19.10.2024 | 22:47
Gjaldþrotið.
Stóra spurningin er samt um hvort gjaldþrotið er stærra??
Samfylkingarinnar, sem treystir sér ekki lengur í alvörustjórnmál, heldur treystir á þekktar persónur þjóðlífsins til að tryggja góð úrslit í komandi kosningum.
Eða almannavarna og sóttvarna þjóðarinnar þegar forystufólk þar nýtur sér störf sín þar til frama á vettvangi stjórnmálanna.
Eins og aumkunarverðustu áhrifavaldar samfélagsmiðlanna.
Þórólfur sagði vissulega að þetta væri ekki fyrir sig, en óskaði þeim Víði og Ölmu góðs gengis og sagði að framboð þeirra væri styrkur fyrir Samfylkinguna.
Sem er örugglega rétt, og væri styrkur fyrir hvaða flokk sem er, ef ekki væri sá hængur á að fólk sem fær athygli og umfjöllun fjölmiðla vegna starfa sinna í þágu almennings á hættutímum vegna náttúruváar eða heimsfaraldurs alvarlegra smitsjúkdóma líkt og kóvid veiran var, það á ekki að selja sálu sína stjórnmálaflokkum gegn öruggu þingsæti.
Því það skaðar ekki aðeins sitt eigið mannorð og æru, heldur stórskaðar það líka trúverðugleik þeirra embætta sem það gegndi.
Sem á hættutímum eru líklegast mikilvægustu embætti þjóðarinnar.
Þetta er svo sorglegt.
Þetta er svo mikið gjaldþrot stjórnmálanna.
En fyrst og síðast smækkun viðkomandi einstaklinga.
Smækkun sem vegur svo alvarlega að trúverðugleik þeirra embætta sem viðkomandi einstaklingar gegndu.
Og ég sem hélt að Kristrún væri leiðtogi.
Ha, ha, bjáninn ég.
Samt spyr ég, hvers á þjóðin að gjalda þegar fjöregg hennar er undir??
Sjálfstæði hennar og framtíð.
Er engin reisn eftir í stjórnmálum þjóðarinnar??
Eru þau orðin einn stór raunveruleikaþáttur í anda Survivor eða Bachelor??
Sýnd og froða án innihalds???
Stjórnmálin eru samt eins og þau eru.
Það minnkar samt ekki smán þríeykisins.
Aumingja þau.
Kveðja að austan.
Þetta er ekkert fyrir mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2024 | 11:14
Meðvirkni með morðóðum
Stríð ganga út á að drepa sem flesta andstæðinga þar til þeir gefast upp. Hafi hvorugur aðilinn til þess burði þá semja stríðsaðilar um vopnahlé þar til næst eða þar til annar aðilinn treystir sér í nýtt stríð til að sigra hinn meinta óvin.
Þegar fjallað er um stríð er talað um mannfall, að svo og svo margir féllu á vígvellinum, í stórskotaárásum eða loftárásum, ekki að fólk sé drepið því tilgangurinn er jú að drepa það. Fólk er hins vegar drepið þegar stríðinu er lokið, til dæmis féllu þúsundir kínverskra hermanna við vörn Nanjing, en eftir uppgjöf þeirra þá drápu Japanir tugþúsundir þeirra, ásamt fjölda óbreyttra borgara.
Þarna aðgreinir sögnin að drepa muninn á mannfalli í bardögum og morðum eftir að bardögum er lokið. Þegar er talað um fjöldamorðin í Nanjing er talað um drápin á óbreyttum borgurum og óvopnuðum hermönnum sem hafa gefist upp, inní þeirri tölu er ekki mannfall hermanna og óbreyttra borgara á meðan kínverskir hermenn vörðu borgina.
Af hverju þarf maður að fjalla um þessi augljósu sannindi eðlilegrar málnotkunar í pistli um fall eins af leiðtogum Hamas í bardögum í Rafah??
Jú, það er vegna þess að íslenskir blaðamenn, jafnt á Morgunblaðinu sem og á Ruv, hafa tekið einarða afstöðu með hinum fallna leiðtoga og voðaverkum hans.
Ekki í orði, þykjast alltaf fordæma morðárásir Hamas á Ísrael, en í verki með málnotkun sinni og fréttaflutningi.
Þegar fólk fellur í bardögum ísraelska hermanna og vígamanna Hamas, þá er það drepið, eins og um enga bardaga eða stríð sé að ræða.
Lægst lagðist líklega Rúv þegar fréttir af falli Yahya Sinwar bárust, að þá sagði fréttastofa þess að Sinwar hefði verið ráðinn af dögum.
Sem sagt þegar Rússar sátu um Berlín og tugþúsundir féllu, jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar, að þá var allt þetta fólk ráðið að dögum. Og á næsta ári þegar fall hennar er minnst, fall sem markaði endalok Þriðja ríki Hitlers, þá mun ríkisútvarpið tala um alla þá sem Rússar réðu af dögum í stríði þeirra við nasisma Þýskalands.
Það er stofnunin ætlar að vera sjálfri sér samkvæm í meðvirkni sinni með morðóðum.
Voðaverk Hamas, sem hinn fallni leiðtogi Yahya Sinwar bar meginábyrgð á, voru úthugsuð til að framkalla þau heiftarviðbrögð Ísraela sem heimsbyggðin hefur verið vitni af síðan þau voru framin þann 7. október 2023, engu skipti að þau myndu kosta tugþúsunda samlanda hans lífið.
Því tilgangurinn var æðri, lokamarkmiðið, að útrýma rúmlega 9 milljóna manna þjóð gyðinga í Ísrael.
Og því markmiði átti að ná með sigri í áróðursstríðinu, að hinir meðvirku myndu ná að einangra Ísraela á alþjóðavettvangi, þeim myndi þverra stuðningur, einangraðir gætu þeir ekki haldið út lengi í stríði sínu við araba.
Í því samhengi skipti fall hans og annarra leiðtoga Hamas ekki máli, það koma alltaf aðrir í staðinn.
Aðrir sem viðhalda þeirri taktík að verjast innan um óbreytta borgara, að herja á innrásarlið Ísraela innan um óbreytta borgara, herja úr skólum og sjúkrahúsum, hreiðra um sig á svokölluðum "öruggum" svæðum, í þeim eina tilgangi að tryggja sem mest mannfall meðal samlanda sinna.
Í trausti þess að hinir meðvirku séu það heimskir að þeir sjái ekki í gegnum þessa viðbjóðslegu taktík.
Kaldrifjuð hernaðaráætlun, en hefur gengið eftir fram að þessu.
Þess vegna deyr fólk í hrönnum á Gasa.
Þess vegna er fólk farið að deyja í hrönnum í Líbanon, þar vegna þess að meint friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna gerði ekki minnstu tilraun til að stöðva eldflaugaárásir Hezbollah á norðurbyggðir Ísrael.
Og hinir meðvirku með morðæðinu kenna þeim sem ráðist er á, þeim sem á að útrýma, um mannfallið.
Ekki í mínútu benda þeir á Hamas eða Hezbollah sem ábyrgðaraðila stríðsins og mannfallsins.
Ekki í mínútu benda þeir á að Hamas er að berjast á Gasa, ekki í mínútu benda þeir á að Ísraelar hafa réttmæta ástæðu til að herja á Gasa á meðan fólkið sem Hamasliðar rændu í Ísrael eru ennþá í haldi á Gasaströndinni.
Og ekki í mínútu krefjast þeir að Hamas leggi niður vopn til að stöðva þjáningar samlanda sinna.
Svo maður spyr sig.
Hverjir eru í raun sekir??
Hverjir bera í raun ábyrgðina á þessum vítahring drápa og eyðileggingar???
Ég á vissan hátt skil Hamas og hvað þeim gengur til.
Ég er bara ekki sammála þeim um að öll meðul helgi tilganginn.
Ég á vissan hátt skil harðlínumenn innan ríkisstjórnar Ísrael, það eru viss rök fyrir því að láta hart mæta hörðu.
En það eru samt mörk á öllu og það er ekki endalaust hægt að drepa fólk, eða það hefði maður haldið.
Síðan; hvernig geta menn trúað því að vítahringur ofbeldis sé lausn á sambúðarvanda þjóða og þjóðarhópa??
En ég get ekki skilið hina meðvirku, heimsku þeirra, sem að mínu dómi er frumorsök þess ofbeldis og eyðileggingar sem heimsbyggðin hefur verið vitni af síðustu mánuði og misseri.
Ef heimsbyggðin hefði frá fyrsta degi fordæmt voðaverk Hamas, fordæmt gíslatöku þeirra, síðan fordæmt samtökin yfir hvern einasta dag sem þau héldu gíslum sínum föngnum, þá væri þessu stríði löngu lokið, og tugþúsundir sem eru særðir, dánir, væri heilir, væru lifandi í dag.
Í stað þess að láta hina meðvirku taka yfir umræðuna, fólkinu sem finnst allt í góðu að öfgamenn og morðingjar ráði framvindu heimsmála.
Eins og fólk fatti ekki að það endar alltaf á sömu vegu, með báli og brandi þar sem enginn er óhultur fyrir stríði og voðaverkum.
Þar liggur sekt hinna meðvirku.
Hún er algjör.
Hina má þó skilja á vissan hátt.
Kveðja að austan.
Sinwar var skotinn í höfuðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 19. október 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar