24.10.2024 | 16:52
Það vinna ekki bara meðvirkir á Morgunblaðinu.
Meðvirkir sem réttlæta allan þann viðbjóð sem Stefán E. Stefánsson spyr Sönnu Magdalenu um hvort hún sé samþykk.
Skora á alla læsa, alla sem hafa vott af siðferðiskennd, og þaðan af meira, til að lesa þetta viðtal.
Stefán afhjúpar algjörlega hugsunarhátt samlanda okkar sem styðja voðaverk Hamas, og með bulli og vitleysu reyna að réttlæta voðaverk Íslamista um allan heim.
Eða það markmið þeirra að útrýma rúmlega 9 milljón manna þjóð, vegna átaka sem áttu sér stað fyrir rúmum 70 árum síðan.
Nauðganir, limlestingar, áður óþekktur óþekktur viðbjóður á 21 öldinni, aftaka barna með byssukúlum, það er þau sem voru heppin, sundurlimun með sveðjum í ungbarnarúmum, börn sem bera augljósleg merki um að hafa verið brennd lifandi.
Vörn Sönnu, Sólveigu Önnu og annarra sem styðja þennan viðbjóð, þessa viðurstyggð, er að þessi voðaverk þurfi að skoða í "sögulegu samhengi" svo ég vitni beint í viðtal Stefáns.
Stefán á miklar þakkir fyrir þetta viðtal.
En mér leikur forvitni á hvernig hann getur unnið á sama vinnustað og þeir blaðamenn Morgunblaðsins sem ganga meðvirkir í takt með Hamas og voðaverkum samtakanna, bæði þau sem voru framin í Ísrael þann 7. október 2023, eða tilgang þeirra, að kalla dauða og hörmungar yfir þjóð sína, vera tilbúin að fórna "mörg hundruð þúsund saklausir borgarar létust. "Þetta voru nauðsynlegar fórnir," er haft eftir Sinwar.".
Að fórna heilu samfélagi milljóna til að ná fram pólitískum markmiðum sínum um að útrýma Ísraelsríki og íbúum þess, sem eru rúmlega 9 milljónir í dag.
Í ljósi aðstæðna þá skil ég á vissan hátt menn eins og Sinwar, biturð þeirra varð ekki til úr engu.
En ég skil ekki hina meðvirku á Morgunblaðinu, í alvöru.
Ofstæki brenglar fólki oft sýn.
Þess vegna eru eldri forystumenn félagsskaparins Ísland-Palestína með langa ferilsskrá þar sem þeir lofsama voðaverk, hvort sem það var hjá kínverskum kommúnistum eða tilraun Rauðu khmerarna til að útrýma borgarastétt landsins eftir valdatöku sína.
Búandi að arfleið fólks sem réttlætti voðaverk Stalíns.
En eiginlega finnst mér hinir meðvirku eiga sér enga afsökun.
Og í ljósi þess sem þeir réttlæta með skrifum sínum og fréttamennsku, vera í raun eitthvað úr ranni þess sem kennt er við mannvonsku.
Eiga ekki ofstækið sér til afsökunar.
Að baki býr eitthvað óeðli sem þrífst á þjáningum annarra.
Þar sem meint gæska er réttlæting.
En er í raun réttlæting illskunnar.
Það er þó gott að ennþá vinni ærlegt fólk á Morgunblaðinu.
Kveðja að austan.
Sanna: Skoða þurfi barnagíslatöku í samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.10.2024 | 08:37
Sorgleg blaðamennska.
Það er fáheyrt að borgarlegt blað eins og Morgunblaðið skuli gefa áróðursdeild Hamas samtakanna svona mikið pláss til að fegra voðaverk sín og ábyrgðina á þeim hörmungum sem íbúar Palestínu ganga í gegnum í dag.
Það er vitað að Hamas hefur undirbúið þetta stríð í mörg ár. Wall Street Journal afhjúpað samskipti æðstu yfirmanna samtakanna þar sem þeir á kaldrifjaðan hátt ræddu um hvernig fyrirhugaðar morðárásir á Ísrael yrðu að framkalla heiftarárásir á íbúa Gasastrandarinnar, og þeir gerðu sér fulla grein fyrir að slíkt myndi kosta tugþúsundir landa þeirra lífið.
"Í einum skilaboðum til Hamas-liða í Doha vitnar Sinwar til sjálfstæðisbaráttu ríkja á borð við Alsír þar sem mörg hundruð þúsund saklausir borgarar létust. "Þetta voru nauðsynlegar fórnir," er haft eftir Sinwar. Sýna mörg skilaboð, sem voru meðal annars send til ýmissa sáttasemjara og erindreka í samningaviðræðum um vopnahlé, að Sinwar sé fullur sjálfstrausts um að Hamas geti haldið lengur út en Ísrael. "Við höfum Ísraela nákvæmlega þar sem við viljum þá," sagði Sinwar í nýlegum skilaboðum til Hamas-liða."
Já, lát hundruð þúsunda eru nauðsynlegar fórnir og við höfum Ísraela nákvæmlega þar sem við viljum hafa þá.
Í stríðsundirbúning sínum gerði Hamas meira en að grafa göng með tengingar við skóla og sjúkrahús þar sem hægt væri að gera árásir á væntanlega ísraelska hermenn, áróðursfólki var líka plantað um alla Evrópu, æft í frösum eins og "Palestína er ekki bara fyrir Palestínumenn, við eigum ekki í neinum vandræðum með að búa með kristnum mönnum eða gyðingum, allir sem eiga sér hlýju í hjarta geta búið þar, Jesús fæddist í Palestínu".
Hlálegur frasi í ljósi þess að Íslamistar hafa þurrkað upp byggðir kristinna og gyðinga við Miðjarðahafið, byggðir sem eiga sér mun eldri rætur en Íslam.
En frasar og áróður morðingja, þar sem stærst er ábyrgðin á mannfalli óbreyttra borgara Gasastrandarinnar, er yfirleitt í skúmaskotum alnetsins, líkt og hjá Breivik og skoðanabræðrum hans, sjaldgæft er að borgarlegur fjölmiðill gefi þeim vængi á miðlum sínum.
Réttlæti þannig meintar nauðsynlegar fórnir saklausra sem voru aldrei spurðir hvort þeir vildu deyja fyrir málstaðinn.
Líkt og fréttaritstjórn Morgunblaðsins gerir með því að birta þennan einhliða áróður Hamas samtakanna.
Mig langar að vitna í meðvirknina í þessu sorglega viðtali;
"Já já, við erum úti um allt, við erum með fólk í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar sem ræðir við fólk á götunni um þjóðarmorðið sem við viljum stöðva. Við viljum bara hafa frið, en ég bendi líka á að þegar ég segi við vísar það til þess að allt góðhjartað fólk finnur til með Palestínu, svarar hann og fær í staðinn þungavigtarspurningu um hvernig fólk taki honum þegar hann gefur sig á tal við það. Hvort einhverjir reiðist ekki eða fyrtist við, hringi jafnvel á lögregluna.".
Já, þungavigtarspurningin var að spyrja hann um viðbrögð fólks sem hann áreitti með áróðri sínum, en ekki að spyrja áróðursmanninn út í fullyrðingar hans, til dæmis ef hann vildi frið, af hverju væri hann ekki með risaborða með skilboðum til Hamas að sleppa öllum gíslum sem Hamas héldi föngnum?
Eða spyrja hann að ef honum er alvara að stöðva meint þjóðarmorð, af hverju krefst hann ekki að Hamas leggi niður vopn sín, hætti átökum innan um þjóð sína sem fellur umvörpum í þeim átökum?
Blaðamaðurinn hefði jafnvel líka geta spurt hann þeirrar þungavigtarspurningar, að fyrst hann væri fulltrúi Hamas hérna á Íslandi, hvort hann fyndi ekki til ábyrgðar, jafnvel samsektar vegna þessa meinta þjóðarmorðs, svona í ljósi þess að samtökin sem hann tilheyrir, hófu þessu átök, einmitt í þeim tilgangi að tugþúsundir samlanda hans myndu falla í þeim átökum.
Klassísku spurninguna um hver ber ábyrgðina á stríðshörmungum, sá sem hóf þau í þeim tilgangi að útrýma meintri óvinaþjóð, eða hin meinta óvinaþjóð sem bregst við með vopnavaldi því hún vill ekki láta útrýma sér.
Frömdu Bandamenn þjóðarmorð í Þýskalandi eða var ábyrgðin nasistanna sem hófu styrjaldarátökin meðal annars með einbeittum vilja sínum að útrýma slavnesku nágrönnum sínum í austri??
Og ekki hvað síst hefði blaðamaður Morgunblaðsins, þetta er jú borgarlegur miðill, geta spurt stærstu spurningarinnar, sem hefði afhjúpað innræti hins meinta friðeldandi áróðursmanns.
Varst þú einn af þeim sem hrópuðu og blístruðu í fögnuði Palestínuaraba víðsvegar í borgum Evrópu, þar á meðal í Reykjavík??
Daginn sem fréttirnar bárust af voðaverkum Hamas í Ísrael.
Stjórnlaus fögnuður fólks yfir drápum á óvininum þó það vissi að þau dráp myndu kosta þúsundir samlanda sinna sem hvergi gátu farið, líf og limi, sem og eyðingu byggðar þeirra.
Nei í meðvirkni sinni gerði blaðamaður Morgunblaðsins það ekki, vitið er ekki meira en guð gaf.
En vitið á að vera meira á fréttaritstjórn blaðsins.
Það á ekki að ganga í takt með morðingjum sem víla sér ekki fyrir að fórna "mörg hundruð þúsund saklausir borgarar", til að tryggja þær mannfórnir, láta liðsmenn sína fremja viðbjóðsleg hermdarverk svo ríkisstjórn Ísraels átti ekki aðra kosti en að taka slaginn í þéttbýli Gasa strandarinnar.
Rifjum upp hvaða mannlega viðbjóð fréttaritstjórnin er meðal annars að réttlæta;
"Videos filmed by Hamas include footage of one woman, handcuffed and taken hostage with cuts to her arms and a large patch of blood staining the seat of her trousers. In others, women carried away by the fighters appear to be naked or semi-clothed.
Multiple photographs from the sites after the attack show the bodies of women naked from the waist down, or with their underwear ripped to one side, legs splayed, with signs of trauma to their genitals and legs.
"It really feels like Hamas learned how to weaponise womens bodies from ISIS [the Islamic State group] in Iraq, from cases in Bosnia," said Dr Cochav Elkayam-Levy, a legal expert at the Davis Institute of International Relations at Hebrew University. "It brings me chills just to know the details that they knew about what to do to women: cut their organs, mutilate their genitals, rape. Itis horrifying to know this."". BBC 3. des 2023, ég feitletra vísanir í myndskeið tekin af Hamasliðum á morðvettvangi og ljósmyndir af fórnarlömbum þeirra sem blaðmönnum voru sýndar.
Í nafni málstaðar má sem sagt nota konur sem vopn í stríði, nauðga þeim, limlesta.
Það er það sem Morgunblaðið er að segja með þessari frétt.
Og Morgunblaðið vill endurskrifa söguna, það voru Bandamenn sem frömdu þjóðarmorð í Þýskalandi.
Nýnasistarnir höfðu sem sagt rétt fyrir sér.
Spurningin er, hvenær tekur Mogginn viðtal við einn slíkan?
Svona ef blaðið ætlar að vera sjálfu sér samkvæmt.
Af sem áður var.
Kveðja að austan.
Ég hef bara verið handtekinn á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 24. október 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar