9.1.2024 | 14:06
Ísland ber skyldur.
Katrín Jakobsdóttir varð ber að kjarkleysi þegar hún ákvað að verja lögbrjótara innan ríkisstjórnarinnar, ráðherrann væri hafin yfir lög og reglur.
Verra er þegar Katrínu skorti kjark gagnvart manni sem telur voðaverka gagnvart konum og börnum réttlætanleg sem vopn í stríði.
Kjarkleysi Katrínar gagnvart lögbrjótnum Svandísi Svavarsdóttur er kannski skiljanlegt, því ef Svandís hefði verið látin sæta ábyrgð líkt og aðrir krimmar, þá hefði hún tekið ríkisstjórnina með sér, það öflugur er gamli stalínisminn í kringum Svanhvíti.
Þar er Katrín forsætisráðherra, stjórnmálamaður, en femínistinn Katrín, móðirin Katrín á að standa ístaðið gagnvart feðraveldi sem svívirðir, nauðgar, limlestir og myrðir.
Katrín átti að segja Hjálmtý Heiðdal að hún hefði ýmigust á manni sem teldi það réttlætanlegt að líkami kvenna væri notaður sem vopn í stríði, og hún átti að segja honum að konur hafa þagað of lengi.
Hún átti að segja honum að hún skammist sín fyrir þögnina þegar þetta blóðuga feðraveldi skar brjóstin af nauðguðum konum í borgarstríðinu á Balkanskaga, og að þögn femínista hafi verið æpandi þegar hið sama feðraveldi nauðgaði og skar síðan brjóstin af sigruðum stríðskonum Kúrda í kjölfar innrásar Tyrkja á heimalendur Kúrda í Sýrlandi. Og hún viti að ekki var mikið sagt þegar hið sama blóðuga feðraveldi nauðgaði, myrti, svívirti jafnt kristnar konur sem og konur af trúarhópi Jasída í Írak og landamærahéruðum Sýrlands.
Alltof lengi hafi konur þagað, alltof lengi hafi mæður þagað, alltof lengi hafi femínistar þagað.
En nú sé komið nóg af þögninni.
Hún geti ekki lengur stutt þetta blóðuga feðraveldi, nauðganir,limlestingar, sem vopn í stríð verði ekki lengur liðið, allavega meðan hún fær einhverju um ráðið.
Sama hver á hlut, sama hver réttlætingin er.
Þetta blóðuga feðraveldi sem kennt er við Íslam og Íslamista, þarf að stöðva.
Þar liggja skyldur Íslands.
Katrín Jakobsdóttir gat líka bent þessum manni sem finnst það "alltí góðu lagi" að limlestingar og nauðganir á konum, jafnt frá kornungum til aldraðra, séu hluti af vopnabúri hinna "réttlátu", að það er þjóðarmorð að gera morðárásir á landsvæði meintra óvina þar sem eini tilgangurinn er að drepa allt kvikt.
Það er eins og það gleymist oft í umræðunni hér á Íslandi í dag, enda er henni stjórnað af fólki sem sér ekkert athugavert við morð, nauðganir og limlestingar, ef því er beint af "réttu" fólki eins og til dæmis íbúum Ísrael eða vestrænum kennslukonum sem voga sér að segja múslímskum unglingsstúlkum frá nútímanum.
En þetta á Katrín að vita og hún á ekki að láta Hjálmtýr Heiðdal vaða yfir sig á blóðugum skóm feðraveldisins.
Hún gat líka bætt því við að íslensk stjórnvöld leggi hart að Ísraelum að gæta hófs í árásum sínum og gefa almennum borgurum tækifæri á að forðast vígahópana sem berjast við ísraelska innrásarliðið.
En samtökin Ísland Palestína gætu líka lagt sitt af mörkum með því að skora á hið blóðuga feðraveldi á Gasa að leggja niður vopn sína og hlífa þannig samborgurum sínum.
Það voru jú morðárásir þess sem hóf styrjöldina sem bitnar svona hart á óbreyttum borgurum Gasastrandarinnar, og það eru vígasveitir þess sem berjast innan um óbreytta borgara, sem viðhalda stríðsátökunum.
Ef hún væri kvikindi í sér, þá gæti hún líka bent þessum stuðningsmanni hins blóðuga feðraveldis að það væru aðallega konur og börn sem falla á Gasa, er skýring þess að ræflarnir fela sig í jarðgöngum sínum á meðan konurnar og börnin er í skotlínu Ísraela??
Katrín gat nefnilega sagt svo margt.
En sagði ekki.
Hún gat staðið með kynsystrum sínum.
En til þess hafði hún ekki kjarkinn.
Að mæta hinu blóðuga feðraveldi.
Þar sem nauðganir og limlestingar kvenna eru vopn.
Í stað þess kóar hún með.
Kveðja að austan.
Benda á að Ísland ber skyldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 9. janúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar