Ég ræð.

 

Því ríkið er ég, sagði Lúðvík konungur 14., kenndur við sólina.

Þessi orð hans eru táknræn fyrir þann tíma sem kenndur er við einveldi, þar sem furstinn fór með allt framkvæmdavald, en var vissulega bundinn af grunnlögum samfélagsins, þeim fór hann ekki gegn, hann þurfti að breyta þeim fyrst, og fá samþykki þegnanna fyrir því.

 

Gegn þessu einræði reis borgarstéttin upp og þróaði það sem var kallað borgarlegt lýðræði, ætli við tölum ekki um lýðræði í dag.

Sagan vill samt alltaf endurtaka sig og stundum er sagt að hún fari í hringi.

 

Við Íslendingar upplifum í dag eitt tilbrigði við slíkan hringsnúning, ríkisstjórn okkar virðist vera skipuð fólki sem iðulega segir; Ég er ríkið, ég ræð öllu, og fer svo sínu fram óháð hvað öðrum finnst, samráðherrum, samstarfsflokkum, þingi eða almenningi.

Ríkisvaldið er í raun orðið smákóngaveldi, ríkisstjórnin aðeins stjórn að nafninu til.

 

Ég ræð sagði Svanhvít Svavarsdóttir þegar hún svipti hundruð manna lífsafkomunni daginn áður en veiðar á hval áttu að hefjast.

Gerræði sem hún veit að hefði gert Stalín frænda stoltan væri hann ennþá meðal vor.

Að sjálfsögðu klappaði Góða fólkið hana upp, enda missti það ekki vinnuna.  Undirliggjandi er algjör fyrirlitning á vinnandi fólki, hlutskipti þess og örlögum.  Enda fylgir það afsiðun samfélaga að siður er tröllum gefinn.

 

Ég ræð sagði Svandís kotroskin og ennþá ræður hún.

Núna ræður hún því að bregðast ekki við aukinni fiskgengd á miðum smábáta, vitnar í Exelinn sem kannast ekki við að gjafir Náttúrunnar eru breytilegar eftir árferði.

Hvað þá að Exelinn viti að fiskgengd á mið einstakra landshluta fer eftir umhverfisaðstæðum en ekki dagsetningunni sem skráð er í Exelinn.

 

Um sanngirni er ekki spurt, eða þá  heilbrigðu skynsemi að aðlaga veiðar að náttúrunni en ekki Exelskjalinu.

Hvað þá að spyrja þeirrar spurningar hvort smábátamið á Norður og Austurlandi séu ekki vannýtt eftir tilkomu kvótakerfisins því víðast hvar hafa hefðbundnar veiðar lagst af og ekkert komið í staðinn.

Fiskurinn er þarna samt sem áður, bara ónýttur.

 

Sanngirni, að taka tilliti til venjulegs fólks, jafnvel að íhuga hvernig hægt er að styrkja viðkvæmar byggðir, ekkert af þessu fer í gegnum huga Svanhvítar Svavarsdóttur, og hún veit hvar skal höggva.

Venjulegt fólk er þar efst á lista, Hrunsaga hennar sannar það.

Hrunsaga hennar sannar líka að hún fer aldrei gegn valdinu, hinu raunverulega valdi.

Gegn kvóta- eða fjármagnsaðli.

 

Ég ræð segir Svanhvít, en ég þjóna.

Og ég hlýði.

 

Hvernig einhverjum datt í hug að Svanhvít myndi gera annað en að gera ekki neitt varðandi veiðar smábáta er mér hulin ráðgáta.

Einu sinni undirlægja, alltaf undirlægja, það er bara í eðli mannskepnunnar.

 

Trúgirni líka.

Það er til fólk sem trúir því í einlægni að Svanhvít sé bæði græn, vinstri og róttæk og það trúir því jafnvel líka að flokkur hennar sé vígi vinstrimennskunnar á Íslandi.

Svo er verið að gera grín að mér þó ég trúi á álfa og huldufólk.

Fólk bara trúir ýmsu, það er bara svoleiðis.

 

Það sem er, er hins vegar.

Og eitt af því er að Svanhvít Svarsdóttir trúir því í fyllstu einlægni að hún ráði.

 

En það er bara ekki svoleiðis.

Hún þjónar.

 

Bara ekki okkur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Strandveiðar stöðvaðar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband