29.1.2024 | 07:58
Undrið
Það virðist hafa komið einhverjum á óvart að heimafólk á Gasa sem vinnur fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna skuli styðja Hamas og markmið samtakanna um að útrýma nágrannaríkinu Ísrael, og miðað við morðárásirnar 7. október, öllu kviku líka. Kannski spurning hvort heimilishundarnir fái að lifa.
Hafi einhver efast um afstöðu íbúa Gasa, þá ættu allar þær efasemdir hafa horfið þegar Gasabúar sjálfir birtu myndir á samfélagsmiðlum um "stuttu" þjóðhátíðina þegar lík misþyrmdra kvenna voru borin í skrúðgöngu um götur Gasaborgar.
Og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Gasa eru ekki geimverur sem voru fegnar frá öðrum hnöttum til að gæta hlutleysis, þeir eru íbúar strandarinnar, hluti af samfélagi sem er gegnsýrt af hatri útí gyðinga og kristna, og trúleysingja líka svo við höldum því til haga ef Góða fólkið telur sig öruggt fyrir hatri Íslamista.
Allt fjármagn sem rennur til Gasastrandarinnar er fjármagn til Hamas því Hamas er Gasa og Gasa er Hamas.
Eldflaugarnar, þúsundir á þúsundir ofan, sem skotnar voru á Ísraelríki 7. október og vikurnar þar á eftir, borga sig ekki sjálfar, neðanjarðarkerfi Hamas sem er mun veglegra en allir skólar á Gasaströndinni, kostar peninga.
Og Hamas er ekki með áskrift á vinningum í Eurolottó.
Hamas er hins vegar með áskrift á fjármunum almennings vestrænna landa, og nýta þá fjármuni samviskusamlega, bruðla sko ekkert.
Morðárásirnar voru ekki gerðar með kampavínsflöskum ef einhver skyldi halda það, og það er ekki varist með kavíar gegn ísraelsku innrásarliðinu.
Þetta er allt vitað, og skrýtið að góðviljaðir menn eins og Biden skuli allt í einu núna vakna upp við vondan draum og undrast að íbúar Gasa vilja útrýma nágrönnum sínum í Ísrael.
Biden er samt hætt við að undrast, hann er í þeirri stöðu að þurfa læra margt nýtt á hverjum degi, oft það sama reyndar, en elli kerling er nú eins og hún er.
Núverandi utanríkisráðherra, Bjarni Ben, hefur ekki afsökun Bidens, og því er undrun hans á raunveruleikanum brosleg.
Í hvaða heimi hefur hann lifað, eða hvar hefur hann haldið sig fram að þessu??
Þykjast vera eitthvað hneykslaður á að stofnanir Sameinuðu þjóðanna á Gasa skyldu vera skálkaskjól Hamas samtakanna.
Taka þar með þátt í einhverjum skrípaleik sem leikinn er af hlutdrægu forystufólki Sameinuðu þjóðanna, um að raunveruleikinn komi því alveg svakalega á óvart.
Það er ekki sú forysta sem íhaldsfólk ætlast af honum, Bjarni þarf að fara átta sig á að hann er ekki að keppa við Kristrúnu um formannsstólinn í Samfylkingunni.
Við vitum að það er neyð á Gasa.
Neyð sem íbúar þar vissulega kölluðu sjálfir yfir sig, en þeir fengu þó sína "stuttu" þjóðhátíð fyrir vikið.
En neyð engu að síður.
Þá neyð þarf að tækla.
Þú hjálpar fólki í neyð.
Þú fordæmir hins vegar gjörðir þess.
Reynir aldrei að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta.
Það er bara önnur saga.
Kveðja að austan.
Kennarar á vegum UNRWA fögnuðu hryðjuverkum Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. janúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar