20.10.2024 | 18:16
Tiltektin.
Það er athyglisvert að sjá hvernig Samfylkingin innan Sjálfstæðisflokksins hefur hert tökin á flokknum eftir að Bjarni Ben greip feginshendi útgönguleiðina sem Svandís Svarvarsdóttir bauð honum á nýliðnum landsfundi VinstriGrænna.
Réttmæta ástæðu til að slíta stjórnarsamstarfinu fyrirvaralaust, og boða til kosninga með svo skömmu fyrirvara að flokksvél allra flokka ræður skipan framboðslista, enginn tími fyrir þessi leiðindi sem prófkjör eru.
Og ekki hvað síst, enginn tími til að skipta um kallinn í brúnni, en öruggt var að það yrði gert á landsfundinum í byrjun næsta árs.
Allir með opin augu sjá að Bjarni hefur vaxið við þessi stjórnarslit, þreytan og slenið er víðsfjarri, gamli forystumaðurinn mættur, skeleggur og drífandi.
Óvissan hins vegar var spurningin um hvar stendur Bjarni í pólitíkinni innan flokksins, hingað til hefur hann brúað bilið milli Samfylkingarinnar innan flokksins, þeirra þingmanna sem vilja afleggja sjálfstæði þjóðarinnar og afhenda Brussel æðstu völd í lagsetningu og múlbinda síðan framkvæmdarvaldið til að lúta ordum að utan, kennda við tilmæli ESA, og síðan gamla Sjálfstæðisflokksins, hinna borgaralegu íhaldsþingmanna sem vita hvað felst í að vera sjálfstætt íhald.
Ætli tiltektin í dag sýni ekki hvar Bjarni stendur í þeim innanflokksátökum.
Íhaldsþingmönnum var slátrað svo það sé sagt hreint út.
Eftir stendur flokkur sem mun örugglega endurnýta frasa gamla Sjálfstæðisflokksins, þykist tala gegn þjóðarskiptunum, og í orði tala gegn inngöngu í Evrópusambandið, sem má vel að vera rétt, eftir samþykkt bókunar 35 þá glatar þjóðin sjálfstæði sínu, og slagur um formlega inngöngu ekki fyrirhafnarinnar virði.
Síðan verður talað um lægri skatta, minna regluverk og eitthvað bla bla sem stelpurnar geta örugglega lært eins og alla hina frasana sem liggja þeim á tungu.
Þannig verður reynt að bregðast við tangarsókn Miðflokksins á lendur borgaralegrar íhaldsmennsku.
Spurningin hins vegar er hversu trúverðugt það verður þegar litið er yfir valinn, þeir þingmenn sem gátu gefið slíkri sýnd trúverðugleik, þeim var öllum slátrað, gamli Sjálfstæðisflokkurinn á ekki lengur fulltrúa á framboðslistum flokksins?
Sem og það er spurning hvort fleiri fylgi í fótspor Sigríðar Andersen yfir í Miðflokkinn.
Hvort tiltektin verði búmmerang sem hitt flokkinn illa í kosningafótinn, að íhaldssamir kjósendur í eldri kantinum, sem reyndar eru kjarnafylgi flokksins, sjái lítinn sem engan mun að kjósa Kristrúnu og Samfylkinguna, eða Þórdísi Kolbrúnu og Samfylkingu hennar innan Sjálfstæðisflokksins??
Kjósi þá annaðhvort Miðflokkinn eða hinn nýja Lýðræðisflokk Arnar Þórs Jónssonar.
Þetta veit náttúrulega tíminn einn.
En fróðleg var tiltektin.
Kveðja að austan.
Reynslumiklir þingmenn fengu ekki sæti á lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 20. október 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar