Kærleiksheimilið

 

Flokkadrættir hafa fylgt flokkum frá því að fyrsti flokkurinn var stofnaður.

Og ýmislegt gengið á í gegnum tíðina.

En svei mér þá, í slíkum dráttum og deilum hefur það aldrei gerst áður, að formaður flokks, sem leiðir lista flokks síns, biðji kjósendur um að strika út manninn sem er í öðru sæti á þeim sama lista.

Þó ég geti ekki fullyrt þá þætti mér líklegt að slíkt væri líka einstakt á heimsvísu.

 

Kristrún er sæt, eða þannig.

Örugglega eldklár.

Hún á hinsvegar ýmislegt ólært í pólitík.

 

En hvað getur maður sagt annað en "að friður sé með yður".

Og hlegið sig svo máttlausan.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þá liggur beinast við að strika hann út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við ætlum að hrista upp í kerfinu

 

Er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur á Vísi í dag.

 

En sú fullyrðing er ekki beint trúverðug í ljósi þess að Dagur B. Eggertsson kemur fast á eftir Kristrúnu á lista Samfylkingarinnar.

Sem fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík ber hann ábyrgð á óskilvirkasta stjórnkerfi sem sögur fara af, kerfi sem sígur til sín aðföng og fjármuni en skilar litlu til baka.

Lélegar ákvarðanir, léleg stjórnsýsla.

Þetta er eins og að lýsa yfir stríði gegn veggjakroti í miðbænum og fá afkasta mesta veggjakrotara landsins til að leiða það stríð.

 

En það er ekki erindi þessa pistils heldur vil ég benda á frama eins af þeim blaðamönnum sem tengist eiturbyrlunarmálinu, þar sem einum af borgurum þessa lands var byrlað ólyfjan og aðeins tilviljun ein bjargaði lífi hans, annars hefði verið um morð að ræða.

Vera hans á listanum segir aðeins eitt; Samfylkingin hefur ekkert siðferði.

Þekkir ekki muninn á réttu og röngu.

 

Kristrún hóf sinn feril með fellu.

Kveðja að austan.


mbl.is Listinn í Reykjavík norður samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband