Negldu fyrir glugga Sólveig Anna.

 

Lýðræðið er komið í þrot þegar ólögum er beitt til að buga stéttarfélög og neyða uppá þau kjarasamninga sem þau vilja ekki sjá.

Með því að meina þeim að nýta lögbundinn verkfallsrétt sinn, með því að knýja fram ólýðræðislega miðlunartillögu.

 

Það er kjarni málsins og snýst ekki um neitt annað.

Kemur í raun hvorki Eflingu eða Samtökum atvinnulífsins nokkuð við.

Heldur er þetta þróun frá lýðræði til annað hvort stjórnræðis eða einræðis.

Svipuð leið og til dæmis ofsatrúar og öfgafólk er að fara í Ísrael í dag.

 

Og ef einhver skyldi ekki fatta það, vera það takmarkaður í sinni eða dómgreind, þá er það sömu ólög að segja miðlunartillögu fallna, þó hún sé samþykkt af meirihluta greiddra atkvæða, ef fjöldi greiddra atkvæða nær ekki 25% af kjörskrá.

Þá myndi heyrast hljóð úr horni, hjá þeim sömu sem þegja í dag, því þeim finnst það sjálfsagt að slík ólög beygi verkfalla skúringakvenna sem og annarra láglaunahópa.

Í úrkynjun frjálshyggjunnar og hins frjálsa flæðis Góða fólksins er sú speki siðaðs fólks að þú skulir ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þér sjálfum sé gert, löngu gleymd og grafin.

Enda þar sem þetta fólk gengur laust og fær að sýsla með fjármuni og ýmis fjöregg þjóðarinnar, þá ná orðin ormagryfja eða ýldupyttur ekki að lýsa því í raun sem á sér stað í kringum það.

 

Lýðræði þarf að verja.

Mennskuna þarf að verja.

Og nú er bolti varnarinnar hjá Eflingu.

 

Sólveig Anna.

Negldu fyrir gluggana, ekki afhenda kjörskrána.

Láttu pakkið beita lögreglunni til að grafa það sem það sór að verja þegar þáði völdin sín frá þjóðinni, stjórnarskrána og lýðræðið.

 

Rétturinn er þín megin.

Kveðja að austan.


mbl.is Munu áfrýja ef dómur fellur ekki þeim í vil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 207
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 4655
  • Frá upphafi: 1329217

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 4105
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband