1.12.2023 | 17:05
Af hverju er sannleikurinn ekki sagður??
Hver er ábyrgð þess fólks sem afneitar honum og babblar út í eitt, án nokkurrar tilraunar til að segja það sem segja þarf.
Sem er sú staðreynd að hinn venjulegi borgari á Gasa er gísl miðaldaöfgamanna sem halda samfélaginu þar í heljargreipum.
Og það voru morðárásir þeirra á Ísrael sem hófu þessi átök.
Því þær árásir rufu öll grið, skilaboð þeirra voru skýr, "við drepum ykkur fáum við til þess færi".
Og mikið mega stjórnvöld í Ísrael vera aum ef þau bregðast ekki við þessum skilaboðum.
Jafnvel sá sem er heimskari en heimskt er, og kýs Samfylkinguna eða Pírata vegna meints andófs þessa auðrónaþjóna, fattar að að teningum var kastað, að í framtíðinni eru það annaðhvort þið eða við.
Og allan tíma átakanna hafa miðaldaöfgamennirnir sent eldflaugar á byggðir Ísraela, og þeir hafa varist innan um íbúðablokkir og sjúkrahús.
Hvað á þá her að gera sem sækir að þessum miðaldaöfgalýð??
Gefast upp og kaupa sér frið með því að senda að handahófi fleiri konur til að nauðga og svívirða, fleiri börn til að brenna lifandi, jafnvel að útbúa svona leikmynd þar sem Hamasliðar geta sótt inná og skotið venjulegt fólk á færi??
Hvaða bull er þetta, er fólkið sem kallar á frið án þess að miðaldaöfgarnar séu stöðvaðar, tilbúið að leggja fram sín eigin afkvæmi til að friða blóðþorsta þeirra??
Er Ísland-Palestína til dæmis tilbúin að senda börnin sín, til dæmis unglingana sem dreymir um frið á jörð, sem skotmörk fyrir hinn morðóða skríl sem hóf þessi átök??
Láta kannski fylgja með neyðarpakka frá Stígamótum um hvernig á að bregðast við nauðgunum og svívirðingum, eða hughreystingarorðum um að sú fórn að láta skjóta sig á færi á friðartónleikum, sé í þágu friðar og kærleiks á jörð, og verði umbunað í næsta lífi.
Sú forheimska eða fávitaháttur, eða sá viðrinisháttur að samþykkja voðaverk miðaldahyskisins í Hamas, með vísan í átök fortíðarinnar, er kannski meinsemd sem íslensk þjóð þarf að glíma við, heilbrigðu fólki er ljóst að það er ekki alltí lagi með þennan viðrinishátt, en það afsakar ekki hið þegjandi samþykki stofnana Sameinuðu-þjóðanna með voðaverkum Hamas, sem er kveikjan af þessum átökum.
Ef forsvarsfólk þeirra væru ekki svona undir hælnum á olíuauð miðaldahyskisins við Persafóla, eða hlekkjað á klafa rétthugsunarinnar, þá hefði það strax sagt satt.
Að voðaverk miðaldahyskisins bera ábyrgð á hörmungum íbúa Gasa, og því beri íbúum Gasa að rísa upp gegn þessu hyski, sleppa gíslum, framselja viðbjóðinn sem ábyrgðina ber.
Og íbúar Gasa, hinn venjulegi maður, átti að fá til þess fullan stuðning alþjóðasamfélagsins, þar á meðal stofnanna Sameinuðu þjóðanna.
Þá hefði enginn dáið nema þau sem voru myrt í árásum Hamas.
Rétthugsunin eða þrælsóttinn við olíuauðinn kom í veg fyrir það sem þurfti að gera.
Og Gasa var lögð í rúst, líkt og aðrar borgir í gegnum tíðina þar sem vopnað fólk verst innrás, það hefur enginn unnið stríð með því að verjast innan um sitt eigið fólk í trausti þess að óvinurinn láti af árásum sínum.
Eða nota það sem mannlega skyldi, hvað þá að nota sjúkrahús og sjúkrabíl sem tæki í vörninni.
Þar skiptir engu þjóðerni, hugsjónir, hver það er sem ræðst á, eða hver það er sem verst, ef þéttbýl svæði eru varin, hvað þá ef þau eru notuð til árása á borgir og bæi meintra óvina, þá eru þau sprengd í loft upp, og þá deyr fólk.
Árþúsunda gömul sannindi, sem tómhyggja eða rétthugsun samtímans fær í engu um breytt.
Ef stofnanir alþjóðasamfélagsins fatta það ekki, þá er einfaldlega ljóst að óhæft fólk stýrir þeim eða leiðir.
Og á meðan deyja börnin í Gasa.
Á meðan er allt sem er ofan jarðar sprengt þar í loft upp.
Eina spurningin er; hvor ábyrgðin er meiri, miðaldahyskisins sem hóf þessi átök, eða alþjóðasamfélagsins sem gat gripið inní á frumbernsku átakanna, og komið í veg fyrir hörmungarnar sem hinn óbreytti borgari Gasa hefur þurft að þola vegna þess að enginn gerði neitt.
Gamla konan sem hafði séð tímanna tvenna, og viðtalið við hana komst í gegnum skilvindu forheimsku fréttafólks Rúv, velktist ekki í neinum vafa.
Ábyrgðin var þeirra sem hófu þessi átök með voðaverkum sínum.
Viðrinin í Ísland-Palestínu taka örugglega ekki mark á henni, þetta var jú kona, marghert af kúgun miðaldahyskins, sem gerir lítinn greinarmun á húsdýrum og kvenfólki, en við hin eigum að leggja við hlustir.
Orð hennar voru sönn.
Átakanleg en sönn.
Það eru viðrinin annarsvegar, hins vegar er það sársauki konu sem ól líf, og sá líf sitt ala nýtt líf.
Heilbrigt fólk velkist ekki í vafa um hvort vegur þyngra.
Og það er tími til kominn að það segi hingað og ekki lengra.
Það eru líf undir og þeim á ekki að blóta á altari viðrina eða tómhyggju rétthugsunarinnar.
Þannig er lífum bjargað.
Ekki fórnað.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Framhald átaka á Gasa hörmulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 1. desember 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar