Það má segja Nei.

 

"Ég er orðinn hundleiður á að fólk segi mér hvaða skoðanir ég má hafa, og hvaða ekki.  Ég er fullfær um að móta mína eigin skoðanir sjálfur".

Þetta er nokkurn veginn rétt tilvitnun í athugasemd skeleggs frænda mína á feisbókarsíðu hans, þar sem greinilegt var að hann var búinn að fá uppí kok á umræðustýringu rétthugsunarinnar sem gegnsýrir allt samfélagið.

 

Ef þú gerir athugasemdir við eitthvað, eða tjáir skoðanir þínar um eitthvað sem er í umræðunni, þá verður þú að passa þig mjög á að hafa ekki móðgað einhvern, eða eitthvað, og jafnvel í kjölfarið sakaður um meintan rasisma, kvenfyrirlitningu, hatursorðræðu gagnvart viðkvæmu fólki, hægri popúlisma eða eitthvað þaðan af verra.

Og maður heyrir það svo vel í daglegri umræðu að fólk er búið að fá uppfyrir kok af þessari umræðustjórnun og skoðanakúgun.

 

Fólk má nefnilega segja Nei við því sem það mislíkar.

 

Þú skilur alveg gildi mannúðarstefnu og það sé reynt að hjálpa fólki í neyð, en það er ekki það sama að þú megir ekki orða réttmætar efasemdir um vinnubrögð sjálftökuliðsins í flóttamannabransanum, sem auk þess að láta eins og okkar fámenna þjóð geti endalaust tekið við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum heimsins, að það beiti öllum hugsanlega lagaklækjum til að vinna gegn gildandi lögum.

Og þú ert ekki rasisti þó þú spyrjir þeirrar réttmætu spurningar hvort ekki sé hægt að verja fjármunum betur en nú er gert, að þeir komi raunverulega að gagni hjá þeim tugmilljónum sem gista flóttamannabúðir heimsins, og eru algjörlega háð aðstoð alþjóðasamfélagsins.  Eða snýst þetta bara um að hjálpa því fólki sem hefur efni á að fljúga til Íslands, það er ekki í flóttamannabúðum.  Hvað væri hægt að tryggja mörgum börnum og mæðrum lífsnauðsynlega næringu eða nauðsynlega grunnmenntun fyrir þann kostnað sem fellur á íslenska ríkið vegna sjálftöku lagaklækjameistarana, sem spila sig góðmenni með feitan tékka í rassvasanum frá íslenskum skattgreiðendum.  Skyldi einn svoleiðis feitur tékki duga 10 mæðrum og börnum þeirra, til dæmis í Súdan, eða Líbanon, til næringar og menntun barna þeirra??

Þú mátt líka spyrja þeirrar réttmætu spurningar, svona í ljósi þess hvernig flóttamannaiðnaðurinn keyrir inn fólk hingað, eigum við ekki að byrja á að líta okkur nær.  Hvað skyldu mörg íslensk börn þjást vegna þess að BUGL er vanfjármögnuð og biðlistarnir komnir langt út fyrir þolmörk neyðarinnar??  Hvað margar dragtir, hvað margar utanlandsferðir, hve margar Teslur hafa verið keyptar, hafa verið keyptar fyrir sjálftökuna, það veit enginn, en það er vita að það væri hægt að útrýma biðlistum BUGLAR fyrir brot af þeim fjármunum.

Við megum segja Nei við þessu, við megum spyrja réttmætra spurninga, og við eigum kröfu um að fá svör, en ekki skipulagðar svívirðingar hinna meintu umræðustjórnanda og smáfólksins sem gengur erinda þeirra.

 

Við megum líka segja Nei við því að það sé markvisst verið að skipta um þjóð í þessu landi.  Það er ekkert eðlilegt við það að innflytjendur sem og erlent farandvinnufólk nálgist að vera um helmingur íbúa landsins.  Og síðan til að tryggja að við týnumst í mannhafinu, að hver afkimi landsins sé yfirfylltur af erlendum ferðamönnum.

Og við séum ekki gjaldgeng í samfélaginu ef við erum ekki mælt á erlenda tungu.

Ágætur maður orðaði þetta sjónarmið í grein fyrir nokkru og spurði stjórnvöld þeirrar réttmætu spurningar hvort það væri yfirlýst stefna þeirra að skipta út íslenskri þjóð og íslenskri tungu, hann vildi bara fá að vita það, því ef svo væri sá hann ekki ástæðu til að búa hér lengur, því það var þjóðin og tungan sem batt hann við skerið.

Svo réttmæt var spurningin að umræðustjórnendurnir fengu einhvern prófessor í íslensku til að tala niður til mannsins, ýja að rasisma, benda síðan á að fólk af erlendum uppruna hefðu áður flutt til landsins, til dæmis Baskar á 15. og 16. öld, og síðan væri það bara níska innlendra atvinnurekanda að tíma ekki að kenna farandvinnufólki sínu íslensku.  Og smáfólkið klappaði upp málafylgju hins lærða meistara.

En hver vogar sér að kalla það viðhorf rasisma að eiga þá frómu ósk að íslenska þjóðin sem lifði af harðindi liðinna alda, að hún lifi ekki af velmegun þeirrar 21. aldar án þess að eyða sjálfi sér innan frá.  Fólk þarf ekki að vera sammála þessu viðhorfi, en það hefur engan rétt að þagga það niður með upphrópun um rasisma. Sem og hve rök hins lærða prófessors voru heimsk, auðvitað hefur þjóðin blandast á liðnum öldum, og henni örugglega til góðs, en sú blöndun hefur ekki verið talin í innflutningi á tugum þúsunda og þar með reglulega orðið þjóðarskipti.  Og til hvers ættu þeir sem nýta sér þjónustu erlendra farandverkamanna að kenna þeim íslensku, íslenskan er á hröðu undanhaldi og vart lengur notuð í hótel og veitingabransanum, sem og að sá sem nýtur sér ódýrt vinnuafl, hann vill að það vinni, honum nákvæmlega sama á hvaða tungumáli viðkomandi tjáir sig á.

En forheimskan hins vegar afhjúpar innihaldsleysi varnarinnar, við erum að skipta út þjóðinni, við erum að skipta út íslenskunni fyrir ensku, það er faktur, eina spurningin er hvort við séum sátt við það, eða viljum spyrna á móti.

Og við megum segja það, við megum segja Nei.

 

Tilefni þessa pistils er samt mál málanna í dag, meint hatursorðræða gagnar trans og hinsegin fólki.

Og það er rétt, margt miður fallegt hefur verið sagt, og miðað við frásagnir kennara þá virðist einhver örminnihluti verið genginn úr límingunni og mætir öskrandi og æpandi í kennslustofur og talar um núverandi kynfræðslu sem barnaníð.

Þetta þarf að tækla, en menn tækla þetta ekki með stóra stimplinum; Hatursorðræða.  Því það er greinilega eitthvað í gangi sem hefur ofboðið fólki.

 

Og fólki má ofbjóða og tjá það án þess að fá þennan stimpil, að móðursýki vitleysingarhjarðarinnar sé notuð sem réttlæting fyrir þeirri vörn að um hatursorðræðu sé að ræða, og rökum sé svarað með viðtölum við fólk sem telur sig eiga erfitt í núverandi umhverfi, að það upplifi bakslag, og óttist jafnvel um líf sitt.

Vitleysisganginum á að svara, og um að gera að upplýsa almenning um að öll þessi umræða sé mörgum erfið, en það réttlætir það ekki að fjöldinn fái stimpil vegna umræðu örminnihlutans sem er eins og hann er, en hann er ekki við.

 

Það má vel vera að nýjasta útfærslan á kynfræðslu sé réttmæt, en þá þarf að útskýra að fyrir fólki, en ekki svara því með skæting eða þöggunartilburðum.

Og handhafar þess sannleika þurfa að gera sér grein fyrir því að ef fólki bregður, þá bregður því, og það er réttur þess.

Það væri þá ekki í fyrsta skiptið þar sem framþróun tímans hafi farið gegn núvitund samfélagsins um hvað það meðtekur, og hvað ekki, og þá er það bara vinna að kynna nýjungarnar eða hina nýju hugsun, en ekki sýna þann hroka; "Ég veit betur", og knýja svo fram breytingar gegn siðvitund fjöldans.

Fjöldinn þarf ekki að hafa rétt fyrir sér, en það ber að virða hann, og það ber að virða ólík sjónarmið.

 

Hvernig transfólk var dregið inní þessa umræðu er mér hulin ráðgáta, líklegast er undirliggjandi pirringur hjá hinum almenna út af umræðu ótengdri hinni meintu kynfræðslu, grunar að það hafi eitthvað með árásir umræðustjórnenda á tungumálið og skynjun fólks hvað er rétt og rangt.  Það er til dæmis rangt að kalla konur legbera, og bein árás fáviskunnar á heilbrigða skynsemi fólks. 

Eða að fólki mislíkar að upplifa að það sé ekki lengur talað um jafnræði heldur sérræði, að krafa örminnihlutans um að fá að vera hann sjálfur, felist í því að við, öll hin, 99,99% hættum að vera við sjálf, eða þessa sífeldu umræðu um hve þau eiga bágt eða eitthvað, af hverju falla þau ekki inní hópinn með full réttindi á við okkur hin?

Það er enginn að flagga fyrir okkur, eða mála göturnar fyrir okkur, common og þá er vísað í ofurathyglina á réttindabaráttu hinsegin fólks eins og það séu ekki fleiri sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum.

 

Veit ekki en þarna held ég að trans og hinsegin fólk sé fórnarlömb þess pirrings sem grafið hefur um sig lengi, og kristallast í því að þú mátt ekki segja Nei, þú mátt ekki hafa skoðun ef hún fer gegn boðaðri skoðun rétthugsunar og þeirra sem vilja stjórna umræðunni.

Að fólk sé búið að fá nóg af svívirðingunum, útskúfuninni, slaufuninni eða hvað sem þetta heitir allt saman.

Og þessi pirringur fái útrás á þeim hópi eða hópum sem rétthugsun Góða fólksins og umræðustjórnanda þess hampar mest í augnablikinu.

Að trans og hinsegin fólk sé að verða gyðingar okkar tíma.

 

Því auðvita kemur þessi skoðanakúgun og umræðustjórnun þeim ekkert við.

Þetta er aðeins hópar sem grímulaust vald auðránsins notar til að ná fram markmiðum sínum.

Hentar vel því það er svo auðvelt að láta þessa hópa upplifa sig sem fórnarlömb.

Á meðan hugsar fólk ekki um af hverju að svo er fyrir okkur komið að þó efnahagslíf okkar hafi aldrei verið öflugra og þjóðin aldrei skaffað meira, að þá gengur æ verr að fjármagna innviði þjóðarinnar, eða fólki gengur æ verr að uppfylla grunnskyldu lífsins, að tryggja lífinu sem það ól, öruggt skjól

 

En þetta er reyndar bara mín skoðun, þarf ekki að vera réttari en hver önnur.

En ég má hafa hana.

Og ef menn eru ósammála, og vilja tjá þá skoðun sína, þá gera þeir það með rökum, ekki þöggun.

 

Ég má segja Nei við það sem mér mislíkar.

Fólk má segja Nei við það því sem mislíkar.

Alveg eins og það má segja Já.

 

Það er réttur þess.

Það er réttur okkar.

 

Alveg eins og þöggun og skoðanakúgun Góða fólksins og rétttrúnaðar þess er Óréttur.

Leitni til alræðis, helsis og fjötra.

 

Ég má segja Nei.

Það má segja Nei.

Kveðja að austan.


Bloggfærslur 22. september 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband