12.11.2023 | 16:50
Hvað ef jörðin hefði opnast og eldur komið upp??
Áður en menn dröttuðust til að rýma bæinn þrátt fyrir fordæmalausar skjálftahrinur síðustu daga.
Það er ekkert sem sagði að kvikan myndi stöðvast á rúmlega kílómetradýpi undir Grindavík eða nágrenni þess.
Í raun var hraðinn á kvikuinnstreyminu það mikill að það á að teljast kraftaverk að kvikan bryti sér ekki leið uppá yfirborðið og íbúar Grindavíkur þar með í mikilli lífshættu og ekki víst að allir hefðu sloppið.
Þessar spurningar eiga almannavarnir og veðurstofan að spyrja sig, það á ekki þurfa til þrýsting frá fjölmiðlum og almenningi.
Og svarið á að vera heiðarlegt.
Það er ekki þannig að mætir sérfræðingar eins og eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson, báðir prófessor við Háskóla Íslands, hafi varað við og hvatt til rýmingar í tíma.
Og þessir mætu menn voru beittir þöggun, jafnvel talað um hræðsluáróður.
Stefið var að það er alltaf nægur fyrirvari, þó er það bara ekki alltaf, nýlegt dæmi er mannfallið hjá túristahóp sem lenti í eldgosi á eldfjallaeyju í Kyrrahafinu, og þar dugði ekki fyrir dómi hjá eigendum ferðaskrifstofunnar sem skipulagði skoðunarferð þeirra, að vísa í rökin; "já en sérfræðingarnir sögðu að það yrði alltaf fyrirvari".
Dómur sem hefur ekki skilað sér til Almannavarna eða Veðurstofunnar.
Hlálegt var að fylgjast með fréttatíma sjónvarps síðasta miðvikudagskvöld þar sem það þurfti Arnar Björnsson fréttamann til að afhjúpa að ferðamenn sem fóru í Bláa lónið voru ekki upplýstir um yfirvofandi eldhræringar, upplýsingagjöfin ekki betri en það.
Og þeir sem töldu seðlana ybbuðu sig bara, sögðu enga ástæðu til að loka á meðan almannavarnir krefðust þess ekki, og það væri bara alveg óvart að það hafði gleymst að láta ferðamenn vita af yfirvofandi eldgosi svo þeir gætu tekið upplýsta ávörðun um dvöl sína þar.
Það þurfti óbærilega jarðskjálfta sem hrakti ferðamenn úr rúmum sínum og í næsta leigubíl, til að menn sáu að sér, og lokuðu, tilneyddir.
Samt átti ekkert að gera varðandi íbúa Grindavíkur þó jörðin hristist stanslaust og land væri farið að gliðna vegna sískjálftana.
Það var sko þessi fyrirvari og síðan væri ekki víst að eldgosið kæmi upp mjög nálægt bænum, heldur aðeins bara nálægt.
Þá las ég viðtal, að mig minnir við Ármann, þar sem hann benti á að óvissan væri mikil, bæði um tímalengdina, sem og hvar gosið kæmi upp, sem allar líkur bentu til að myndi koma. Og þessi orð stungu mig; "það er mannslíf undir", hvað ef??
Atburðarrás síðasta föstudags var síðan ótrúleg, þrátt fyrir stöðuga jarðskjálfta undir fótum Grindvíkinga, og hús og vegir voru farnir að rifna, þá var stefið samt, "engin ástæða til að rýma að svo stöddu".
Eftir hverju voru menn eiginlega að bíða???
Hvað var í húfi að fólk yfirgæfi bæinn tímanlega, í dagsbirtu, án óðagátar??, ef það hefði ekkert orðið úr gosi, eða það fjarri byggð, þá hefðu menn bara snúið heim aftur.
Það hefði getað farið illa, en það fór ekki illa.
Sem íbúi í snjóflóðabæ veit ég að hús er oft rýmd án þess að snjóflóð falli, en þegar þau falla, þá vildi enginn vera í þeim.
Og í mínum bæ hefur það gerst oftar en einu sinni að flóð hafi fallið og fólk verið í húsum sínum.
Almannavarnir snúast nefnilega um að spyrja Hvað ef??, og ef það gerist, erum við tilbúin að feisa afleiðingarnar, dugar grafarskriftin; Við vildum ekki raska ró ykkar.
Ég held ekki og menn eiga að læra af þessu.
Ekki afsaka sig.
Læra.
Kveðja að austan.
Stór og löng sprunga opnast í Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2023 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 12. nóvember 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar