Slátrun hægri manna.

 

Íhaldsmanna, sem stoltir kenna sig við sjálfstæði, hefur greinilega skaðað fylgi Sjálfstæðisflokksins.

 

Raunveruleikinn er einfaldlega sá að þegar forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað að leggja niður bæði stefnuna um sjálfstæði þjóðarinnar sem og gildi íhaldsmanna, en veðja þess í stað á hægri kratisma, sem krónprinsessa flokksins, Þórdís Kolbrún var andlit fyrir að þá gleymdi hún einu.

Samkeppninni við aðra hægrikrata flokka, Viðreisn og Samfylkinguna.

Með sína öflugu leiðtoga, Hönnu Katrínu og Kristrúnu.

Já, já og Þorgerði Katrínu.

 

Hvort nýjasta útspilið, að shanghæja Jón Gunnarsson á listann, geri einhvern diff, veit tíminn einn.

En Jón setti niður við að þiggja brauðmolann og brandarinn um breytingu á löggjöf um hvalveiðar, lítilsvirðir kjarna flokksins, það er eins og það að vera íhaldsmaður, hægri maður, Sjálfstæðismaður, snúist um það eitt að fá hvalkjöt á diskinn.

 

Eftir stendur.

Forysta Bjarna Benediktssonar, sem reis upp eins og fuglinn Fönix þegar hann loksins mætti kúgun VG.

Gamli Bjarni er kominn og gamli Barni er öflugur.

Hann gefur Sjálfstæðisflokknum vigt sem aðrir leiðtogar hans gera ekki.

 

Breytir samt ekki að hann fyrirskipaði slátrunina á sjálfstæðismönnum flokksins.

Eftir öll þessi ár tók hann afstöðu með kratisma, með Eurokrötum gegn sjálfstæði þjóðarinnar.

Hann treysti á að sjálfstæðir íhaldsmenn myndu ganga jarmandi í dilkinn sem flokksforystan ætlaði þeim, þeir væru jú sjálfstæðismenn.

 

Þessi skoðanakönnun segir að sú ætlun Bjarna hafi mistekist.

Sem og að hægri kratar Viðreisnar og Samfylkingarinnar fiski betur en stelpurnar sem flokkurinn ákvað að veðja á.

 

En það skyldi enginn vanmeta Bjarna Benediktsson og styrk hans þegar á móti blæs.

Þá er Bjarni eiginlega sterkastur.

Þá gustar af honum.

 

En trúið mér.

Í kirkjugörðum landsins heyrist grátur liðinna Sjálfstæðismanna.

 

En þeirra kosningaréttur er liðinn.

Hins vegar veit ég ekki hvort þeir sem lifa heyri þann grát.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ný könnun: Sjálfstæðisflokkur dalar og VG botnfrosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúsan.

 

Eða var snúið svo fast uppá handlegg Jóns Gunnarssonar að brakabrestirnir náðust á mælum??

Þá er nú reisnin hjá Sigríði Andersen.

 

"Ég yfirgaf ekki flokkinn, flokkurinn yfirgaf mig".

Eða eitthvað þannig.

 

Það virðist að Þórdís hafi reiknað Jón rétt út.

Það var óhætt að fella hann.

Kveðja að austan.


mbl.is Verður sérstakur fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.10.): 311
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 6437
  • Frá upphafi: 1386506

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 5412
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 262

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband