22.1.2024 | 15:35
Game over
Það leggur enginn fram vantraust á ráðherra sem glímir við krabbamein.
Þar liggja mörk, og þau ber að virða.
Megi guð og gæfa fylgja Svandísi í stríði hennar við hinn illvíga andstæðing.
Megi hún hafa sigur.
Batakveðjur að austan.
Svandís í veikindaleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2024 | 08:44
Mogginn og stuðningurinn.
Yfirlýsing Hamas samtakanna frá því í gær þar sem samtökin réttlæta morðárás sína á Ísrael þann 7. október, felur í sér tímamót því í fyrsta skiptið játa samtökin að mistök hafi átt sér stað.
Glæpirnir gegn mannkyni voru sem sagt mistök.
Þessi viðurkenning virðist hafa skilað sér inná fréttastofu RUV, því í fyrsta skiptið frá því að fréttastofan tók afstöðu með Hamas í stríðinu sem samtökin hófu, þá er það tekið fram að sum fórnarlömb Hamas hafi verið drepin á hrottalegan hátt.
Hrottalegt er væg lýsing á Glæpum gegn mannkyni, ungabörn bútuð niður í rúmum sínum, önnur aðeins eldri brennd lifandi, konum og unglingsstúlkum nauðgað, þær limlestar, síðan aflífaðar eins og hverjar aðrar skepnur.
En sinnaskipti engu að síður, hvort sem útvarpsstjóra hafi ofboðið stuðninginn við Glæpi gegn mannkyni og fengið sálfræðing til að útskýra fyrir fréttafólki að slíkt gerir aðeins fólk sem er sjúkt á sál og sinni, eða að fréttamenn hafi sjálfir áttað sig á alvarleik þess að styðja hryðjuverkasamtök sem hafa gerst sek um Glæpi gegn mannkyni.
Það eru jú til lagabálkar sem banna slíkan stuðning.
Blaðamenn Morgunblaðsins, eða allavega hluti þeirra, eru hins vegar ósnortnir af slíkri iðrun eða bakþönkum.
Þeir geta ekki þaggað niður sannleikann um voðverk Hamas, því meir að segja UN Women þurfti að viðurkenna að gyðingakonur væru líka konur og nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir nægar sannanir væru um að voðaverkin væru Glæpir gegn mannkyni.
En voðafólkið er hægt að styðja á annan hátt.
Fólk sem telur Glæpi gegn mannkyni réttlætanlega í stríði, réttlætir viðbjóð með vísan í einhverja kúgun, er í raun á sama plani og þeir sem viðbjóðinn fremja.
Það er mannlegur viðbjóður, og við eigum að feisa það fólk, fordæma.
Heimurinn er fullur af þjóðum og þjóðarbrotum, þjóðfélagshópum, minnihlutahópum, sem upplifa sig kúgaða, og réttlæting á voðaverkum eins hóps, er réttlæting á voðaverkum þeirra allra.
Þess vegna berjast mannréttindasamtök gegn slíkum voðaverkum, stríð eru eitt og stríð drepa, en nauðganir, limlestingar, að myrða fólk á sem hroðalegasta hátt, eru annað, og mannréttindasamtök hafa náð því í gegn að slíkir glæpir, séu skilgreindir sem Glæpir gegn öllu mannkyni.
Mannlegur viðbjóður, sem hefur fest rætur hér á Íslandi, dreifði blaðsneplum yfir gesti Kringlunnar í gær.
Eitthvað sem venjulegt fólk virðir ekki viðlits, enda er venjulegt fólk ekki sjúkt á sál og sinni og styður ekki voðamenni sem brytja niður ungabörn, brenna börn lifandi, nauðga og limlesta unglingsstúlkur sem sóttu friðar og ástartónleika.
Viðbjóðurinn fékk hins vegar athygli Morgunblaðsins, og samviskusamlega birtir blaðið yfirlýsingu viðbjóðsins, og með stórum stöfun birtir það nöfn þeirra fyrirtækja sem hinn mannlegi viðbjóður vill slaufa.
Sökin, að gyðingum sem Íslamistar hafa ekki ennþá náð að drepa, eiga eða stýra viðkomandi fyrirtækjum.
Og til að bíta höfuð af skömminni þá fylgir fréttinni myndband þar sem linsunni er beint af nöfnum fyrirtækjanna, svo nöfn þeirra fari örugglega ekki framhjá þeim sem lesa fréttina.
Mannlegur viðbjóður er alltaf örminnihluti hjá hverri siðaðri þjóð þó hann eigi sér alltaf einhverja viðhlæjendur.
En hann nær ekki eyrum almennings, blaðsneplarnir sem upphófu Glæpi Rauðu Khmreanna gegn mannkyni voru aðeins lesnir af örminnihluta, Þjóðviljinn tók kannski undir en enginn borgarlegur fjölmiðill.
Það eru því mikil vatnaskil að lesa þessa frétt á Mbl.is.
Að sjá hvernig blaðið rýfur þagnarmúrinn og gengur erinda mannlegs viðbjóðs í stríði hans við mennskuna.
Hvernig blaðið tekur afstöðu með voðafólki og morðingjum.
Ekki í leiðurum heldur í fréttaflutningi.
Það er til fólk sem réttlætir svona stuðning við voðaverk Íslamista með vísan í mannfallið á Gasa.
Þau átök þarf að stöðva, en það er ekki gert með því að styðja þann aðila sem hóf það stríð, með því að réttlæta voðverk hans, eða horfa framhjá þeirri staðreynd að mannfallið á Gasa er vegna þess að voðamennin verjast innan um óbreytta borgara.
Sem og það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd, að ef mannkynið sættir sig við Glæpi gegn því, þá er út um það, endanlega.
Lærdómurinn af Seinna stríði orðinn að engu.
Voðaverk Hamas er einn hlekkur í langri keðju voðaverka Íslamista um allan heim.
Stuðningur við þau er um leið réttlæting á öllum fyrri voðaverkum Íslamista, sem og þeim sem eiga eftir að koma.
Það er vegferð Morgunblaðsins í dag.
Hvort sem hún er með vilja ritstjóra eður ei.
Smán blaðsins er sú sama.
Kveðja að austan.
Hvöttu gesti til að sniðganga ísraelsk fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. janúar 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar