18.10.2024 | 16:37
Stundum á maður ekki að þegja.
Og eftirhreytur Hrunins eiga ekki að smána okkur, okkur sem erum ennþá íslensk í landi okkar, okkur sem eigum minningar um ránið og ruplið í aðdraganda Hrunsins sem gerði þjóð okkar gjaldþrota.
Þar að baki voru margar leikfléttur, hvernig eitthvað sem var einskis virði, varð með tilbúnum kaupum gerenda Hrunsins að marg-milljarða milljóna króna virði.
Ein leikfléttan, eitt ránið var hvernig innherjakaup komu vesælli byggingarvörubúð upp fyrir skýin, svo jafnvel himnaríki náði ekki að fanga hinn braskaða veldisvöxt.
Í raunheimi féllu skuldir á almenning, en braskaralýðurinn sem upphóf verðmæti úr engu, og ef hann var ekki fullgráðugur, gat selt loftbóluna og varð ríkur á eftir.
Það þarf ekki að ræða sárindin, svívirðuna, eða hvernig lítilsgilt fólk í stjórnmálastétt okkar gekk í takt við að selja þjóð okkar í skuldaþrældóm ICEsave og ESB.
Þeir ræflar bjóða ennþá fram í dag, hvort sem við tölum um Viðreisn eða Samfylkinguna.
Það er hins vegar óþarfi hjá Morgunblaðinu að hæða lesendur sína, að hæða hina ennþá íslensku mælandi þjóð með svona fréttum.
Hvernig Hrungróðinn leitar út í hagkerfi veruleikafirrtra auðmanna, þeirra sem stálu, rændu, og hafa ekki einu sinni sómann til að halda sig til hlés á meðan þjóðin gerir ekki upp við Hrunið og Hrunverja.
Því væntanlegar kosningar snúast akkúrat um það og ekkert annað.
Að þjóðin losi sig við heljargreip þeirra flokka sem vildu selja hana í skuldaánauð og skuldaþrældóm Góða fólksins, og land okkar og þjóð yrði hjálenda hins evrópskra miðstýringarvalds kennt við Brussel.
Þá þarf Mogginn, með allan sinn bakgrunn að hæða okkur hin, við sem fæddumst íslensk, og erum það ennþá, hugsanlega ennþá meirihluti þjóðarinnar, þó líklegast ekki, en samt sá markhópur sem ennþá heldur íslensku blaði á lífi, og örugglega skiptir það máli að blaðið var einu sinni borgarlegt, með svona frétt.
"Hí á ykkur, ég seldi, ég græddi, fyrir mig eru milljónir eins og þúsund kallar hjá ykkur".
Eða eitthvað þannig.
Samt ekki skrýtið hjá blaði sem gengur í takt með morðingjum Hamas, vegsamar atlögum Íslamista að nútímanum, spyr ekki eðlilegra spurninga, af sem áður var.
Af sem áður var.
Það þurfti frétt í hinni innantómu kjaftasíðu Moggans til að Kveðjan frá austan sæi ástæðu til að pistla, þar að baki liggur langvinn gremja um upphafningu Hrunverja, og svo er reyndar alltaf gaman að lesa slúðrið.
Það hefur ekki breyst, hin sorglega breyting er yfirtaka kellinganna á fréttamennsku Morgunblaðsins, að blaðið sé hætt að verja vestræn gildi, að það lúti í gras í fréttamennsku sinni með morðæði Íslamistanna í Hamas, og þar með systrasamtaka þess voðafólks, Al-kaida, Ríki Íslams, eða hvaða heit sem morðóðir Íslamistar kjósa að kenna sig við.
Kellingarnar dansa í takt með miðaldaskrímslunum, sem hata allt sem þær standa fyrir.
Viljugri meðreiðarsveinar mannhaturs eru vandfundnir, nema kannski hjá þeim mannlega viðbjóði sem veitist að íslensku stjórnkerfi og ráðafólki þjóðar okkar, undir hrópunum; Free Palestína, sem útleggst á mannamáli; Við drepum og útrýmum níu-milljóna þjóð, hún má hins vegar ekki drepa okkur.
Af sem áður var með Morgunblaðið.
Ver ekki lengur borgarleg gildi, hæðist að áskrifendum sínum með þeirri frétt sem þessi pistill er tengdur við, og fékk Kveðjuna að austan til að skilja að stundum á maður ekki að þegja.
Takturinn með Hamas og morðingjum Íslamista, er hins vegar óskiljanlegur.
Gleymum því aldrei að borgarlegir fjölmiðlar nágrannalanda okkar hafa afhjúpað ógnarstjórn Hamas á Gasa, hvernig venjulegt fólk, fólk sem situr upp með drápin, átökin, eyðilegginguna, er misþyrmt eða drepið ef það segir sannleikann við fréttafólk vestrænna fjölmiðla.
Sem bendir puttann á meistrím fjölmiðla auðs og auðfyrirtækja þar sem eigendur þeirra sækja auð og gróða í átök og hörmungar meintra átakasvæða, sem líkt og Gasa ströndin var friðsæl þar til morðæðið blés til stríðsátaka sem hafa kostað tugþúsundir lífið, limlest og sært hundruð þúsunda. Algjör eyðilegging, lífið sem var, horfið.
Að baki þeirri svívirðu er meðvirknin, og þá er ég ekki að tala um meðvirkin innlends viðbjóðs Rúv og samtakanna Ísland-Palestína, sem telur morð á óbreyttum borgurum, að dráp á saklausum unglingum á friðartónleikum til stuðnings friðar í Palestínu, sem telur viðbjóðsleg morð á börnum vera part of the game; fyrir æðri dómi mun sá viðbjóður þurfa að svara til saka.
Heldur meðvirkni þeirra sem eiga að vita betur, hafa vald til að segja satt, en gera það ekki, það er jú gróði í átökum og hörmungum.
Fólkið sem veit betur, fær laun frá alþjóðasamfélaginu, en lætur eins og að baki hörmungunum á Gasa sé engin saga, aðeins einn her sem sækir að sínu fólki og drepur, að engir gíslar hafi verið teknir, aðeins illvilji ráðist á íbúa Gasa, án nokkurrar ástæðu, þar sé ekkert Hamas sem verst innan um óbreytta íbúa Gasa strandarinnar, að Íslamistar Hamas sé aðeins þjóðsaga, og gíslarnir hafi aldrei verið til.
Á þessa meðvirkni veðjuðu foringjar Hamas, þeirra skipun var að drepa sem flesta óbreytta íbúa handan Gasa strandarinnar, þeirra von var að ríkisstjórn Ísraels myndi fyrirskipa allsherjar árás á landið, þar ætluðu þeir að verjast með her sinn, og þar ætluðu þeir að nýta sér þéttriðið net jarðgagna til að koma upp á yfirborðið í skólum, á sjúkrahúsum, á þegar yfirlýstum griðasvæðum Ísraelshers, vitandi að það myndi kosta dráp tugþúsunda, algjörlega eyðingu byggðar og innviða, en það væri aðeins fórnarkostnaður þess að fá hina meðvirku til að benda á gyðingana í Ísrael, en ekki voðaslóð Íslamista um gjörvöll Mið-Austurlönd.
Meðvirkni sem gekk eftir.
En meðvirkni sem afsakar ekki Morgunblaðið og kellingarnar sem ganga í takt með Hamas.
Þar eru mörkin sem maður á kannski ekki að þegja yfir, en hefur samt oftast þagað, því hvernig getur grjótvala í lygnum læk hamlað árstreymi ofsarigningarinnar??
Hvernig rífst maður við hagsmuni þeirra sem græða á mannlegum viðbjóði og djöfulskap??
Hvernig grætur maður þegar vígi mennskunnar falla??
Svo maður smækki tilefnið; Að kellingar Morgunblaðsins gangi í takt með Hamas??
Jú, það þurfti montfrétt um Hrunverja sem hæddi okkur hin með að flagga auð sínum innanlands í stað þess tóms himingeymisins sem ekkert nemur, ekkert er mælt, svona fræðilega, en hjá svívirti þjóð, eyðir auðnum í útlöndum, lifir þar sínu flottræfilslífi.
Sem á að vera frétt í slúðurblaði.
En ekki Morgunblaðinu.
Þar lágu mörkin.
Mogginn með sína sögu getur betur en þetta.
Ef ekki, þá á maður ekki að þegja.
Kveðja að austan.
Inga Lind greiddi 380 milljónir fyrir glæsiíbúðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 18. október 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar