19.12.2023 | 16:56
Einangruð Sólveig Anna.
Ekki nýbúin að brenna allar brýr Samstöðu að baki sér, þær brýr brenndi hún í fyrra, talar um bandalag.
Eins og einhver innan verkalýðshreyfingarinnar taki mark á henni lengur??
Því að baki öllum persónuárásunum, öllum ofstopanum var andvana fædd mús úr ranni hinnar stóru fílskúar, sem átti að fæða von og kjark fyrir komandi kjarabaráttu láglaunafólks, þar fremst láglaunakvenna, í raun sami samningurinn, sem Sólveig Anna og Viðar kusu að reka rýting í bak, og ausa aur yfir, og félagi Vilhjálmur samdi um.
Eðlilega skyldi maður halda að Villi væri sár, en samt ekki sárari en það, að hann skar Sólveigu Önnu úr snöru einangrunar sinnar, sem hún uppskar með því að hlusta á ráðgjafa sem höfðu ekki alveg taktinn á púlsinum.
Samt, og vísa í aðra frétt sem ég er nýbúin að lesa, þá fann Villi einhvern gamlan, fyrir löngu rekin brýnara úr ranni HB, sem kunni ennþá að brýna, og kutinn var brýndur, og Sólveig Anna skorin úr snöru sjálfskipaðar einangrunar sinnar.
Sem er vel fyrir kjarabaráttu láglaunafólks.
Sem ber að fagna.
En við sem eldri erum en tvívetra munum þá tíð þar sem Seðlabankinn var ekki Ríki í ríkinu.
Eitthvað sem breyttist þegar frjálshyggja Friedmans og Haeyk tók yfir hugmyndaheim Vestur Evrópu.
Og það er eins og það sé sjálfgefið í dag.
En alveg eins og prestar Azteka höfðu rangt fyrir sér um að forsenda sólarupprisu væri sífelldar mannfórnir, þá hefur frjálshyggja Friedmans og Hayeks rangt fyrir sér með að sívaxtahækkanir í þágu auðs og auðróna, séu eitthvað annað en það sem þær eru.
Síþjófnaður fjármagns þó réttlæting þeirra sé bendluð við hagstjórn.
Nákvæmlega þetta vantar inní hið brothætta bandalag Sólveigu og Villa.
Vitið og kraftinn til að takast á við hugmyndafræði síþjófa sem hafa náð að útsetja Seðlabanka þjóðarinnar frá allri hagstjórn eða það sem kallað er heilbrigð skynsemi.
Allt annað í raun skiptir ekki máli.
Sama hvað barist er um, sama um hvað fólkið sem þolir ekki hvort annað hefur komið sér saman um.
Líkt og Sólveig og Villi séu aðeins í aukahlutverki sem fáir taka eftir, og ennþá færri kommentera á.
Fá hvorki umsögn i ritdómi, eða eiginlega nokkur maður viti af tilvist þeirra.
Hugsanlega ná þau að knýja fram einhverjar krónutöluhækkanir.
Það er eina hugsanlega í dæminu.
Annars vegar mun hið sífrjálsa flæði Evrópusambandsins um lægstu kjör skipta út því fólki sem þiggur krónutöluhækkanirnar, hins vegar mun Maðurinn sem hugmyndafræðin skar úr um að það væri hægt að nota hann, í stóli Seðlabankastjóra hækka vexti þar til allur ávinningur er orðin öfug mínustala.
Eitthvað sem hefur gerst áður, og mun gerast í kjölfar næstu kjarasamninga, sama hve ábyrgir þeir eru, sama hve sáttin við Samtök Atvinnulífsins er sterk.
Samningarnir munu ekki halda.
Aflið sem sígrefur undan þeim, er óhamið, hefur í raun öll völd sem skipta máli í samfélagi okkar, hvort sem litið er á efnahaginn, stjórnmálin, eða þá hugmyndafræði sem knýr áfram kjarna frjálshyggjunnar, kröfuna um hið Lægsta tilboð sem knýr áfram mygluvæðingu þjóðarinnar.
Og meðan ekki er barist gegn því, þá ræður það öllu.
En það er samt gaman að Sólveig Anna sé komin til byggða.
Í alvöru kjarabaráttu láglauna fólk er hún betri en engin.
Ístaðið sem þarf að stíga í.
Gangi það vel.
Það er ekki vanþörf á.
Kveðja að austan.
Sólveig Anna boðar nýtt bandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 19. desember 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar