Kommon Guðni, hættu þessu væli.

 

Ég var ekki beint aðdáandi Guðna Té þegar hann bauð sig fram til forseta, maður sem kinnroðalaust vildi selja þjóð sína í skuldahlekki alþjóðlegar auðróna var ekki efstur á vindsældarlista mínum.

 

En Guðni vann á, og í dag vil ég ekki eiginlega vera án Guðna.

Sjaldan hef ég séð einn mann vaxa í embætti sínu og skyldu eins og Guðna, hann hefur verið góður forseti, og mætti mín vegna vera það áfram um langt árabil.

 

Hins vegar skil ég það vel að Guðni, sem er ungur maður, með fjölskyldu, og hvernig sem á það er litið, þá er viss klemma fyrir börn sem vilja lifa sínu eðlilegu lífi, að eiga pabba sem forseta.

Jafnvel þó hann sé eins frábær og Guðni Té.

Að hann vilji stíga út, hefja nýjan feril, sem örugglega verður farsæll.

 

Hvað sem togast á, milli embættis og fjölskyldu, milli þess að vera og vilja vera í náinni framtíð, þá gat Guðni samt hætt með reisn.

Reisn sem væl hans er ekki.

 

Eins og Guðni sé aftur orðinn ungi óöryggi maðurinn sem sagði eitthvað sem vélráðir klöppuðu honum á bak fyrir.

Það fylgir jú óörygginu, skortinum á sjálfsmynd, að kóa með þeim sem þú heldur að eigi sviðið, jafnvel þó þeir séu þrælahaldar hins alþjóðlega fjármagns, og leppar þeirra og skreppar á Íslandi gangi erinda þeirra.

 

Forsetatíð Guðna hefur einfaldlega ekki einkennst af þessu óöryggi, hann var hann sjálfur, en samt um leið virðulegur forseti.

Sem sameinaði, sem fólki fannst vænt um.

 

Það er ekkert að því að hætta.

En menn hætta ekki vælandi Guðni.

 

Komon.

Kveðja að austan.


mbl.is „Enginn var eða er ómissandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband