8.10.2024 | 17:49
Þegar fáviskan ein er eftir.
Það er sorglegt að lesa ákall Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um stöðvun átaka í Líbanon, flótti, vergangur, dauði.
Og hann réttilega óttast að Líbanon endi eins og Gasa.
En eins sorgleg og þessi lýsing er á skelfingum og hörmungum óbreyttra borgara Líbanons, þá er sú sorg aðeins arða í skriðu hinnar raunverulegu sorgar, að alþjóðasamfélagið kosti atvinnugóðmenni sem sjá spón úr aski hverfa ef þeir segja satt og rétt frá.
Hjá þeim er sökin Ísraela, að úr djúpi áður óþekktrar mannvonsku ráðist þeir á friðsöm nágrannaþjóðir sínar, steypi þar öllu í bál og brand.
Ósögð er sú staðreynd að árásir og síðan innrásir Ísraela í Líbanon er svar við síárásum hryðjuverkasamtaka Hisbollah á landamærahéruð Ísraels, síárásum sem hin meintu atvinnugóðmenni gerðu engar athugasemdir við.
Samt myndu þau aldrei sætta sig sjálf við morðárásir hryðjuverkamanna sem beindust að þeim og fjölskyldum þeirra, þeir myndu aldrei snúa við hinum vanganum og ganga yfir lík og dauða ástvina sinna.
Það eru aðeins gyðingarnir sem eiga að sætta sig við slíkar morðárásir, að snúa hinum vanganum.
Í þessum tvískinnungi liggur smán atvinnugóðmennisins Matthew Hollingworth, landsstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Líbanon, sem sagði að hann og hans líkar þyrftu að gera allt til að koma í veg fyrir að Ísraelar sprengi Líbanon upp líkt og þeir gerðu á Gasa.
Því ef hann óttaðist þessa sýn, og þó hann heyktist á að fordæma morðárásir Hamas, þá átti hann frá fyrsta degi að krefja alþjóðasamfélagið að stöðva síárásir Hisbollaha á Ísrael, fyrr eða síðar myndi sterkara herveldið svara fyrir sig á þann eina hátt sem herveldi geta, að sprengja upp óvininn sem varpar sprengjum yfir landamærin til að drepa og eyða.
Líkt og Bretar gerðu í seinna stríði, líkt og Rússar gerðu í seinna stríði.
Því ekkert ríki sættir sig við síárásir yfir landamæri sín, hvorki í nútíð, fortíð eða framtíð.
Þar brugðust atvinnugóðmennin, þar fórnuðu þeir saklausu íbúum Líbanons fyrir sína eigin kostuðu góðmennsku, sem þeir byggja líf sitt og afkomu á.
Eins sorgleg og hræsni þeirra og tvískinnungsháttur er, eins sorglegt og að alþjóðasamfélagið skuli ekki stöðva Íran og dótturhryðjuverkasamtök þeirra á Gasa, í Líbanon eða Jemen, þá nær orðið fáviska ekki yfir þá afstöðu, að gera ekki neitt,að fórna lífi og limum saklausra svo hægt sé að maka krókinn á hörmungum þeirra.
Þetta er jú bara sjálfsbjargarviðleitni sníkjudýra, þekkt frá fyrstu þróun lífsins.
Orðið fáviska í fyrirsögn er eina sem skýrir blaðamennsku Góða fólksins á Morgunblaðinu. Og vísa þá í þessi orð í frétt Mbl.is;
"Stríð Ísraels í Gasa, sem hófst eftir árás Hamas á Ísrael fyrir ári, hefur orðið meira en 41.900 manns að bana. Með stríðsrekstrinum hafa Ísraelar aðallega drepið óbreytta borgara, að sögn heilbrigðisráðuneytisins sem er á yfirráðasvæði Hamas.".
Já Ísraelar hafa aðallega drepið óbreytta borgara í stríði sínu við Hamas og núna Hisbollaha.
Sem er vissulega rétt, en hvernig er hægt að berjast við óvin sem verst innan um óbreytta borgara??
Óvin sem nýtir sér örugg byrgi jarðgangna á meðan þegnar hans eru óvarðir á yfirborðinu, og nýtir sér þessi jarðgöng til að dúkka upp á yfirlýstum öruggum svæðum, í skólum og sjúkrahúsum, ræðst þar á innrásarliðið, skýtur þar eldflaugum yfir landamærin á Ísrael.
Eða loksins þegar matvæla og neyðaraðstoð var leyfð í gegnum landamærahlið, skaut markvissum eldflaugum á landamæraeftirlit Ísraela.
Hvernig getur Mogginn verið svona heimskur, tekið svona eindræga afstöðu með hryðjuverkum og dauða??
Vita hinir vesælu blaðamenn ekki að því hvað er að gerast í heiminum í dag, og í gær, og mun gerast á morgun ef enginn verst miðaldaskríl Íslamista??
Vita þeir ekki hvað systursamtök Hamas gerðu í Írak og Sýrlandi, dauðann og djöfulinn sem fylgir hverju þeirra fótspori??
Eða hafa þeir ekki heyrt um leiðtoga Írans, sem telja að almenningi, hvort sem það er á Gasa, eða í Líbanon, megi fórna píslarvættisdauða til að ná fram hinu göfuga markmiði að útrýma 9 milljóna þjóð gyðinga.
Hugsanalega yrði hundum og köttum samt hlíft.
Þegar borgarlegt blað eins og Morgunblaðið bregst, gengur erinda morðóðra Íslamista, upphefur morðæði þeirra, fordæmir vörn þeirra sem á að útrýma, þá gengur það um leið gegn mennskunni, framtíðinni, þeirri framtíð að börn okkar séu laus við öfgafólk og miðaldaskríl.
Hvort sem það eru steinrunnir leiðtogar sem vilja endurreisa forn ríki með morðum og drápum líkt og við sjáum í Kreml, eða Íslamistar sem vilja snúa klukkunni mörg hundruð ár til baka. Með morðum, með drápum, með að afmennska helming mannkyns líkt og Talibanar gera í Afganistan, og þá með góðu samþykki Íslamista Mið-Austurlanda og þeirra sem hafa hreiðrað um sig í Evrópu.
Þá segir það einfaldlega, það er engin framtíð í mennskunni.
Illmennin eiga að erfa heiminn.
Af sem áður var með Morgunblaðið, gegnir eru ritstjórar hins borgarlega íhaldsblaðs sem var klettur gegn einræði og ómennsku.
Aðeins fáviskan ein er eftir.
Erinda morðóðra, sem fórna sínu eigin fólki til að geta útrýmt öðru fólki, eru erindi Morgunblaðsins i dag.
Án sæmdar, aðeins smánin ein er eftir.
Svei attan.
Kveðja að austan.
Óttast að Ísraelar fari eins með Líbanon og Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 8. október 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar