Skylda að ná kjarasamningum.

 

Segir Halldór Benjamínsson, og réttari orð í þessari kjaradeilu er ekki hægt að mæla.

En það er svo að maður getur aldrei gefið góð fyrirheit nema fyrir sjálfan sig, og í stað þess að vera sífellt að leggja inn orð fyrir forystu Eflingar ætti Halldór að líta í eigin barm og íhuga hvað hann og hans samtök geta gert til að liðka fyrir lausn deilunnar.

 

Til dæmis gætu Samtök Atvinnulífsins ályktað opinberlega að Aðalsteinn Leifsson eigi að draga miðlunartillögu sína til baka, og í kjölfarið segja af sér því hann er rúinn öllu trausti, aðkoma hans eftirleiðis herðir hinn fræga hnút kjaradeilunnar en liðkar ekki fyrir lausn hennar.

Skilji Aðalsteinn ekki sinn vitjunartíma, að hin meinta snjalla lausn hans, miðlunartillagan sé mesta skemmdarverk embættis hans frá stofnun þess, þá á SA að fylgja ályktun sinni eftir með því að skora á ráðherra vinnumarkaðarins að víkja Aðalsteini, rökin liggja öll fyrir, og þó afneitun þeirra hafi svo sem ekkert með vit að gera, þá er lítið vit í að reyna leysa erfiða kjaradeilu með því að hlaupa öllu í bál og brand í upphafi hennar og skemma mjög fyrir mögulegri lausn á síðari stigum hennar.

 

Samtök Atvinnulífsins geta síðan sagt að þó það sé ekki á þeirra valdi að hækka laun í Reykjavík það mikið að láglaunafólk þar eigi minnsta möguleika að leigja eða kaupa á viðunandi kjörum, að þá sé það skylda allra, bæði atvinnurekanda, ríkis og borgar að vinna að því koma böndum á hið Villta vestur húsnæðis og leigumarkaðarins, það hlýtur allt sanngjarnt fólk að sjá að ef fólk getur  ekki tryggt sér og sínum Þak yfir höfuð, þá er ekki hægt að biðja það sama fólk að sýna meinta ábyrgð og sanngirni í kjarakröfum sínum.

Til lengri tíma eiga menn að viðurkenna að eins mestu afglöp Íslandssögunnar var að leggja niður hið félagslega húsnæðiskerfi án þess að nokkuð kæmi í staðinn.

 

Til skemmri tíma verður að gera eitthvað til að draga úr þrýstingnum, Samtök Atvinnulífsins geta til dæmis lagt til að svona síðustu  10 hótel eða svo á höfuðborgarsvæðinu verði gert að loka, því það sér hver heilvita maður að fjárfesti getur ekki bara tekið ákvörðun að opna hótel án þess að nokkrir innviðir séu til staðar að mæta þörfum þess starfsfólks sem hann flytur inn í landið til að vinna á hóteli sínu.

Það þarf að segja sannleikann, fjölgun hótela er fyrir löngu orðin ósjálfbær, og innflutt starfsfólk þeirra hrekur þá sem fyrir eru út á gaddinn, því hópur einstaklinga yfirbýður alltaf fjölskyldur með einni eða tveimur fyrirvinnum, ekki nema laun þeirra séu þeim mun hærri.

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld þurfa síðan að meint góðmennska þeirra að galopna landið fyrir útlensku förufólki hefur aðeins þá beinu afleiðingu að húsnæðisskortur og þar með spenna á honum sé viðvarandi ástand.

Spenna sem hrekur láglaunafólk á gaddinn.

 

Það er nefnilega svo að það eru skýringar á hörku Eflingar, skýringar sem eru ekki til staðar á landsbyggðinni, og fólk á hrakhólum, eða sér megnið af launum sínum renna í leiguhítina svo ekkert er eftir fyrir minnsta vott af mannsæmandi lífi handa börnum þess, það er ekki tilbúið að skrifa uppá kjarasamning sem dugar ekki fyrir brýnustu þörfum þess.

Svarið hjá Samtökum Atvinnulífsins er ekki að segja; Við og okkar fólk höfum það gott og eigum ekki í nokkrum vandræðum húsnæði eða búa börnum okkar mannsæmandi líf.

 

Skilningur á þessu mun leysa þessa kjaradeilu.

Skilningsleysið herða hana.

 

Sökin er nefnilega ekki hjá Eflingu, sama hvað marga níðstafi Halldór Benjamínsson og félagar reisa til heiðurs Sólveigu Önnu og félögum hennar í forystu Eflingar.

Hún liggur nær honum.

Og það er skylda hans að bregðast við.

 

Því eins og maðurinn sagði.

Það er skylda að ná kjarasamningum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Efling stundi aðferðafræðina að „telja og velja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 329
  • Sl. sólarhring: 443
  • Sl. viku: 4777
  • Frá upphafi: 1329339

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 4199
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband