Þórdís Kolbrún hefur lög að mæla.

 

Það var hlálegt svar norska varnarmálaráðherrans þegar Ólafur krónprins spurði hann um herkvaðningu norska hersins, eftir að ljóst var að þýska hernaðarvélin stefndi á Noreg, þá svaraði hann; Við gerðum það í pósti.

Þetta og margt fleira kom fram í einni betri mynd sem ég hef séð á síðari árum; norsku myndinni Nei konungs, eð Kongens nei.

Það þarf ekki að taka það fram að bréfin höfðu ekki borist til viðtakanda þegar innrás Þjóðverja hófst.

 

Önnur eftirminnileg setning sem er höfð eftir þýskum ofursta, þegar hann sagði þýska stjórnarerindrekanum sem vildi allt til þess vinna að forða átökum; Við semjum, ekki við tökum.

Sem er kjarni málsins, yfirgangsmenn semja ekki, þeir taka.

Og gera það alveg þangað til þeir eru stöðvaðir.

Að tala um frið við þá er eins og að skvetta vatni á gæs.

 

Pútín Rússlandsforseti er yfirgangsseggur, heldur áfram þar til hann er stöðvaður.

Hann rauf grið við siðmenninguna þegar hann hótaði að beita kjarnorkuvopnum á nágrannaríki sín.

Svarið við þeim griðrofum er ekki að senda bréf í pósti og vona að málið leysist á meðan.

 

Svarið er að mæta Pútín.

Því fyrr sem það er gert, því minni líkur eru á allsherjarstríði.

Sé það ekki gert, er allsherjarstríð öruggt

Ekkert friðartal fær því breytt.

 

Þess vegna hefur Þórdís Kolbrún lög að mæla.

Og sem betur fer er hún ekki ein um það.

Kveðja að austan.


mbl.is Án fordæma á lýðveldistímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 497
  • Sl. sólarhring: 963
  • Sl. viku: 6470
  • Frá upphafi: 1398385

Annað

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 5481
  • Gestir í dag: 403
  • IP-tölur í dag: 395

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband