Eltingarleikurinn við skottið.

 

Þeir þóttu ekki sérstaklega gáfulegir hundarnir í sveitinni sem eyddu heilu og hálfu dögunum í að eltast við skottið á sjálfum sér.

En miðað við þetta viðtal við formann grunnskólakennara þá virðast þeir ekki hafa verið svo vitlausir, mætti jafnvel halda að þeir væru hámenntaðir.

 

Kjör verða ekki til með eilífum samanburði, að þessi fái svona mikið, því á ég að fá svona mikið, og þá er þetta seinna svona hærri tala en hjá fyrra svona.

Kjör verða heldur ekki til með peningaprentun, það þýðir ekki að segja að ég vil fá milljón, eða tvær milljónir, jafnvel margar milljónir, ef það er ekki innistæða fyrir þeirri kröfu.

Og eins og fjárhagsstaða ríkis og sveitarfélaga er í dag, þá er engin innistæða fyrir launahækkun opinbera starfsmanna.

Allt sem er knúið fram með verkföllum leitar beint út í verðbólguna, og það vita allir hvað það þýðir, eru vextir ekki nógu háir nú þegar??

 

Kjör verða til með verðmætasköpun og ef kennarar vilja hærri raunlaun, þá ættu þeir að krefja stjórnvöld um að bæta skilyrði atvinnulífsins, til dæmis með lækkun skatta eins og tryggingargjaldsins.

Og ef þeir eru nógu djúpir á því, vilja virkilega jákvæða kjaraþróun, þá krefja þeir næsta alþingi að segja upp EES samningnum sem fyrir löngu er orðinn dragbítur á þróun atvinnulífsins með öllu reglufargani sínu.

Einnig yrði ágætis kjarabót að loka landamærunum, á meðan fólk flyst hraðar til landsins en við náum til að byggja fyrir það þak yfir höfuð, þá er viðvarandi síþensla og hávextir.

 

En að fara í verkfall til að knýja fram kjararýrnun er ekki gáfulegt.

Svei mér þá.

Kveðja að austan.


mbl.is Kennarar vilja meira en milljón í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna er rétti tíminn til að ljúka stríðinu

 

Er haft eftir Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Stríði sem átti aldrei að verða, stríði sem átti löngu að vera lokið, stríði sem hefur þróast útí lönguvitleysu.

 

Þá þarf Blinken að standa við orð sín, gera harðlínumönnum í ríkisstjórn Ísraels það ljóst að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við ísraelsku hernaðarvélina sé háður því að Ísraelsmenn lýsi því yfir að gegn lausn gísla, jafnt lifandi sem látna, þá fari þeir frá Gasa fyrir fullt og allt.

Láti íbúana þar glíma við Hamas og morðingjasveitir þess.

 

Þarna reynir á forystu Bandaríkjamanna.

Vonandi bregst hún ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is „Núna er rétti tíminn“ til að ljúka stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband