er það vinur minn.

Völd.

 

Sjálfstæði!!

Hvað er það??

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir bókun 35 ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 446
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 4909
  • Frá upphafi: 1457857

Annað

  • Innlit í dag: 384
  • Innlit sl. viku: 4243
  • Gestir í dag: 347
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband