Sólveig, stattu á sannfæringu þinni.

 

Með rökum hefur þú krafist afsagnar Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara, fyrir að hafa vanvirt embætti sitt og ganga erinda annars deiluaðilans.

Krafan um afsögn Aðalsteins er óhjákvæmileg eftir að hann lét það út úr sér við fjölmiðla, á sínum fræga blaðamannafundi minnir mig, að hann teldi rétt að leyfa félagsmönnum Eflingar að kjósa um samninga Starfsgreinasambandsins.

Eins og það sé hans hlutverk.

 

Ráðherra skirrast við, enda gengur hann líka erinda annars deiluaðilans, og fær þessa lýsingu frá fyrrum ráðherra VinstriGrænna; ".. í stað þess með froðusnakki að heimta fyrir hina ríku svo þeir geti kynnt græðgis ofninn sinn og orðið enn ríkari.".

Eftir stendur aðeins þú, sannfæring þín og hins vegar maður sem hefur fyrirgert rétti sínum til að gegna embætti sínu.

 

Það er því visst stílbrot að mæta á fund hjá Aðalsteini Leifssyni, jafnvel þó einhver ólög segi að það sé sama hvað menn skandalis í embætti sínu, þá megi þeir ennþá gegna því ef samtrygging dómstóla og ríkisvalds býður svo.

Ég legg því til Sólveig Anna að í nafni hagræðingar þá látir þú lögguna sækja þig á fundinn um leið og hún sækir kjörskrána fyrir Aðalstein.

 

Sú hagræðing hlýtur að gleðja talsmenn þeirrar hagræðingar að hagræða laun ræstingafólks á opinberum stofnunum niður fyrir lágmarksframfærslu, og það á að vera þeirra eina gleði sem þeir fá í þessari deilu þinni við siðblinduna sem lagst hefur eins og mara á samfélag okkar.

Annars eru það bara stálin stinn, mundu að þú hófst ekki þessa deilu, en þér var falið að leiða hana til lykta í þágu lands og þjóðar.

Því við erum jú öll Efling.

 

Sumir eiga bara eftir að fatta það.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekkert formlegt fundarboð borist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 241
  • Sl. sólarhring: 597
  • Sl. viku: 4689
  • Frá upphafi: 1329251

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 4134
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband