Stál í stál.

 

En augljóst er að samúð Morgunblaðsins er öll með Samtökum Atvinnurekanda.

Það væri alveg skelfilegt að þeir sem vinna störfin sem halda samfélaginu gangandi, hefðu í sig og á í fleiri daga en færri í mánuði.

Svo skelfilegt að einhliða áróður hinna tekjuhæstu, tröllríður bæði ritstjórnardálkum blaðsins, sem og að það hallar mjög á málstað láglaunafólks í fréttaflutningi þess.

 

Engin tilraun er að setja kaupkröfur Eflingar í samhengi við villimennsku hins frjálsa markaðar á leigu og húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins.

Eða spyrja hinnar réttmætu spurningar, hvað gengur Góða fólkinu til með baráttunni um galopin landamæri fyrir föru- og flóttafólk sem síþrýstir á þegar húsnæðisskort höfuðborgarsvæðisins.

Af hverju eru það hagsmunir þessa meinta Góða fólks að venjulegu fólki sé ókleyft að leigja húsnæði á mannsæmandi kjörum, eða að nýbyggingar anni aldrei eftirspurn eftir húsnæði??

Jafnvel Góða fólkið er ekki svo heimskt að fatta ekki að láglaunafólk er það fyrsta sem hrökklast af húsnæðismarkaðinum við slíkar aðstæður.

 

Nei, baráttu Eflingu á bara að kæfa með öllum ráðum.

Boðskapur Svartstakkana hjá Samtökum atvinnulífsins er alltaf frétt númer eitt, tvö og þrjú, svo eftir síbylju þess áróðurs, fær vissulega Efling að koma fram andmælum sínum, en hvað má ein rödd, þó kraftmikil sé, gegn margradda kór hins fjölskipaða hóps sem hefur sameinast gegn réttlátri kröfu láglaunafólks að það eigi í sig og á í landi alsnægtanna.

Atvinnurekendur, ríkisútvarpið, Morgunblaðið, Samfylkingin, og Góða fólkið svona almennt.

Sameinað í að kæfa Eflingu, að brjóta réttmætt verkfall félagsins á bak aftur.

 

Samt virðist ekki síður gneista af stáli Eflingar, og kyndilbera þess, Sólveigu Önnu, en stáli hins margfalda ofureflis sem sameinast hefur gegn þessari kjarabaráttu láglaunafólks.

Hnarreist mætir Sólveig Anna í viðtöl, það er eins og styrkur formæðra og forfeðra hennar sem börðust fyrir betra lífi, fyrir mannsæmandi lífi, gefi henni þann aukakraft að hún virðist ekki vera ein gegn margnum, heldur sé margurinn ósköp smár þegar stál hennar mætir þeim brandi sem fjendur hennar bregða gegn þessari réttlætisbaráttu Eflingar, að láglaunafólk sé líka fólk, borgarar þessa lands, með sama rétt og góðborgarnir.

Í raun ekki stál í stál, heldur stál gegn deigu járni þess ranglætis að telja nútímaþrælahald vera eitthvað sem vert sé að berjast fyrir.

 

Slík barátta er ætíð dæmd til að tapast.

Þeir sem verja níðingsháttinn verða aðeins aumkunarverðari eftir því sem þeir tefla fram fleiri lagaklækjum gegn réttlætinu.

Og þeim fækkar þegar þeir fatta að uppskera þeirra er aðeins háðung siðaðs fólks.

Hvað sem Steinarnir heita sem hlaðið er upp í varnarvígi óréttlætisins, þá falla þeir eins og múrar Jeríkó forðum, verja ekki það sem ekki er hægt að verja.

 

Það virðist vera stál í stál í dag.

En öllum er samt ljóst að stríð svartstakkana er tapað.

Verkbann þeirra er biti sem ríkisstjórnin fær ekki kyngt.

Ekki varið, því slík vörn yrði hennar banabiti.

 

Leitað er útgönguleiða.

Sú leið er aðeins fær ef hlustað er á réttmætar kröfur þess fólks sem heldur þjóðfélaginu gangandi, og nær ekki endum saman í dag.

Og það sé gert eitthvað sem skiptir máli.

 

Því þjóðfélag hins frjálsa flæðis, þjóðfélag sígræðgi og sjálftöku, innihaldslaus blaðurs (Dagísku) og upphlaupa er komið á endastöð.

Það annaðhvort hrynur eða endurnýjar sig.

 

Efling er aðeins barnið sem benti á hinn nakta keisara.

Fyrir það ættum við að þakka.

 

Því samfélag siðaðs fólks er ætíð þess virði að berjast fyrir.

Og verja þegar að því er sótt.

 

Þess vegna erum við öll Efling.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Segir ekki rétt að verkfallsboðun sé ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 108
  • Sl. sólarhring: 843
  • Sl. viku: 4556
  • Frá upphafi: 1329118

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 4027
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband