Í hvað fóru peningarnir.

 

Undanfarin nokkur ár hafa verið þau svörtustu í sögu íslensku þjóðarinnar.

Ekki vegna kóvid, ekki vegna náttúruhamfara, heldur vegna fjölda ótímabæra andláta fólks vegna fíkni og geðsjúkdóma.

 

Andlát, sem eru talin í tugum á hverju ári, og samfélagið gerir lítið sem ekkert til að bregðast við.

Orðin sem oftast koma upp þegar þessi mál eru rædd innan heilbrigðiskerfisins og meðal aðstandanda, eru Neyðarástand og Fjárskortur.

 

Eftir stendur stóra spurningin; Í hvað fóru peningarnir hjá þessari ríku þjóð??

Af hverju var ekki brugðist við neyðarástandinu??

Af hverju voru peningar ekki settir í kerfin til að bregðast við, til að hægt væri í tíma að koma í veg fyrir þessi ótímabæru andlát, að megninu hjá ungu fólki??

 

Á því eru margar skýringar, góður bloggari hér á Moggablogginu komst vel að orði þegar hann orðaði kjarna þeirrar meinsemdar sem hrjáir evrópska stjórnmálamenn; "... skilaboðum til umheimsins um að íbúar utan Evrópu skipti evrópska stjórnmálamenn meira máli en innfæddir Evrópubúar".

Staðfesting þessara orða Geirs Ágústssonar var frétt í kvöldfréttum Rúv í gær undir fyrirsögninni; "Fylgdarlaus börn biðja um fjölskyldusameiningu".

Erlendar glæpaklíkur fjármagna för unglinga til Íslands í trausti þess að góðviljaðir stjórnmálamenn tryggi unglingunum fjölskyldusameiningu, og þá muni viðkomandi fjölskylda borga skuldina með vöxtum og vaxtavöxtum.

 

Vandinn og meinið er að þessi meinti góðvilji nær ekki til innlendra unglinga í neyð, enda koma þeir ekki að frá fjarlægari löndum.

Guðrún Hafsteinsdóttir má eiga að hún játar uppá sig skömm í þessari sjálftöku erlendra glæpahópa og innlendra atvinnugóðmenna, en segist hafa gert betur síðasta ár.

Hún setti samt ekki pening í neyðaraðstoð handa innlendum ungmennum í neyð.

 

Þetta er fólkið sem biður um traust okkar og stuðning í komandi kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga að hann hefur eitthvað lært, en flokkurinn til hægri við hann, Viðreisn boðar opin landamæri.

Því það er svo góður bissness í flóttamannaiðnaðinum og hluti af honum skilar sér í vasa velviljaðra.

 

Á sama tíma lofar Viðreisn öllu fögru, að bæta allra hag, takast á við geðheilbrigði, og allt annað sem miður hefur farið í heilbrigðis, menntamálum, innviðum og öllu því sem hægt er að nefna og koma orði að.

Í trausti þess að fólk geri ekki mun á orðum og efndum.

Átti sig ekki á því að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar.

 

Ef allt er talið þá kostaði stefna Guðrúnar Hafsteinsdóttir hið opinbera yfir 30 milljarða á síðasta ári, aðeins brotabrot af þeim fjármunum hefði getað komið í veg fyrir tugi ótímabæra andláta ungs fólks, með því að láta hjálp berast í tíma.

Stefna hennar var samt ekki opin landamæri, það var reynt að hamla á móti.

Fólk getur því spurt sig hvað munu Opin landamæri kosta þjóðina, svona fyrir utan innflutning á upplausn og óöld líkt og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum glíma við??

 

Erum við að tala um 50 milljarða, 80 milljarða, 100 milljarða???

Lengjast biðlistar á leikskólum og eftir heilbrigðisþjónustu út í hið óendanlega??

Þrýstist leiguverð og íbúðaverð uppá nýjan leik með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum???

 

Svör sem Viðreisn gefur ekki og þjóðin spáir ekki í.

Sjálfri sér verst og mun gjalda þess dýrt.

Og unga fólkið okkar heldur áfram að deyja umvörpum.

 

En cheer up, þau eru ekki fylgdarlaus börn í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína.

Þar bregðumst við ekki.

Eða þannig.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill minnka umsvif ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigmögnun átaka í boði Sameinuðu þjóðanna.

 

Það þarf ekki mikið innsýni til að fatta að Ísraelar munu svara drónaárásum Hisbollah-samtakanna með því að herða á sprengjuregni sínu á borgir og bæi Líbanon.

Því fleiri velheppnaðar drónaárásir, því fleiri borgir og bæir verða teppalagðir, og þá litlu skeytt um líf og örlög óbreyttra borgara sem hafa ekkert annað sér til saka unnið en að búa í landi þar sem stjórnvöld eru ófær um að stöðva árásir vígasveita yfir landamærin á Ísrael.

Eftir verður rjúkandi rústin, óbyggilegt land líkt og Gasaströndin er í dag.

 

Það er auðvelt að benda á miðaldaskrílinn við Persaflóann, þar sem Íran fer fremst, og segja að þessi ófriður er í hans boði, Hamas og Hisbollah séu aðeins verkfæri til að auka völd og áhrif viðkomandi ríkja í Mið-Austurlöndum.

Skítt með líf og limi almennings á átakasvæðunum.

Þetta eru jú píslavottar.

 

En Persaflóaríkin, þó auðug séu, eru vanþróuð, kannski að Íran undanskildu, þjökuð af trúarofstæki, kynkúgun, og þeirri karllægu menningu að telja sig æðri, bæði hinu kyninu sem og öðrum þjóðum sem deila ekki sömu siðum og menningu.

Vissulega geta þau kynnt undir ófrið, en sá ófriður verður aðeins að ófriðarbáli ef þessi hegðun er liðin, að það sé talið í lagi að vígahópar ráðist á sjálfstætt ríki með þeim eina tilgangi að útrýma því.

Og þar liggur sökin hjá hinu svokallaða alþjóðasamfélagi sem Sameinuðu þjóðirnar fara fyrir.

 

Það væri enginn ófriður á Gasa í dag, tugþúsundir saklausra hefðu ekki látið lífið, að ekki sé minnst á alla þá særðu, á eyðilegginguna, rústirnar, ef Sameinuðu þjóðirnar hefðu strax stigið niður fæti, fordæmt voðaverk Hamas, og krafist þess að samtökin slepptu gíslum sínum og leggðu niður vopn, tæku svo ábyrgð á voðaverkum sínum.

Það væri enginn ófriður í Líbanon í dag, borgir og bæir væru heilir, ef hið svo kallaða friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hefði stöðvað eldflaugaárásir Hisbollah á Ísrael.  Í stað þess að horfa á og klappa.

Ekkert ríki sem mannar friðargæsluliðið, ekkert ríki sem á fulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, ekkert ríki sem á aðild að Sameinuðu þjóðunum, myndi líða slíkar flugskeytaárásir á eigin borgir og bæi.

Af hverju ætti þá Ísrael að gera það??

 

Litla fingri hefur ekki verið lyft til að stöðva Hamas eða Hisbollah eða gera stjórnvöldum í Teheran það ljóst að það yrði ekki liðið að þau kynntu undir ófriðarbál fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þeim mun fleirum hefur verið lyft til að stöðva varnarárásir Ísraela.

Núna síðast gengur Alþjóða glæpadómstóllinn erinda miðaldaskrílsins við Persaflóa. Tekur augljósa afstöðu með því að gera rangt að réttu.

 

Örvitar og stjórnmálalegir dvergar í Evrópu ganga í takt með Íran við að kynda ófriðarbálið.

Örvitinn reyndar fattar það ekki en hvernig dettur dvergunum það í hug að þjóð sem þeir eru að hjálpa Íslamistum við að útrýma, að hún hætti varnarstríði sínu, þegar ósigur þýðir aðeins útrýming, þó leppar Persaflóaauðsins gefi út handtökuskipun á leiðtoga hennar??

Slíkt eykur aðeins völd og áhrif þeirra sem vilja ganga lengst í að sprengja allt í loft upp.

Og á meðan deyja saklausir sem þurfa ekki að deyja.

 

Hlálegast er að Evrópa, sem getur ekki einu sinni staðið í Rússum án mikillar hjálpar frá Bandaríkjunum, telur sig geta farið gegn stjórnvöldum í Washington með stuðningi sínum við Hamas, Hisbollah og móðurríkið Íran.

Eitthvað sem er jafnvel of heimskt fyrir örvita.

Það verður gaman að sjá örvitana og póltísku dvergana að fara næst í bónarferð til Washington, biðja um meiri stuðning til að standast Rússa.

En fyrst og síðast, hve heimsk getur ein manneskja orðið??, svona almennt séð.

 

Raunveruleikinn, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og viðleitni Pútíns til að endurreisa völd og áhrif Rússlands í Mið Asíu og Austur Evrópu, hefur sópað froðu rétttrúnaðarins af borði stjórnmálanna.

Evrópa á um tvennt að velja, læra að standa á eigin fótum, og það gerir hún ekki undir forystu dverga og örvita, eða halda áfram að lúta leiðsögn Bandaríkjanna.

Raunveruleikinn býður ekki uppá þriðja valkostinn, áframahaldandi afneitun á honum.

Verkfæri raunveruleikans heitir Donald Trump og hann tekur við völdum í janúar á næsta ári.

 

Trump mun ekki líða misnotkun Sameinuðu þjóðanna í þágu Íslamista.

Og hann mun ekki þola örvita og pólitíska dverga, hjálpa þannig raunveruleikanum að hreinsa út í Evrópu.

 

Spurning hvað verður þá um Ísland.

Raunveruleikinn hefur ekki alveg náð að kveikja á okkur.

Froða og bull rétttrúnaðarins mun sigra í næstu kosningum.

Í heimi sem er að vígbúast því raunveruleikinn skerpir átakalínur.

 

Tíminn einn veit svarið við þeirri spurningu.

Það er hve langan tíma það tekur raunveruleikann að slökkva á bullinu.

Hvenær við lokum landamærunum og hættum að ganga erinda morðingja Íslamista.

 

Eina sem er öruggt er að það mun gerast.

Kveðja að austan.


mbl.is Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 354
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 4778
  • Frá upphafi: 1401858

Annað

  • Innlit í dag: 307
  • Innlit sl. viku: 4116
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband