29.10.2024 | 16:27
Þeir eru látnir, ekki drepnir.
Skiptir svo sem ekki máli fyrir þá sem eru dánir, engin orð fá líf þeirra til baka.
En orð skipta samt máli, þau taka afstöðu, koma sök á þann sem ekki ber sök í þessu stríði, frýja þann sem ábyrgðina ber.
Og þegar sá seki er áður óþekktur viðbjóður mannkynssögunnar, Íslamistar sem láta eins og tímatalið sé ennþá miðaldir, og þeirra helsta fyrirmynd er grimmdaræði heimsveldis Assýringa um 1000 fyrir Krist, grimmd sem ekkert heimsveldi hefur sýnt fyrr og síðar, þá er ábyrgð borgaralegra fjölmiðla sem misnota orð til að styðja grimmdaræðið, morðin, viðbjóðinn, algjör.
Smán sem ekkert getur réttlætt.
Um það hef ég pistlað, nær ekki einu sinni að vera hrópandi í eyðimörk, en vatnaskil var þegar ákveðinn blaðamaður Morgunblaðsins tók viðtal við útsendara Hamas, sem hefur komist upp með að áreita fólk í miðbæ Reykjavíkur, og það eina sem stóð eftir var spurningin um á hvaða lyfjum var viðkomandi blaðamaður?
Spurning sem hefði aldrei hvarflað að manni ef meðvirk fréttaritstjórn hefði ekki hleypt áróðri morðingjanna, sem bera algjöra ábyrgð á hörmungum íbúa Gasa, í gegn.
Þar stóð hnífurinn í kúnni, og sú kú var mjög blóðug.
Þau vatnaskil skila sér í að núna segir Morgunblaðið fréttir, tekur ekki lengur afstöðu með blóðugum morðingjum, kemur ekki lengur sök hjá þeim sem sæta árásum miðaldaskrímsla, skrímsla sem vilja útrýma þeim.
Morgunblaðið styður sem sagt ekki lengur útrýmingu 9 milljóna manna þjóðar, og vonandi er fréttaritstjórinn sem ábyrgðina ber, látinn sæta ábyrgð, og vonandi eru blaðamenn blaðsins lyfjaprófaðir áður en þeir taka afstöðu með morðingjum og miðaldaskríl.
Það breytir því samt ekki að fólk deyr í átökunum á Gasa, og átökunum í Líbanon.
Saklaust fólk sem aðeins þráði að lifa lífi sínu eins og annað fólk, koma börnum sínum til manns, eiga sínar vonir, þrár og drauma.
Eitthvað sem Íslamistarnir í Hamas og Hisbollah, fjármagnaðir af miðaldaklerkunum í Íran hafa rústað með morðárásum sínu á Ísrael.
Sökin liggur samt ekki hjá þessum miðaldaklerkum, ekki hjá ofstæki þeirra og mannhatri.
Hún liggur hjá þeim sem láta þetta viðgangast.
Þar í fremsta flokki er mannlegi viðbjóðurinn sem leiðir Sameinuðu þjóðirnar, hann þykist fordæma, hann þykist gráta yfir mannfalli saklausra, en ekki í mínútu, ekki í orði hefur hann krafið Hamas að sleppa fólkinu sem þeir rændu í morðárásum sínu á Ísrael.
Eða krafið Hamas um að leggja niður vopn til að hlífa samlöndum sínu við frekari árásum Ísraela.
Og eftir höfði viðbjóðsins dansa limirnir, hvert atvinnugóðmennið, sem þiggur laun sín vegna þjáninga palestínsku þjóðarinnar, á fætur öðru krefst þess að Ísrael hætti árásum sínum á Gasa, en minnist ekki orði á orsök þeirra árása.
Krefja aldrei Hamas um að sleppa gíslum, eða leggja niður vopn.
Þar liggur meinið, ekki hjá Hamas eða miðaldarklerkum Írans, heldur hjá sálarlausum atvinnugóðmennum sem og hjá yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna.
Þeirra er ábyrgðin hvað margir hafa þjáðst, hver margir hafa dáið.
Grátbroslegast var þegar þau fordæmdu árásina á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, en hvar voru þessir meintu friðargæsluliðar þegar Hisbollah samtökin sískutu eldflaugum að byggðum Ísraela í norðri.
Eldflaugaárásum sem hlutu að lokum að leiða til gagnárása Ísraela.
Vorum þeir kannski að hórast og misnota stöðu sína líkt og þekkt er með þetta meinta friðargæslulið á átakasvæðum??
Af hverju sjá borgarlegir fjölmiðlar ekki þessa svívirðu??
Af hverju gagnrýna þeir ekki þessa hegðun, þennan tvískinnung sem höfuðábyrgðina ber??
Afhjúpa hann, viðbjóðinn og hina svörtu hagsmuni olíu og olíugróða sem býr að baki??
Kannski til of mikils ætlast af Morgunblaðinu.
Samt ber að fagna að blaðið gengur ekki lengur í takt með hinum meðvirku.
Þeim sem í meintri góðmennsku sinni styðja mannlegan viðbjóð, morðóð miðaldaskrímsli sem hafa valdið löndum sínu ómælda þjáningu.
Mogginn hefur staðist þetta próf núna undanfarna daga.
Hann er ekki lengur á sama level og Sósíalistaflokkur Íslands eða samtökin Ísland-Palestína.
Hann er ekki Rúv í dag.
Því ber að fagna.
Og þakka.
Ómennskan stjórnar ekki öllum fjölmiðlum þjóðarinnar í dag.
Á meðan er einhver von.
Kveðja að austan.
93 látnir eftir loftárás á íbúðarhúsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 29. október 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar