28.1.2024 | 15:30
Harmsögur sem snerta alla.
Eru fylgifiskar stríða.
Lærdómurinn af þeim er sá að þess vegna hefja menn ekki stríð.
Og þeir sem hefja stríð, bera ábyrgðina á þessum harmsögum.
Vilji menn ekki lesa fleiri svona harmsögur, þá krefjast menn þess að þeir sem hófu stríðsátökin með morðárásum sína á annað land, leggi niður vopn, í stað þess að verja sig innan um óbreytta borgara.
Geri menn það ekki, snúa hlutunum á hvolf, krefja þann ráðist var á, að leggja niður vopn sín, þá taka menn afstöðu.
Þá afstöðu að Glæpir gegn mannkyni sé réttlætanlegir í átökum þjóða, og ef sá sem fremur þá, felur sig innan um óbreytta borgara, þá sé hann stikkfrí, það megi ekki sækja að honum.
Mannlegir skildir hans geri hann ósnertanlegan, hann megir ráðast á önnur ríki, myrða þar og drepa.
Þetta er sjúkt og upphafið af endalokum siðmenningarinnar ef Hamas kemst upp með voðaverk sín.
Á meðan deyja börnin á Gasa eins og var ætlun Hamas allan tímann, líf þeirra var aðeins vopn í hatrammri áróðursherferð gegn ríkisstjórn Ísraels.
Með þeim ásetningi að koma endanlega í veg fyrir allar friðarumleitanir í Miðausturlöndum, eða íbúar svæðisins geti búið saman í þokkalegum friði, og einbeitt sér að því að byggja upp mannsæmandi framtíð fyrir börn þeirra.
Svona frétt og framsetning hennar, ásamt öðrum fréttum af sama meiði í Morgunblaðinu, sýna að voðamennirnir sem stjórna Hamas, mátu stöðuna rétt.
Hvort börnin sem dóu, bæði í Ísrael og á Gasa, séu eitthvað bættari með það, er önnur saga.
En blóð þeirra er ekki á höndum þeirra vígamanna Hamas sem frömdu voðaverkin í Ísrael, eða á höndum þeirra ísraelska hermanna sem sækja að þungvopnuðum vígamönnum sem verjast í þéttbýlum Gasa.
Blóðið er á höndum þeirra sem þekkja ekki sið, taka afstöð með hinni tæru illsku, vinna í þágu hennar.
Voðamennirnir sáu fyrir viðbrögð þeirra og þess vegna voru börnin drepin, þess vegna var myrt, nauðgað, limlest.
Þar liggur harmur siðmenningarinnar í dag.
Voðamenn afla sér stuðnings með Glæpum gegn mannkyni.
Þeir eru hetjur dagsins í dag.
Kveðja að austan.
Skotin til bana með barnabarnið sér við hlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 28. janúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar