Sannleikurinn er sagna bestur.

 

Og víti Svía er til að varast.

 

Danir hafa núna allra síðustu ár reynt að verjast því víti, þar skiptir mestu snöfurmannleg viðbrögð Mette Frederiksens, forsætisráðherra, jafnaðarmanns.

Dag einn fyrir nokkru árum hætti hún að ljúga að þjóð sinni og snérist til varnar, fyrst og fremst gagnvart glæpaklíkum og Íslamistum.

 

Samt of seint því í dag vita Danir að þetta snýst ekki um innflytjendur sem flóttamannaiðnaðurinn ferjar til landsins, heldur um aðra kynslóðina, og jafnvel þá þriðju, fyrsta kynslóðin aðlagast en börnin ekki.

Þau sætta sig ekki við nútímaþrælahald Góða fólksins, hinnar menntuðu yfirstéttar, þó foreldrarnir sætta sig við að þrífa skítinn, að halda velferðarkerfinu gangandi á lúsarlaunum, þá vilja börnin betra líf, en reka sig á veggi, þeim er ætlað að vinna skítastörfin.

 

Flóttaleið þeirra er annaðhvort skjól glæpahópa eða miðaldahyggja Íslamista.

 

Hvorutveggja ógnar samfélögum Norðurlanda, og augljóst að leikreglur lýðræðisins duga ekki til að hamla gegn þeirri þróun.

Í Svíþjóð tala stjórnvöld opinskátt um að kalla út herinn til að ná aftur stjórn á úthverfum stærri borga, úr höndum glæpagengja og Íslamista.

Ástandið er litlu skárra í Danmörku og Noregi, hið skárra felst aðeins í að tímalínan er ekki samhliða, niðurbrot samfélagsins hófst aðeins fyrr í Svíþjóð.

 

Hér á Íslandi erum við sirka 10 árum á eftir, hnífstungurnar, skotin, sprengingarnar eru ennþá á frumbernsku þess sem var í Svíþjóð á fyrstu árum þessarar aldar.

Glæpagengin er þegar byrjuð að berjast, börn innflytjenda sætta sig ekki við skítastörf foreldra sinna.

Því jaðarsettari sem foreldrarnir eru í nútímaþrælahaldi Góða fólksins, því viljugri er næsta kynslóð til að hafna leikreglum samfélagsins.

 

Kannski er okkar eina gæfa að tiltölulega fáir innflytjendur játa Íslam, þar með er markhópur Íslamista ekki stór hér á landi, þar með er einni óværunni færri miðað við Svíþjóð, Danmörk og Noreg.

Samt sáum við á fögnuðinn á óréttlætanlegum hryðjuverkum Hamas að þetta fólk er hérna, og á ákveðnum tímapunkti þurfum við að mæta því.

Enn höfum við svigrúm og ráðrúm til þess

 

Ekki að við séum að fara að gera það í dag.

Siðferðisbresturinn að þekkja ekki muninn á réttu og röngu, nær djúpt inní samfélagið.

Inní æðstu menntastofnun okkar, inní ríkisfjölmiðilinn okkar, gegnsýrir stjórnun Reykjavíkur í dag.

 

Sannleikurinn verður ekki beint sagður næstu vikur og mánuði, ár eru í að leifarnar af íslensku jafnaðarmönnum hafi kjark til að mæta Góða fólkinu, firringu þess og sjálfsblekkingu.

Svo má ekki gleyma að Góða fólkið er drifkrafturinn í nútímaþrælahaldinu, að láta litað fólk, fátækt fólk þrífa skítinn og vinna velferðarstörfin á lúsarlaunum.

Flest af því vinnur svo kinnroðalaust fyrir hina Örfáu, auðræningjanna sem markvisst hafa mergsogið vestræn samfélög frá frjálshyggjubyltingu Reagans og Thatchers.

Glóbalið þrífst á förufólki til að halda niður lífskjör vinnandi fólks í hinum vestræna heimi.

Hið frjálsa flæði Evrópusambandsins er sniðið að þörfum þess, forsenda hins nútímaþrælahalds í hinum vestræna heimi.

 

Sannleikurinn gengur gegn hugmyndaheimi Góða fólksins og hagsmunum Auðrónanna sem það þjónar.

Og Góða fólkið stjórnar umræðunni á Íslandi í dag.

Í afneitun þess mun ástandið aðeins versna.

Verða sænskar, verða óviðráðanlegra.

 

Samt er ljóstýra þarna úti.

Frá því að ég skrifaði pistil minn um hið handtekna 10 mánaða barn sem liðsmenn Hamas hnepptu í varðhald, það er að sögn Rúv, líklegast fyrir grjótkast, eða fólkið sem var fyrirfram skotið á færi, vegna þess að það hefði hugsanlega hafnað handtöku Hamasliða á sínu eigin landi, þá hefur fréttaflutningur Rúv færst nær raunveruleikanum.

Núna talar fréttastofan um hryðjuverkaárás Hamas og kannast jafnvel við voðaverk samtakanna.

 

Og það vakti athygli mína að í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan var birt myndskeið þar sem eldri kona á Gasa fordæmdi stjórn Hamas, hún hefði kallað hörmungar yfir íbúana.

Með fréttinni kom engin réttlæting á voðaverkum, eða viðrini Ísland-Palestínu fengju að afbaka sannleikann.

Fréttastofan gat sem sagt sagt satt og rétt frá.

 

Næsta sannleikskorn gæti kannski verið um gjaldþrot fjölmenningarinnar í Skandinavíu, ásamt aðvörunarorðum um upplausnin verði hinn kaldi raunveruleiki morgundagsins, ef við grípum ekki strax inní.

Jafnvel hvatning um að fólkið sem blístraði og klappaði yfir voðaverkum Hamas, sem fréttastofan viðurkennir loksins að hafi verið viðbjóðsleg hryðjuverkaárás, verði vísað úr landi.

Því við þurfum ekki þetta fólk, það getur fundið sér búsetu annars staðar.

 

Því brunn þarf að byrgja áður en barnið dettur ofaní.

Og þó brunnarnir séu margir, þá er gott að byrja á einum sem blasir við.

 

Svo má byrgja fleiri.

Hinn möguleikinn er að sætta sig við sænska ástandið.

 

Meinið er að Svíarnir sætta sig ekki við það lengur.

Kveðja að austan.


mbl.is Svíar að skipta um skoðun á förufólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 1412826

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband