10.12.2023 | 16:23
Samstöðufundur um mannréttindi.
Virðist gleyma einu grundvallaratriði mannréttinda, að þau eru algild, og gilda líka um þá sem þér er illa við, ekki bara þá sem þú styður.
""We have to be outraged": Calling out silence over Hamas sexual violence", við eigum að hneykslast, þöggun á kynferðisofbeldi Hamas þarf að stöðva.; þessi tilvitnun í vídeó-frétt MSNBC (Linkur í athugasemd 2), ásamt fréttinni afhjúpar tvískinnunginn og hræsnina sem einkenna viðbrögð ráðandi kjaftaafla, Góða fólksins, á Vesturlöndum.
Og gerir til dæmis þennan samstöðufund á alþjóðalegum degi mannréttinda að einhverju skrípi, öllum þeim til háðungar sem að honum standa.
Þessi fundur er ekki til að mótmæla hörmungum óbreyttra borgara á Gasa, heldur er hann til þess að taka afstöðu með voðaverkum Hamas, og til að halda hlífðaskyldi yfir miðaldahyskinu sem ábyrgðina ber og hefur leitt áður óþekktar hörmungar yfir almenning þar.
Ég vil vitna í orð aldraðrar konu frá því í sjónvarpsfréttum Ruv frá 27. nóvember síðastliðnum, orð sem sluppu í gegn ritskoðunarsíu Góða fólksins, spurning hvort Hallgrímur Indriðason hafi verið á vakt, og segja allt sem segja þarf;
Öldruð palestínsk kona, Amna Ismail Shwaf eftir að vopnahléð var framlengt um 2 daga: "Þetta er ekki sigur heldur hörmungar fyrir alla Palestínumenn. Þessi 15 þúsund sem féllu er tengd okkur. Ekki endilega allt börnin okkar en samt okkar börn, börn skyldmenna og nágranna okkar." Þulur: ... Shwaf er afar ósótt við stjórn Hamas á Gasa. "Ég nálgast núna sjötugt og þetta er versta stríð sem ég hef upplifað. Meira að segja 1967 var ekki svona slæmt. Þetta eru örlög okkar. Þetta er það sem ríkisstjórnin og Hamas hafa kallað yfir okkur".
Það þarf ekki mikla eðlisgreind til að sjá hverjir hófu þetta voðaferli.
Ég vil líka vitna í frétt BBC sem ég hef áður pistlað um, en þar má lesa um hvaða mannréttndi konurnar sem flykkjast núna út á torg og stræti, eru að berjast fyrir.
"In the video, the woman known as Witness S mimes the attackers picking up and passing the victim from one to another. "She was alive," the witness says. "She was bleeding from her back.". She goes on to detail how the men cut off parts of the victims body during the assault. "They sliced her breast and threw it on the street," she says. "They were playing with it." The victim was passed to another man in uniform, she continues. "He penetrated her, and shot her in the head before he finished. He did not even pick up his pants; he shoots and ejaculates.".
Það er réttur miðaldamanna til að leika konur svona grátt.
Ég vil vitna í Christinu Lamb, aðalfréttaritari Sunday Times í heimsfréttum, "Hamas used rape and violence against women as a weapon of war on October ... "I interviewed one male eyewitness this one woman who he said haunts his dreams, that he watched being beaten and raped, gang raped by 8 to 10 men. And then they killed her"".
Þessi orð Christínar má lesa í kynningu í fréttavídeói Sunday Times (linkur í athugasemd 1); "Sunday Times chief foreign correspondent Christina Lamb explains her horrific findings of mass sexual violence against women by Hamas attackers on October 7th.".
Ég þekkti ekki til Christina Lamb, Sunday Times la la, vanari að afla mér upplýsinga frá vef Guardians eða BBC, svo ég spurði Wikipedíu frétta;
"Christina Lamb OBE (born 15 May 1965) is a British journalist and author. She is the chief foreign correspondent of The Sunday Times. Lamb has won eighteen major awards including five British Press Awards and the European Prix Bayeux-Calvados for war correspondents.[1] She is an Honorary Fellow of University College, Oxford, a Fellow of the Royal Geographical Society and a Global Fellow for the Wilson Centre for International Affairs in Washington D.C.[2] In 2013 she was appointed an OBE by the Queen for services to journalism.[3] In November 2018, Lamb received an honorary degree of Doctor of Laws from the University of Dundee.[4][5] She has written ten books including The Africa House and I Am Malala, co-written with Malala Yousafzai, which was named Popular Non-Fiction Book of the Year in the British National Book Awards 2013".
Og efist einhver um einurð hennar og heiðarleik, manneskju sem hefur helgað líf sitt að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, sérstaklega hvernig nauðganir eru notaðar sem vopn í stríðum og átökum, þá skora ég á viðkomandi að horfa á allt viðtalið við hana, en að sjá tekið andlit hennar þegar hún lýsir hryllingnum og setur hann svo í samhengi við annan þekktan viðbjóð sem sagan þekkir um svona hrylling sem sögunni hættir til að þagga niður.
Það er of mikil vinna fyrir mig að skrifa niður allt viðtalið, en það er smán íslenskra fjölmiðla að hafa ekki textað og birt á vefmiðlum sínum.
Miklu nær en að birta drottningarviðtöl við fólkið sem vanvirðir fórnarlömb þessa viðbjóðs með því annað hvort að afneita þeim, eða það sem er ennþá verra, þegir yfir þeim.
Hörmungarnar á Gasa má aldrei slíta úr samhengi við þau voðaverk sem framin voru á óbreyttum borgurum í Ísrael 7. október, og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og voðaverkum sem framin eru á konum um allan heim, á hverjum degi, færist áratugi afturábak ef voðaverkin sæta þöggun alþjóðasamfélagsins.
Þau eru upptök átakanna og á meðan heimsbyggðin bregst ekki við, þá er fátt í stöðunni fyrir ríkisstjórn Ísraels að fara sjálf inná Gasa til að reyna frelsa gísla og láta þá sæta ábyrgð sem ábyrgðina bera.
Og á meðan voðamennirnir verjast innan um óbreytta borgara, þá hljóta þeir að falla, en hvað annað er í stöðunni??
Að láta bara eins og ekkert sé, þetta voru bara hvort sem er allt saman gyðingar, eða næstum því.
Senda Hamasliðum fótbolta svo þeir kannski láti af þeim sið að skera brjóst af konum um leið og þeir nauðga þeim, jafnvel útvega þeim kynlífsdúkkur frá Japan.
Þeir myndu þá kannski sleppa því að nauðga líkum, eða eldri borgurum eða barnungum stúlkum.
Þessum spurningum þarf fólk að svara, í stað þess að ljúga líkt og margt af Góða fólkinu hefur gerst sekt um síðustu daga og vikur.
Eða þegja, láta eins og átökin hafi hafist með árásum Ísraela á Gasaströndina.
Og það er engin syndaaflausn í því fólgin að fordæma voðaverk Hamas, en segja síðan; "But", því í fordæmingunni felst að það þarf að bregðast við þeim.
Því eins og voðaverkum fylgir ábyrgð, þá fyldir fordæmingu líka ábyrgð.
Þau sannindi hafa gleymst, og því deyja börnin á Gasa.
Kveðja að austan.
Samstöðufundur á alþjóðlegum degi mannréttinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2023 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2023 | 10:42
Fræðilegar rangfærslur
Fræðimenn sem einstaklingar mega bulla út í eitt til að ljá skoðunum sínum vægi en þegar þeir koma fram á opinberum vettvangi sem fræðimenn, hvort sem þeir halda fyrirlestra eða láta taka við sig viðtöl í fjölmiðlum, þá mega þeir ekki ljúga út í eitt til að ná markmiðum persónulegra skoðana sinna, áróðri sínum í þágu þeirra.
Og í þessu viðtali lýgur Eiríkur Bergmann út í eitt, barnalegust er sú lygi að kenna stórveldapóltík Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum við meint ýkt áhrif gyðinga í bandarískum stjórnmálum, en út frá staðreyndum sagnfræðinnar er ömurlegast að lesa þessa;
"Grimmdarverk Ísraelshers eru fordæmalítil í hernaðarsögu heimsins. Hlutfall óbreyttra borgara sem falla í þessum hernaði er hærra en í nokkru öðru stríði heims, þar með talin fyrri og síðari heimsstyrjöld".
Ekki að það sé á nokkurn hátt verið að gera lítið úr þeim hörmungum sem almenningur á Gasaströndinni gengur í gegnum þessa dagana, þá á sorgarsaga einn skelfilegan atburð kenndan við Svartan september 1971, þegar vígamenn Bedúína tóku að sér að hrekja Fata-hreyfinguna út úr Jórdaníu, opinberar áróðurstölur, sem þjóna þeim eina tilgangi að gera lítið úr morðunum, tala um 2.000-3.000, en Yasser Arafat sagði að um 20.000 óbreyttir borgarar hefðu verið drepnir í næturárásum Bedúínana á flóttamannabúðirnar.
Gasárirnar á þorp Kúrda í Írak felldu tugaþúsunda, stórskotaliðsárás Assads á Homs, borg í Sýrlandi sem hann taldi vígahreiður Bræðralags múslima,kostaði 20-30 þúsund mannslíf.
Svo vitnað sé í manndráp Seinni heimsstyrjaldar þá kostaði ein eldsprengjuárás á Toyko yfir 100 þúsund mannslíf, umsátur Rússa um Berlín rúm hundraðþúsund, eldárásin á Dressden allt að því þó enginn veit í raun hvað margir brunnu þar lifandi, og svo má aldrei gleyma að fjórði hver Pólverji féll í Seinna stríði.
Allt staðreyndir sem þarf aðeins lágmarksþekkingu á sögu til að vita, og þó Eiríkur Bergmann ljúgi eins og nef hans nær, þá á blaðamaður Morgunblaðsins ekki að láta hann komast upp með lygar sínar.
En það er á eina bókina lært þessa dagana, og jafnvel femínistarnir á Morgunblaðinu dansa með í Hrunadansinum sem Hamas hóf þann 7. október síðastliðnum.
Góður blaðamaður hefði spurt Eirík hvort það sé í lagi að hópnauðga konum, jafnt börn sem gamalmennum, skera þau lifandi í tætlur, misþyrma líkum þeirra, brenna fjölskyldur lifandi, afhausa fanga, skjóta saklaust fjölskyldfólk í tætlur í bílum sínum, myrða og nauðga saklausa unglinga á friðartónleikum, og ef það er ekki í lagi, hvernig áttu þá viðbrögð Ísraelamanna að vera??
Láta þetta yfir sig ganga, líða stanslausar flugskeytaárásir á landið, eiga von á nýrri morðárás hvenær sem er, eða snúast til varnar líkt og kveðið er á um í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að sé löglegt.
Spyrja og fá heiðarlegt svar.
Það er fyrsta skrefið til að fá heiðarlegt svar, að fólk átti sig á að ábyrgðin er þeirra sem ábyrgðina bera, og að voðaverk hafa alltaf afleiðingar.
Sama hver á í hlut.
Og að mennskan spyr ekki um kyn, litarhátt, þjóðerni eða trú, hún er algild, og fyrirvaralausar morðárásir á saklaust fólk eigi aldrei að líðast.
Eitthvað sem Góða fólkið virðist ekki átta sig á á Íslandi þessa dagana.
En það er samt óþarfi að ljúga til að réttlæta voðaverkin.
Kveðja að austan.
Bandaríkin gætu einangrast í afstöðu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. desember 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar