15.11.2024 | 07:29
Orkustefna Kristrúnar.
Er orkustefna Sjálfstæðisflokksins.
Það er orkustefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn segist hafa fyrir hverjar kosningar, en gerir svo ekkert í.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn frá 2013 og ber því beina ábyrgð á þeirri stöðnun sem ríkt hefur í bæði orkuöflun og endurnýjun flutningskerfisins á raforku.
Það er rétt hjá Kristrúnu að nútímasamfélag þarf raforku, atvinnuuppbygging okkar er á forsendum þess að nýta raforku.
Það er líka rétt hjá henni að stjórnmálastétt okkar hefur fest þessa lífæð nútímasamfélags í kviksyndi reglugerða þar sem hver einasti kverúlant getur tafið framgang mála út í hið óendanlega.
Og ólíkt sjálfstæðismönnum bendir Kristrún á lausnina;
Pólitíska leiðsögnin er sú að þegar búið er að afgreiða eitthvað í nýtingarflokki rammaáætlunar, það er búið að fara í gegnum þingið. Það þarf að tryggja að því sé fylgt eftir í leyfisveitingaferli sem er skilvirkt. Það sé haldið utan um að þetta taki ekki alltof langan tíma. Pólitíska leiðsögnin er fyrst og fremst að það séu búnir til ferlar, kerfi sem fólk treystir og að þeir séu kláraðir.
Þýtt á mannamál; kverúlantar fá ekki að tefja framkvæmdir sem einu sinni hafa verið ákveðnar.
Það fyndna er að bakland Samfylkingarinnar tengist mjög þessum kverúlöntum.
Málflutningur Samfylkingarinnar undanfarin 10 ár eru málflutningur þeirra.
Samfylkingin þrífst á flækjustigi reglugerða, að koma hlutum ekki í verk.
Þess vegna er orðræða Kristrún ferskur tónn.
Mætti fleiri úr stétt stjórnmálamanna hafa þennan kjark.
Að íslensk stjórnmál snúist um eitthvað annað en auglýsingar og kjaftavaðal.
Að málefni en ekki hönnuð upphlaup ráði umræðunni þessara mikilvægustu kosninga Íslandssögunnar.
En það þarf þá tvo til.
Stjórnmálamennina og þjóðina.
Þetta er nefnilega ekki allt stjórnmálamönnunum að kenna.
Kveðja að austan.
Vill auka orkuframleiðsluna um 25% á áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. nóvember 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 275
- Sl. sólarhring: 901
- Sl. viku: 4840
- Frá upphafi: 1393443
Annað
- Innlit í dag: 236
- Innlit sl. viku: 4095
- Gestir í dag: 225
- IP-tölur í dag: 221
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar