Samfylkingin gegn láglaunafólki.

 

Það er fyndið að Samfylkingin skuli vera valkostur hins svokallaða félagshyggju og vinstri fólks í dag.

Þessi ærulausi flokkur sem seldi þjóðina í skuldahlekki ICEsave samninganna, sem sigaði hrægömmum á íslenska alþýðu með afleiðingum að rúmlega 10 þúsund fjölskyldur, að stofni til láglaunafólk þar sem kjarninn var einstæðar mæður, var sett á guð og gaddinn, er alltí einu orðinn valkostur fyrir fólk sem telur sig standa fyrir betri heim.

Fyrir þann jöfnuð að allir eigi að geta haft í sig og á, að enginn sé þræll annarra, hvort sem það er nútímaþrælahald láglaunastefnunnar, eða vera þræll hrægamma og fjármagns.

 

Sagan er samt eitt, og vissulega hefur Samfylkingin skipað út því fólki sem seldi þjóð sína fyrir þann bitling að fá að þykjast ráða.

Kristrún er flott, um það er ekki deilt, og það er ekki heldur deilt um að bakgrunnur hennar sígræðgi og sjálftaka þess fólk sem telur það alltí góðu að þiggja hundruð milljóna í starfslokasamninga.

Ég á rétt á þessu sagði Kristrún, ég samdi um þetta.

 

Samt fortíð, en hið nýskipaða svokallaða verkalýðsráð Samfylkingarinnar er hins vegar ekki fortíð, heldur eitthvað sem gerðist eftir að réttlætisbarátta Sólveigu Önnu hófst, þar sem hún skoraði sjálftökuna og sígræðgina á hólm.

Munum að kaupkröfur Eflingar eru aðeins flís af þeirri böku sem sjálftökuliðið tók sér á liðnum árum, langt umfram svokölluð viðmið Samtaka Atvinnurekanda.

Og gegn Sólveigu Önnu sigaði sjálftökuliðið, þetta lið sem Kristrún Frostadóttir var hluti af fyrir svona 2 árum síðan, hælbítum sem allir eiga það sammerkt að vera í hið nýkjörna verkalýðsráði Samfylkingarinnar.

 

Einn hælbíturinn, sem er vonarstjarna verkalýðsráðs Samfylkingarinnar, ræðst núna beint gegn lögmætri kjarabaráttu Eflingar, hún telur sig eiga rétt á að kjósa um lögleysu ríkissáttasemjara sem níðingar, því það er níðingsháttur að réttlæta nútímaþrælahald, kalla miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Vonarstjarna verkalýðsráðs Samfylkingarinnar, væri aldrei vonarstjarna, nema vegna blessunar Kristrúnu Frostadóttur, fyrrverandi meðlimi í sjálftöluliðinu, núverandi valkostur hins svokallaða vinstri og félagshyggjufólks á Íslandi.

Það er eins og Samfylkingin hafi ekki treyst fyrirhuguðu verkbanni Samtaka Atvinnulífsins, heldur þyrfti að siga vonarstjörnunni fram á vígvöllinn.

Gegn réttmætri kröfu láglaunafólks um að geta hugsanlega lifað af launum sínum, jafnvel þó hundalíf væri.

 

Ef eitthvað afhjúpar eðli og tilgang fólks, þá er það þessi frétt Mbl.is, og þá er ég ekki að hnýta í Ólöfu Adolfsdóttir, hún er aðeins nytsamur sakleysingi sem er sigað til óhæfuverka.

Það er fólkið að baki sem sigar henni.

 

Og alltí einu fær það nýja merkingu að hafa horft uppá Láru V Júlíusdóttir gera sig að fífli í fréttum sjónvarpsins þegar hún fór gegn úrskurði Landsréttar, eða líklegast það sem er aumkunarverðast af öllu í þessari ömurlegu aðför Samfylkingarinnar að kjarabaráttu Eflingar, Kastljósviðtalið við Ásmund Stefánsson, þar sem öllum mátti vera ljóst að þar hefði ellin gert skráveifu.

Öll aðförin, allir hælbítarnir eru ekki úr ranni Samtaka Atvinnulífsins, sem leynt og ljóst vinnur að falli núverandi ríkisstjórnar, heldur er rótin öll úr skítakompum Samfylkingarinnar, sem reyndar líka leynt og ljóst vinnur að falli núverandi ríkisstjórnar.

 

Samt ofar öllu að sigra Eflingu, að brjóta réttmæta kjarabaráttu láglaunafólks á bak aftur, að viðhalda nútíma þrælahaldi á Íslandi.

 

Já, þetta er flokkurinn sem stór hluti þjóðarinnar treystir fyrir atkvæði sínu.

Vinstra og félagshyggjufólk á það sem sagt sammerkt með liðnu hvítu fólki Suðurríkjanna, að þrælahald sé þess virði að berjast fyrir, það tryggi gott líf og lífskjör, þar hjá eigendum plantekranna og fylgifiskum þeirra, hér hjá hinni háskólamenntuðu yfirstétt.

Uppreisn þrælanna skal kæfa með öllum ráðum.

 

Reyndar mistókst það í Suðurríkjunum eins og frægt er orðið en það má alltaf reyna aftur og aftur segir Samfylkingin.

Sérstaklega ef þetta stríð okkar við láglaunafólk tryggir okkur valdastólana.

 

Já, svona er Ísland í dag.

Auðurinn óttast ekkert, því hann á allt.

 

Líka stjórnmálin.

Kveðja að austan.


mbl.is Tekur nýr kjarasamningur gildi á fimmtudag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 326
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 4774
  • Frá upphafi: 1329336

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 4196
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband