Stefna byggð á gildum.

 

Á hugsýn, á hugsjónum, á trú, er orðin sjaldgæfari en síðasti Geirfuglinn.

Hann er þó varðveittur á safni, og það er meir að segja til egg sem sagt er að hann hafi verpt.

 

Ef leiðtogar þeirra flokka sem munu ganga sigurreifir að kjötkötlum valdanna eftir niðurstöður kosninganna á morgun, yrðu spurðir; Hver eru eru gildin sem knýja þig og stefnu þína áfram, þá yrði fátt um svör því hver kann við að svara heiðarlega, þegar hið heiðarlega svar er "Völd".

Og allur sá ávinningur sem fylgir völdum, fyrir mig og mína.

 

Kannski myndi einhver stynja upp að gildin væru að vera góð manneskja, að vilja vel fyrir land og þjóð, en svo ekki söguna meir.

Nema náttúrulega Sigmundur Davíð ef svo ólíklega vildi til að hann myndi fá góða kosningu og kæmi því til greina á valdastól.  Hann myndi tala um land og þjóð, sjálfstæði hennar og tungu, því Sigmundur Davíð er gömul sál, hugsandi gömul sál, stundum eins og hann sé ennþá á Þingvöllum að tala á lýðveldishátíðinni 1944.

 

Það er nefnilega svo að þjóðin er á sjálfstýringu í átt að gjöreyðingu, sjálfstæði hennar er undir, tunga hennar er undir, menning hennar er undir.

Markmið ráðandi afla er að útlenska hana, forheimska hana með alls konar þvaðri.

Siðblinda hana með því að telja henni í trú um að hún sé of fátæk til að líta eftir sínum minna bróðir.

 

Þess vegna er innkoma Arnars Þórs Jónssonar í íslensk stjórnmál eins og ferskur andblær, hann er stjórnmálamaður sem býr að gildum, hann skammast sín ekki fyrir að vera kristinn, hann býr að sannfæringu, og fórnar henni ekki fyrir frama innan Flokksins, ef framinn er á kostnað þess að svíkja hugsjónir sínar og gildi.

Hann er eins og Hrópandinn í eyðimörkinni, eins og spámenn Gamla testamentisins, sem höfðu kjark til að benda samtíð sinni á villu hennar þó slíkt væri bein ávísun á spott og spé þeirra sem ekki skildu, eða grýtingu þeirra sem fannst boðskapurinn, sannleikurinn of napur.

 

Með þessu er ég ekki að segja að ég persónulega sé sammála vegferð Arnars, eða aðrir eigi að vera það, það er einfaldlega undir hverjum og einum komið, en vísdómur orða hans standa fyrir sínu.

Og ég tel að hvort sem menn eru til hægri eða vinstri, á miðjunni eða út og suður, að þá eigi þeir að taka afstöðu til þessar orða og sýnar Arnars sem ég ætla að taka úr pistli hans á kosningadegi forsetakosninganna, þar sem íslensku þjóðinni varð það á að kjósa yfir sig beinan fulltrúa hins alþjóðalega fjármagns, fjármagns sem vill gera heiminn að einu stóru fyrirtæki þar sem hinir ríkustu ráða öllu, og við hin erum ekki mennsk, aðeins kostnaður.

 

Gef Arnari orðið:

"Forseti er ekki aðeins þjóðhöfðingi heldur ein meginstoð stjórnskipunarinnar og gegnir þannig lykilhlutverki í því að varðveita sjálfstæði þjóðarinnar, verja hagsmuni almennings, tilveru okkar og frelsi. Lýðræðisbarátta – og sjálfstæðisbarátta – okkar tíma snýst um að verja innviði og auðlindir þjóðarinnar gagnvart ásælni peningavaldsins og ofurefli kerfisins. Í þessu samhengi erum við öll samherjar þegar kemur að því að verja grunnstoðir velsældar og almannahags gagnvart firringu í formi vélmenningar og tölvuvæðingar, þar sem mennskan er gengisfelld, þar sem hópar eru settir í forgrunn en einstaklingarnir hverfa áhrifalausir í fjöldann, þar sem hinn mannlegi þáttur tilverunnar á sífellt erfiðara uppdráttar andspænis fjöldaframleiðslu, skrifstofubákni, valdahyggju, tæknivæðingu, afskræmingu náttúru og gengisfellingu þess sem okkur er dýrmætast. Hvernig stuðlum við að jafnrétti í slíkum heimi? Hvernig verjum við sakleysið og hreina náttúru? Hvernig verja einstaklingarnir sjálfstæði sitt í slíku umhverfi og smáþjóðir fullveldi sitt?íslenski fáninn

Á slíkum tímum höfum við þörf fyrir sjálfstæða einstaklinga og sjálfstæða hugsun. Annars getum við ekki verið sjálfstæð þjóð. Sem sjálfstætt ríki á Ísland að vera fullgildur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi eftir því sem við á og hafa rödd, en ekki vera þögull og óvirkur farþegi eða strengjabrúða. Sem fullvalda ríki á Ísland ekki að leyfa erlendum ríkjum, ríkjasamböndum eða stórfyrirtækjum að ráðskast með auðlindir okkar og innri málefni íslenska lýðveldisins. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eiga sjálfir að mæta þeirri ábyrgð og valdi sem þeim hefur verið falið, ekki afhenda hlutverk sitt embættismönnum eða sérfræðingum sem svara ekki til lýðræðislegrar ábyrgðar.

Við Íslendingar höfum margt að verja, sem fyrri kynslóðir hafa fært okkur að gjöf: Landið okkar, hreina náttúru, dýrmætar auðlindir, tungumálið, bókmenntir, sögu, menningu, frelsi okkar sjálfra og fullveldi Íslands. Á þessum stoðum hvílir hagsæld okkar nú og möguleikar okkar til framtíðar. Til að verja allt þetta megum við ekki verða ofurseld ólýðræðislegu, ómanneskjulegu kerfi. Manngildið verður ekki metið út frá framleiðslu og framleiðni.

 

Þessi vísdómur hefur ekkert með Lýðræðisflokk Arnars að gera eða aðra flokka.

Hann er vísdómur sem slíkur og sem flestir ættu reyna að meðtaka og skilja.

 

Á morgun er kosið og allt bendir til þess að þjóðin muni tapa þeim kosningum.

Öfl sem ganga erinda hins svarta glóbalfjármagns munu vinna þessar kosningar, þau munu afleggja sjálfstæði hennar, viðhalda Opnum landamærum, gera íslenska þjóð að útlendingum í sínu eigin landi.

Svona fyrir utan að ræna og rupla auðlindir okkar eða hnýta endanlega hnútana sem munu eyðileggja matvælaframleiðslu okkar eða gera fólki á landsbyggðinni ókleyft að lifa þar, í nafni loftslagstrúarbragða, trúarbragða sem glóbalið fjármagnar samviskusamlega til að láta drauminn eina um glóbalverksmiðju sína einu rætast.

Eða þannig.

 

Samt er til gott fólk í öllum flokkum sem innst inni veit hvað þetta er rangt.

Að ganga svona erinda auðs og auðnar.

 

Á myrkum síðkvöldum ætti það að lesa þessi vísdóms Arnars.

Sér til skilnings og visku.

 

Þá er kannski von eftir allt saman þó þjóðin tapi þessum kosningum.

Líkt og vonin sem var eftir í Evrópu á þeim myrku árum 1940 til 1943.

Hún lifði sínu sjálfstæðu lífi, það var ekkert í raunheiminum sem studdi hana. Ægivald alræðis og tærar illsku virtist vera ósigrandi.

Samt sigraði hún að lokum.

 

Lærdómurinn er að það má aldrei gefast upp.

Lærdómurinn er líka að stjórnmál án gilda, án hugsjóna um eitthvað gott og fagurt, eru stjórnmál sem myrkraröfl hagnýta sér, afvegleiða, að þó þau telji sig vera að gera eitthvað gott, þá í raun herða þau helsi og vega að grunngildum mennsku og samfélaga okkar.

Samfélaga hins venjulega manns sem gerir aðeins þó einu kröfu að fá frið til að ala upp börn sín, koma þeim á legg, að fá að lifa mannsæmandi lífi í sátt og samlyndi við guð og aðra menn.

 

Við eigum að virða gildi, og meta þá sem hafa gildi.

Okkur sjálfum til heilla sem og landi og þjóð.

 

Annað er ekki til heilla.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Fimm flokkar undir 5%: Flokkur fólksins styrkir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér lofum, þið trúið.

 

Það er mikið til í þessu hjá Sigmundi Davíð að fyrir kosningar komi sömu flokkarnir með sömu loforðin sem hvarflar ekki að þeim að standa við.

Enda hvernig ættu menn geta endurnýtt loforð sín ef þeir tæku uppá því að standa við þau??

 

Sigmundur Davíð segist ætla að standa við loforð sín og hefur það þó sér til tekna að hann er eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem þorði í bankana þegar hann lagði á sértæka bankaskattinn sælla minninga.

En flokkar sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu lengur en miðaldra menn muna, og sumir reyndar alltaf verið í slíkri stöðu, lofa og lofa, og gera eiginlega loforð núverandi stjórnarflokka hláleg í samanburðinum.

Svona eins og þeir kunni ekki almennilega að lofa uppí ermina hjá sér??

 

Og þar stendur nefnilega hnífurinn í hinni sárasaklausu kú, það er okkur kjósendum.

Hversu trúverðug er þessi loforðasúpa??

Hverjar eru forsendur hennar???, og þó enginn efist um einlægan vilja, það er að lofa, þá má spyrja, er eitthvað að þessu raunhæft??, svona í ljósi þess að peningar vaxa ekki á trjánum á Íslandi, ekki frekar en bananar.

 

Sá flokkur sem mér finnst persónulega að hafi gengið lengst í hinu geirneglda viðhorfi íslenskra stjórnmálamanna til kjósenda sinna, að þeir séu fífl, Viðreisn, fékk pílu á feisbók frá einum af fyrri kjósendum sínum, og Mogginn greinir samviskusamlega frá, kjósenda sem spurði, þarf ekki stefnu til að framkvæma loforðin??

Og réttilega lýsti hann kosningabaráttu Viðreisnar; "Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er, önn­ur en að segja það sem talið er að kjós­end­ur vilji heyra til ná í at­kvæði og kom­ast í ráðherra­stóla. En samt að segja ekki neitt um það hvað á að gera eða það eru eng­ar raun­hæf­ar lausn­ir til að setja fram".

Það að segja allt sem flokkarnir telja að kjósendur vilja heyra, því þetta gildir ekki bara um kosningabaráttu Viðreisnar, segir ekkert hvernig flokkarnir munu standa sig í ríkisstjórn, en þó er líklegra en hitt að þeir sem hafa eitthvað "plan" (ha ha, varð að nota þennan frasa) muni koma einhverju í verk.

Annars er það bara hinn blákaldi raunveruleiki fjárskortsins og hvernig flestöll fjárútlát ríkissjóðs eru bundin í lög og kjarasamninga.

 

Það er samt margt hægt að gera ef menn átta sig á örsök og afleiðingum eins og þessi fyrrum kjósandi Viðreisnar, Guðmund­ur Ragn­ars­son, fyrr­um formaður VM, fé­lags vél­stjóra og málmtækni­manna, bendir réttilega á þegar hann segir: ".. að áfram­hald­andi stuðning­ur við þétt­ing­ar­stefnu á höfuðborg­ar­svæðinu muni ein­göngu viðhalda verðbólgu og hærri vöxt­um. "Stjórn­mála­flokk­ur sem ætl­ar ekki að viður­kenna þau efna­hags­mis­tök sem búið að gera þar, er ekki að fara að leysa nein vanda­mál"."

Þarna eru þrír flokkar sekir, Viðreisn, Samfylkingin og Framsókn, og ef þeir geta ekki viðurkennt efnahagsmistök sín sem felst í þessari þéttingarstefnu lóðabraskara, hvað viðurkenna þá??

 

Til dæmis að stefna þeirra um Opin landamæri í þágu mannsals og flóttamannaiðnaðarins er ávísun á síþrýsting á íbúðamarkaðinn því einhvers staðar þarf þetta fólk sem leitar að betra lífi, að búa. 

Sem og þetta sístreymi fólks til landsins viðheldur biðlistum velferðarkerfisins, hvort sem það er biðin eftir leikskólaplássi, að komast að hjá heilsugæslunni eða hinum átakanlega skorti á úrræði handa ungmönnum í vanda, úrræðaleysi biðlistanna sem kostar tugi mannslífa á hverju ári.

Eða eins og einhver góður maður sagði að þá þykir íslenskum stjórnmálamönnum vænna um fólk sem kemur að, helst nógu langt úr Fjarskaistan, en sitt eigið fólk. Það má éta það sem úti frýs, deyja drottni sínum eða kveljast undir hávaxtastefnu húsnæðiskortsins.

 

Stjórnmálaflokkar sem búa til vanda eru ekki líklegir til að leysa sama vanda, þó þeir lofi öllu fögru.

Eða er líklegt að brennuvargur komi í veg fyrir íkveikjur með því að kaupa eldspýtustokk í næstu sjoppu??

Það er eins og hagsmunir og gróði liggi í vitleysunni og það sé enginn vilji til að takast á  við eitt eða neitt, nema þó með þeirri undantekningu að eldra fólk hefur þaggað niður í stelpuskottunum í Sjálfstæðisflokknum og stuðningi þeirra við Opin landamæri.

Og fjölmiðlar okkar virðast lúta stjórn þessara hagsmunaafla.

 

Allavega taka þeir þátt í vitleysunni fyrir kosningar, láta eins og þeir trúi öllu sem lofað er, kannski með Spursmál sem undantekningu.

Þeir spyrja um loforð, ekki efndir, eða hvernig menn hugsa sér að takast á við afleiðingar þeirra eigin stefnumála.

Það er þegar þeirra eigin stefna er vandinn.

 

Stórt dæmi um lönguvitleysuna sem þrífst athugasemdarlaust er ákvæði laga um fjölskyldusameiningu fólks, sem hefur hlotið hér á landi það sem kerfið okkar kallar "alþjóðlega vernd" og bæði erlendar glæpaklíkur sem og hryðjuverkasamtökin Hamas hafa notað til að koma liðsmönnum sínum inn fyrir varnir þjóðarinnar.

Einn angi þeirrar glæpastarfsemi er það sem kennt er við fylgdarlaus börn á flótta, á svo miklum flótta að þau koma hlaupandi lengst úr Fjarskaistan, til dæmis frá Sómalíu eða Palestínu, ekki beint nágrannalönd okkar og yfir mörg landamæri að fara áður en hingað er komið.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum benti nýlega í blaðaviðtali réttilega á misnotkun glæpasamtaka á þessari glufu í vörnum þjóðarinnar, hvernig atvinnugóðmenni, sem hafa góðar tekjur og framfærslu á að vera atvinnugóðmenni, tala um börn á flótta í þessu samhengi og rétt þeirra samkvæmt lögum að fá að sameinast fjölskyldum sínum.

Einhverjum hefði þá reyndar talið að í þeirri fjölskyldusameiningu fælist að flugmiðinn heim yrði þá borgaður fyrir þessi ungmenni, en Nei, það er fjölskyldan sem fær borgaða flugmiða og landvernd hér á landi, kannski hátt í þúsund manns á þessu ári sem gæti fengið slíka landvernd, án þess meira að segja að vera í Landvernd líkt og ásatrúarfólk sækist eftir.

 

Ég ætla að gefa lögreglustjóranum orðið; ""Telja má nokkuð víst að út­lend­inga­lög hér á landi séu mis­notuð ekki með ósvipuðum hætti og menn mis­nota önn­ur kerfi vel­ferðarrík­is­ins"  Hann seg­ir að hafa beri í huga að flest­ir þess­ara drengja komi hingað frá öðru Evr­ópu­ríki eða öruggu ríki og komi þar af leiðandi ekki inn í landið um ytri landa­mær­in á Keflavíkurflugvelli. "Gera má ráð fyr­ir að ferðalag þeirra sé skipu­lagt af öðrum og þá í þeim til­gangi að aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir komi í kjöl­farið til lands­ins á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar"."

Og spyrja síðan, af hverju er þessi grafalvarleiki ekki ræddur í kosningabaráttunni??

Síðan hreinlega spyrja; Hvert var fjárstreymið í vasa þess stjórnmálafólks sem samþykkti þessa sjálfvirku glufu fyrir glæpa og hryðjuverkasamtök að flytja sitt fólk til landsins, eða mannsalsiðnaðinn að eiga hér fólk sem er skuldbundið honum í bókstaflegri merkingu??

 

Nei, Nei, auðvita spyrja menn ekki svona og auðvita ræða menn ekki augljósar staðreyndir.

Hvað þá að menn spyrji hinu meintu atvinnugóðmenni um hver ávinningur þeirra er af Opnum landamærum, svona í ljósi þess að á annað hundruð milljónir eru á vergangi í heiminum, og fjölgar um milljónir á hverju ári.

Á allt þetta fólk að koma til Íslands??, og hver er þá þinn hluti af gróðakökunni??

 

Vitleysan aðeins viðgengst, forheimskan forherðist.

Eins og enginn sé morgundagur, eins og engin séu skuldaskilin.

 

En eins og þeir vita sem hafa lifað daginn í dag, þá kemur morgundagur.

Og eins og þeir vita sem hafa tekið smálán, þá kemur að skuldaskilum.

Óumflýjanlegt, sama hvað froðu stjórnmálamenn okkar bjóða okkur uppá.

 

Svo spyrja má; Af hverju trúum við??

Af hverju er sami sirkusinn á 4 ára fresti eða svo??

Það er jú við sem erum fórnarlömbin, það erum við sem blæðum af sjálfstýringu stefnuleysisins.

 

Spyr sá sem ekki veit.

En þakkar guði fyrir að verða laus við auglýsingaflóðið að morgni sunnudags.

Og er ekki einn um þær þakkir.

 

Það þarf samt að kjósa.

Það er skylda manns.

Finna það góða sem þó býr í flestum stjórnmálamönnum okkar.

 

Þeir vilja vel allavega.

Flestir.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Dregur saman með helstu flokkum en deilur harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 515
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 4978
  • Frá upphafi: 1457926

Annað

  • Innlit í dag: 446
  • Innlit sl. viku: 4305
  • Gestir í dag: 394
  • IP-tölur í dag: 385

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband