4.1.2024 | 17:18
Góða fólkið er svo fyndið.
Það er eins og stefna þess í innflytjendamálum, komi því sífellt á óvart.
Samt er það með sömu stefnu og Svíar, það sem diffar á milli er tímamunurinn, við erum svona tíum árum á eftir, en tímaglasið tæmir sig hraðar hjá okkur, við erum þegar komin með morð og sprengjuárásir, glæpagengi hafa yfirtekið dyravarðabransann, og þegar farin að beita vopnum til að verja sitt yfirráðasvæði.
Því dyravarslan er lykillinn að fíkniefnasölunni.
Og tugir ef ekki hundruð barna okkar missa líf sitt vegna þess, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Maður hefði getað haldið að það gæti samt lært af reynslu Svía.
Til dæmis að kæfa útþenslu glæpagengja í fæðingu.
Einfalt ráð er til dæmis að svipta allar ölkrár og veitingahús rekstrarleyfi ef skipt er við glæpagengi um dyravörslu.
En Nei, við ákváðum þess í stað að leigja iðnaðarhúsnæði undir skrípadómstól sem átti að dæma í ofbeldis og manndrápsmálum þessara glæpagengja.
Skrípadómstól segi ég því það er augljóst að mikið fjárflæði er frá eiturlyfjasölu glæpagengjanna til dómstóla landsins, hvernig sem það er fóðrað.
Það þarf síðan ekki að ræða lögfræðistéttina, hver þarf leigumorðingja í dag á meðan menn hafa efni á góðum lögfræðingi??
Ástandið á aðeins eftir að versna.
Því í dag er sænska ríkisstjórnin í alvöru farin að ræða að senda herinn inní hverfi innflytjenda til að ná stjórn á þeim.
Úr höndum glæpagengja.
Sú hótun er ekki orð út loftið, í dag er verið að þjálfa hermenn í átökum í íbúðarhverfum, ásamt því undirbúa neyðarlöggjöf til að stöðva helstu málaliða glæpasamtakanna, lögfræðinga og meðvirka dómara.
Borgarstyrjöld er yfirvoðandi í Svíþjóð og það fær ekkert hana umflúið.
Eina spurningin er, hver sigrar þau átök.
Nema sænsk stjórnvöld eru ekki ein í þeim undirbúningi, það sama er að gerast í Frakklandi, Þýskalandi og víðar, og það eru ekki meintir poppulistaflokkar sem undirbúa þau átök.
Og ef eitthvað rétthugsandi góðmennið hristir hausinn yfir þessum fullyrðingu þá er vitað að franska lögreglan er komin að þolmörkum sínum að berjast við innflytjendaskríl í hverfum þeirra í París og víðar, og þýsk stjórnvöld fengu rauða aðvörun þegar múslímskir innflytjendur réðust að þýsku lögreglunni til að fagna nauðgunum, drápum, limlestingum á óbreyttum borgurum í Ísrael, annað rautt spjald verður ekki gefið þar í landi.
Hér hins vegar er Góða fólkið svakalega hissa, og í stórkostlegri afneitun gegn raunveruleikanum.
Birtingarmynd þess er margskonar, en sú gráglettnasta var tilnefning fulltrúa einhverja samtaka sem berjast fyrir óheftum innflutningi flóttamanna, þeir eru svona sirka 100 milljónir í dag, til Íslands, vissulega Stórasta lands í heimi, en samt aðeins 103 þúsund ferkílómetrar, þar að 11 þúsund í byggð, og af þeirri byggð ógnar eldgos og eldhæringar búsetuskilyrðum þéttbýlustu svæðanna.
Svo erum við bara rétttæplega 300 þúsund, þó mannsalsiðnaðurinn (frjálsa flæði Evrópusambandsins er aðeins birtingarmynd hans) hafi fjölgað kennitölum í tæp 400 þúsund, það er samt langur vegur frá þeirri tölu í 100 milljónir sem málflutningur Samtaka um opin landamæri kalla á.
Þau samtök eru vissulega fjármögnuð af mannsals og flóttamannaiðnaði heimsins, þeim iðnaði glæpamanna sem er arðbærastur í dag, en hefðu samt lítið vægi nema vegna stefnu Góða fólksins, sem upplifir góðmennsku sína á hverjum degi með því að fá sífleiri innflytjendur, helst litaða, til að vinna hin meintu skítastörf þjóðarinnar, það er störfin sem Góða fólkið getur ekki hugsað sér að vinna, og myndi deyja af tilhugsuninni ef börn þess myndu vinna í stað þess að háskólamennta sig.
Það er nefnilega ekki glæpalýðurinn sem ber meginábyrgð á því augljósa óefni sem íslenskt samfélag er komið í.
Þetta hyski fer aldrei lengra en það kemst upp með. Það tilnefnir ekki í útvalda hópinn sem fær sénsinn að verða Maður ársins, það er ekki það sem kóar með, aðeins fjármagn þess leggur línurnar, en forsenda þeirrar umræðustjórnunar er meðvirkni og hugmyndaheimur þess fólks sem er svo gott að það er kallað Góða fólkið.
Svo fær maður svona frétt.
Að það sem er þrautreynt annars staðar, hafi reynst jafn illa hér.
Og sama hissið, og sömu barnalegu útskýringarnar.
Við höfum ekki staðið nógu vel að málum, við getum örugglega gert miklu betur en Svíarnir.
Nema að engir hafa reynt eins mikið og sænsku velferðarkratarnir.
Og það eru þeir sem loksins hafa gert innanhúsplagg þar sem þeir viðurkenna gjaldþrot draumsýna sinna, og að Svíaþjóðademókratarnir höfðu rétt fyrir sér allan tímann.
Nema að hálfvitar eins og þeir eru, hafi ekki vitsmuni til að tækla hina óhjákvæmilegu borgarstyrjöld.
Sú viðurkenning er í fáu annað en umpólun danskra jafnaðarmanna þar sem hún Mette breyttist úr Óla Palme í eitthvað afbrigði af Mússólíni, landamærunum á að loka, og það á að ganga á milli bols og höfuðs á skipulagðri glæpastarfsemi.
Nema að Metta greyið hefur ekki þau alræðisvöld sem Mússólíni hafði þegar hann braut þarlend glæpasamtök á bak aftur, en viljinn er sá sami, aðeins tímahjólið hægara.
Á meðan hefur Góða fólkið áhyggjur af fjölgun rána og ofbeldisbrota, það er þó virðingarvert.
Það hlýtur samt að fagna að við ætlum að stórfjölga innflutning á fólki sem fagnaði og blístraði þegar óbreyttir borgarar voru skotnir á færi, börn skotin í bílstólum fjölskyldubíla, þau bútuð í stykki í rúmum sínum, þó samt heppin, ef þau lifðu þá voru þau bundin og brennd lifandi.
Svo var það náttúrulega nauðganirnar og allt hitt.
Þetta kallast að fagna að flýta óumflýjanlegri borgarstyrjöld Þjóðverja við slík gæðablóð rétthugsunarinnar.
Að fyrst hurðin hafi hvort sem er verið opnuð fyrir Feigðinni, þá sé um að gera að galopna hana.
Bál og brandur, vissulega útlægur úr öllum barnasögum og ævintýrum, var jú stefið í Ragnarökum, og hvað er þjóðlegra en það??
Nema að Góða fólkið er ekki þjóðlegt.
Það er án vits og vitsmuna, innantómt eftir sílærdóm á klisjum og heilaþvotti tómhyggjunnar, sem hefur enga trú, ekkert siðferði, lætur samt ekki klisjurnar um góðmennsku þess og réttlætisvilja, stöðva sig í stuðning við þrælastefnu auðróna Glóbalsins, við hið frjálsa flæði mannsals og fátæks fólks sem mannar störfin sem öll undirstaða samfélagsins hvílir á.
Það er gráðugt, en i heimsku þess sér það ekki að í þeirri græðgi er fall þess fólgið.
Því þrælarnir nenna ekki að skúra eða færibanda, þeir glæpa.
Og þeir eru skipulagðir.
Og munu landið erfa nema við tökum Svíana á þá.
Verður svo??
Þar er efinn.
Eins og Helgi Hálfdánar sagði.
Kveðja að austan.
Áhyggjuefni að ránum og ofbeldisbrotum fjölgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 4. janúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar