15.7.2023 | 19:24
Sú sem þjónar.
Hvort sem það er kvóta eða fjármagni.
Segir Nei.
Nei við réttlæti, umhverfisvernd, sanngirni.
Það fyndna er að viðkomandi er ráðherra í flokki sem kennir sig við vinstri, það er jafnrétti og bræðralag, og "grænt", það er að samfélag okkar og atvinnuvegir eiga að starfa saman með umhverfinu, í sátt.
Leitun er að sanngjarnari bón en þeirri sem smábátasjómenn biðja um í dag, sanngirni sem má alveg kenna við jafnrétti og bræðralag, og umhverfisvænni veiðar er ekki fundnar í dag, jafnvel þó allir kóandi sófakommar landsins leiti með Hubble sjónaukanum sem nam hið smæsta í alheiminum og nemur ennþá í dag.
En nemur ekki umhverfisvænni veiðar.
Ef eitthvað er kaldhæðni, þá er það flokkurinn sem Svandís Svavarsdóttir fær umboð sitt frá.
Að hún skyldi ekki hafa verið rekin þegar hún réðst að vinnandi fólki með því að stöðva hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast.
Jafnvel stórkapítalisminn á ekki mörg slík hryllingsdæmi mannfyrirlitningar og það veit allt ærlegt vinstri fólk.
Samt situr Svandís í þeirra umboði, og bætir aðeins í.
Gegn Vinstri og gegn Grænum.
Vissulega þjónandi sínum húsbændum, en ekki fólkinu sem kaus hana.
Samt þegir það.
En ég hef heyrt að það er brambolt í kirkjugörðum borgarinnar.
Því einu sinni var vitað að vinstri þýddi vinstri, og það skipti máli.
Og margir börðust og árangur náðist, og féllu frá sáttir.
Sáu ekki fyrir sér svikin sem seinna urðu.
Þó aumir í dag kói með.
Þá voru þeir ekki aumir sem féllu í rás tímans.
Allavega þeir mótmæla í dag.
Kveðja að austan.
63 þorskhausar inni á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 15. júlí 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar