23.11.2023 | 16:40
Morgunblaðið og Rúv ganga ekki í takt.
Morgunblaðið segir að 10 mánaða gömlu barni hafi verið rænt af Hamasliðum og tekið í gíslingum, svona líkt og þegar menn ræna einhverjum og krefjast lausnargjalds.
Jóhanna Vigdís las sjónvarpsfréttir í fyrrakvöld og sagði þá að Hamasliðar hefðu hneppt þetta 10 mánaða gamla barna í varðhald og ég horfði þrisvar á endursýningu þeirra orða, og sá Jóhönnu Vigdísi aldrei svelgjast á að kalla gíslatöku Hamasliða "varðhald".
Verð því að gefa mér þá skýringu að hún yrði bara mjög kát með að íslenska lögreglan myndi ryðjast inná heimili barna hennar, og hneppa 10 mánaða gamalt barnabarn hennar (það er ef hún ætti eitt slíkt) í varðhald. Sökin þá líklegast að það hefði staðið í grýtingum á götum úti.
Sé einhver svo grunnhygginn að halda að íslenskt fréttafólk kunni ekki íslenskt mál, og þekki ekki merkingarmuninn á barnsráni og gíslatöku, þá mætti einhver ungur fréttamaður í settið í gær, og útskýrði fyrirhuguð fangaskipti Ísraela og Hamas.
Ísraelsku gíslarnir voru sko fólk sem Hamas hafði handtekið, en ekki rænt.
Spurningin er hvort líkin af hálfnöktu kvenfólki, sem Hamasliðar höfðu nauðgað, áður en þeir aflífuðu þær, og fluttu svo eins og hvert annað kjötstykki á pallbílum yfir á Gasa, múgnum þar til mikillar gleði, hafi verið handtekið fólk sem í geðshræringu sinni braust úr haldi, afklæddi sín helgustu vé, og hættu svo að anda til að mótmæla handtöku sinni??
Væri þetta kannski eina taktleysið sem hrjáði Rúv, þá mætti kannski fyrirgefa fréttastofunni, pólitísk rétthugsun er jú þung byrði að bera.
En alltaf þegar hið hörmulega mannfall óbreyttra borgara á Gasa er tíundað, þá er um leið tekið fram að um fjórtán hundruð Ísraelar hafi fallið í árásum Hamas á Ísrael, svona líkt og þeir hafi sprengt þar eldflaugar og varpað sprengjum.
Morgunblaðið hins vegar birtir myndskeið, frá Hamasliðum, þar sem þeir elta uppi ungar konur, og aflífa þær, líklegast eru takmörk hve mörgum er hægt að nauðga og svívirða á hlaupum, og það var jú ekki alltaf pláss á pallbílum fyrir meint handtekið fólk sem Hamas ákvað að hneppa í varðhald.
Sem aftur vekur reyndar upp spurninguna, af hverju ætti að handtaka ungmenni og hneppa í varðhald, þegar þeirra eina sök var að mæta á friðartónleika þar sem undirliggjandi ósk var um frið og sátt milli þjóðanna tveggja, var það svo glæpsamlegt að áliti fréttamanna Rúv?? Æsifréttamennska þrífst jú alltaf best í stríðsátökum og fórnarlambavæðingu.
Kannski voru þessi ungmenni réttdræp að áliti Rúv og Góða fólksins vegna þess að það flúði handtökuna, það væri bara svona eins og réttdræpur minkur í hænsnabúi vegna þess að það átti sér ósk um frið. Samt vil ég segja því til betrunar, að það vissi ekki af meintri handtöku sinni og síðan varðhaldi vegna glæpa sinna, það heyrði bara fyrst skothvelli, og svo tók fólk að deyja.
Svona alveg eins og fólkið sem var skotið af færi út götu snemma morguns í landamærabæjum, en líklegast hafa mann- og frelsisvinirnir í Hamas talið fyrirfram líklegt að það mynd flýja vænta handtöku sína og síðan varðhald, þess vegna væri besta að skjóta það fyrirfram fyrir meinta flóttatilraun sína.
Samt sem áður, í allri meðvirkni Rúv og Góða fólksins, hvernig var hægt að kalla þessar aftökur án dóms og laga, stríðsátök??
Stríðsátök eru til dæmis þegar menn skjóta eldflaugum af handahófi á borgir og bæi meintra óvina sinna, og það gerði Hamas ótæpilega þennan örlagaríka dag þegar siðvitund Góða fólksins var afhjúpuð sem hræsnin ein, og já kannski líka sem yfirdrepskapur.
Það féllu margir óbreyttir borgarar í þeim árásum, sem voru handahófskenndar, þjónuðum þeim eina tilgangi að drepa sem flesta óbreytta borgara, því ekki var skotið á hernaðarmannvirki.
Vissulega voru flestar flaugarnar skotnar niður, og þær sem komust í gegn, voru ekki líklegar til þeirra stórræða að drepa marga, en drápu samt nokkra, fólk sem var sofandi í rúmum sínum.
En þetta er stríð, og í stríði er fólk drepið, svona alveg þangað til menn semja frið, eða annar gefst upp fyrir hinum.
Og það féll fólk í Ísrael, bæði hermenn og óbreyttir borgarar vegna slíkra árása.
Morgunblaðið hefur hins vegar samviskusamlega haldið til haga voðaverkum Hamasliða, sem ekkert heilbrigt fólk á sinni getur réttlætt.
Og það er erfitt að sjá hvernig hægt sé að kenna flugskeytum um afhöfðun fólks, eða að líkamsleifar af kornabarni fundust inní glóðheitum bakaraofni.
Eða að sprungið flugskeyti hafi haft þau áhrif á bandspotta að þeir hafi sjálfir skorið sig niður í hentugar stærðir til að binda sama börn við feður sína eða mæður, og síðan kveikt í þeim, án þess að nokkur önnur ummerki um sprengingar hafi fundist á heimilum hinna drepna.
Og flugskeyti svívirða ekki og nauðga.
En þau drepa vissulega líkt og saklaus fórnarlömb voðaverka Hamas hafa fundið á sínu skinni á Gasa.
Því eini tilgangur þessa hroða og villimennsku eru skýr skilaboð til almennings í Ísrael; það eru annað hvort þið eða við.
Með þekktum afleiðingum.
Hvort sem þessi átök eru upphaf af endalokum Ísraelsríkis, sem og vopnaðra átaka í Evrópu við miðaldahyski Íslamista, því það er ekki í lagi með fólk sem fyllti götur borga Evrópu og fagnaði voðaverkum Hamas, á eftir að koma í ljós.
Eina sem er öruggt að það er úti um tveggja ríkja lausnina, en líklegast átti bara eftir að tilkynna andlát hennar.
Og átökin eru bara rétt að byrja, það er erfitt að sjá hvernig arabaríkin, og almenningur í arabarríkjunum geti horft þegjandi á þegar Ísraelar þurrka út byggð á Gasa.
Samt er hægt að segja satt, og fordæma það sem fordæma ber.
Því mennskan þekkir enga flokkadrætti, og sumt er aldrei hægt að réttlæta.
Það virðist hið gamla blað borgarstéttarinnar, með hundrað og eitthvað ára sögu, átta sig á.
En ríkisfjölmiðill okkar ekki.
Það er eins og Góða fólkið þar átti sig ekki á að það er alltaf einhver þarna úti sem telur sig hafa verið órétti beittan, og hafi harma að hefna.
Trúi það því ekki, þá getur það spurt Svíana sem voru að horfa á fótboltaleikinn í Belgíu, það er ef það þekkir góðan miðil sem getur aflað frétta af handan.
Menn eiga að þekkja til siðar þó þess eigin börn eða barnabörn hafi ekki verið brennd lifandi í bakaraofnum ómennskunnar.
Eða koma að líkum barna sinna bundin við barnabörnin, brennd lifandi, eða að villimennskan hafi sýnt miskunn og afhausað áður en kveikt var í.
Það á ekki að þurfa til að menn skilji hvað þetta er rangt.
Og áður en menn falla í gryfju sjálfsréttlætingar framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna að vísa í rætur átakanna, sem vissulega geta skýrt flugskeytaárásir Hamas á Ísrael, að þá mega menn ekki gleyma að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem miðaldalýður Íslams svívirðir konur, nauðgar, drepur, selur eftirlifandi í kynlífsþrældóm, eða lætur sér duga að brenna lifandi konur og börn, að ekki sé minnst á afhöfðanir, misþyrmingar á föngum, eða annað sem meintir trúleysingjar í augum miðaldahyskisins hafa þurft að þola í Írak og Sýrlandi, eða venjulegt fólk í jaðarbyggðum Saharaeyðimerkunnar.
Blóðslóðin og viðbjóðurinn er út um allt eftir þetta miðaldahyski, og fögnuðurinn og blístrið nær langt inní hina gömlu Evrópu.
Ræturnar liggja nefnilega í hugmyndaheim og heimsmynd, en ekki í meintri kúgun Ísraela á Palestínumönnum.
Ekki að það skipti máli.
Svona viðbjóð á alltaf að fordæma, og það er ekkert sem réttlætir hann.
Hamas gerði okkur Íslendingum þó einn greiða.
Samtökin afhjúpuðu innantómt fólk sem er ekkert annað en frasar, en hefur ekki sið til að þekkja muninn á réttu eða röngu.
Hismi utan um engan kjarna.
Mætti þakka ef ekki væri vegna allra barnanna sem dóu 7. október í Ísrael, og eftir 7. október á Gasa.
Og allra barnanna sem eiga eftir að deyja næstu vikur, mánuði og ár.
Þá var sjálfsblekking Góða fólksins betri.
Þó hún væri illþolandi, líkt og fló á hundsskinni eða nútímasinfóníur á Rás 1.
Því eins og góður maður sagði eitt sinn á síðustu öld; sumt gerir maður ekki.
Ómennsku er aldrei hægt að réttlæta.
Aldrei.
Án undantekninga.
Aldrei.
Kveðja að austan.
Hvaða fólk fær frelsi sitt aftur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 23. nóvember 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar