Það þarf stórslys!!

 

Segir langþreyttur björgunarsveitarmaður á heimsku mannanna.

Eins og hann viti það ekki að Samfylkingin mælist yfir 30% fylgi.

 

En það er ekki endalaust hægt að passa fíflin.

Og löngu kominn tími á að hætta því, það á ekki að þurfa stórslys til þess, aðeins heilbrigða skynsemi.

 

Líklegast var ömurlegast að hlusta á fundinn hjá almannavörnum að kveldi gosdags, þar sem tilmælum þetta og tilmælum hitt var beint að fólki.

Líkt og almannavarnir trúi því að þær hafi hvorki boðvald eða lögregluvald.

Það er því ekki skrýtið að limirnir dansi eftir höfðinu, kaos og ringulreið.

 

Kjarninn er sá að ef einhver hegðun er ekki liðin, þá er hún ekki liðin.

Við henni á þá að liggja sekt, eða jafnvel fangelsisvist ef ekki annað dugar.

 

Að koma ábyrgðinni yfir á sjálfboðaliða björgunarsveitanna er fáránlegra en sjálfur fáránleikinn.

Er í raun gjaldþrot vanhæfs stjórnvalds.

Sem beinir tilmælum til fólks í stað þess að stjórna því.

 

Að opna fyrir umferð inná lífshættulegt svæði er síðan sér kapítuli.

Hverjum dettur slíkt í hug??, ef aðstæður er hættulegar þá á að banna aðgang, vilji menn leyfa fólki að njóta, þá á slíkt að gerast eftir fyrirfram´ ákveðnum leiðum, og útsýnisstaðurinn á að vera öruggur.

Annað er ekki óábyrgt, heldur glæpsamleg vanhæfni.

 

Það á nefnilega ekki að þurfa stórslys til að fólk gæti að sér.

Almannavarnir, hið lögskipaða stjórnvald á að koma í veg fyrir slík slys, slíkur möguleiki á aldrei að vera í umræðunni.

 

Klénust rökin eru að fyrst að lögleysa Villta vestursins er ekki leyfð, að þá brjóti fólk bara boðin og bönnin, og reyni hvort sem er að koma sér í lífshættulegar aðstæður.

Lög og reglur eru sem sagt tilgangslaus, því fólk gæti brotið lögin, farið á svig við þau, eða eitthvað.

Hvaða kjaftæði er þetta??

 

Vitleysunni þarf að linna.

Þeir sem ábyrgðina bera, þurfa að axla hana.

 

Eða víkja ella.

Kveðja að austan.


mbl.is Barnalegur frekjuskapur: Fúkyrði frá Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband