24.10.2023 | 12:54
Aumingjaverkfallið.
Það eru liðin ár og öld frá því að konur nutu jafnréttis á Íslandi, bæði í kjarasamningum sem og í löggjöf.
Margt gekk hins vegar treglega, þess vegna voru sett lög um jafnlauna eitthvað, sem líklegast á eftir að verða haldreipi karla gegn beinni mismun á vinnumarkaði.
Mismunun sem stafar af því að launakerfi hins opinbera gerir ekki ráð fyrir starfsreynslu eða þekkingu á viðkomandi störfum, heldur er skylt að ráða fólk eftir heildarmenntun, það er sá eða sú sem ekkert getur eða kann, og leggst því eins og mara á háskólamenntun, sífellt að bæta við meintar "5 gráður", hefur forgang að störfum.
Með þeirri beinni afleiðingu að hið opinbera veit ekki lengur að það þarf að þétta leka til að koma í veg fyrir myglu.
Stúlkan, sem er framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, benti á fáráð þessa kvennaverkfalls, að það þyrfti framleiðslu og verðmætasköpun til að standa undir góðum lífskjörum, eitthvað sem raðmengi tugþúsunda háskólamenntarða kvenna hjá hinu opinbera á algjörlega ómögulegt að skilja, og hún benti á að samkvæmt tölum hagstofunnar er meintur óútskýrður launamunur á milli kynja innan við 4%.
Innan við 4% er algjörlega á skjön við þann áróður sem haldið er að ungu fólki í dag, og glögglega mátti heyra á viðtölum við ungt fólk í MR, fyrir utan að viðtölin voru beinn áfellisdómur yfir sögukennslu skólans, að þau héldu að ástandið væri eins og þegar konur fóru fyrst í verkfall fyrir um hálfri öld síðan.
Börnin okkar, í kafi í snjallsímum sínum, sem fá litla eða lélega menntun eftir styttingu framhaldsskólanna, þau trúa, enda hámenntaðar konur sem matreiða lygarnar og falsið ofaní þau.
Áður en lengra er haldið þá er gott samt að rýna í þennan meinta mismuna á launum karla og kvenna, það er þessi innan við 4%.
Ef samskonar könnun yrði gerð milli karla, sem annars vegar væru ekki fæddir í Garðabænum eða nærumhverfi Elítu Íslands, sem hefðu ekki geð í sér að ganga í ungmennahreyfingar Flokksins, sem hefðu ofnæmi fyrir allskonar karlaklúbbum, þar á meðal elítu fótboltafélögum 101 Reykjavík, þá væri mældur meintur launamunur milli venjulegra, og hinna sem spila með elítusamfélagi fortíðarinnar, langtum hærri en þessi innan við 4% sem konur hafa þó náð að jafna.
Því þessi meinti 4% mismunur er útkoman af vanhæfni þeirra sem rannsaka, þau spyrja ekki réttu spurninganna, og tengja saman óskylda hluti.
Í raun er þessi litli launamunur kynjanna staðfesting af réttmætri, og árangursríkri baráttu kvenna fyrir jafnrétti á Íslandi.
Staðreynd sem ætti að fagna með kyrrðarstund í kirkjugörðum þjóðarinnar eða á elli og hjúkrunarheimilum landsins þar sem þær konur sem stigu fyrstu skrefin, og sögðu Nei við kynjamun, dvelja í dag.
En frekjan í valdabaráttu hinna háskólamenntuðu kvenna virðir ekki, hjá þeim er lygin betri förunautur en virðingin fyrir þeim sem þær eiga næstum allt að þakka, nútíminn gerðist ekki að sjálfu sér.
Að baki býr réttlætisbarátta kynslóðanna sem í dag er vanvirt með lygum og rangfærslum.
Varnarskjól lyganna og blekkinganna er ef marka má umfjöllun Rúv, ákall um leiðréttingu á kjörum láglaunakvennastétta.
Og þær nær hræsnin botnlausu hyldýpi sem ennþá er ekki hægt að mæla.
Hvaða sveitarfélag barðist gegn þeirri sanngirniskröfu Eflingar að ómenntað starfsfólk á leikskólum gæti allavega haft í sig og á, þó hrísgrjón yrði í flest mál??
Hvaða hópur með fyrrverandi formann ASÍ lagði sérstaklega á sig níðherferð með karlkellingum til að troða æru núverandi formanns Eflingar í svaðið??
Hjá hvaða hópi er stuðningurinn við hið frjálsa flæði mannsals og vinnu á lægstu kjörum, sem kennt er við hið frjálsa flæði Evrópusambandsins, yfirgnæfandi??
Svarið er frekjuliðið sem er í grimmilegri valdabaráttu, og getur ekki einu sinni virt baráttu genginna kynslóða kvenna fyrir jöfnum launum og réttindum.
Háskólamenntaðar konur, að kjarna til vinstri í samfélaginu.
Ekki ein af þeim kom Sólveigu Önnu til varnar, eða lyfti litla putta gegn útvistun starfa hjá hinum opinbera í hendur á mannsalsfyrirtækjum eða viðbjóði hinna alþjóðlegu stórfyrirtækja sem gera út á lægstu laun hins frjálsa flæðis.
Rakkarapakk sem ekki einu sinni skammast sín að vitna í hin lægstu laun kvennastétta til réttlætingar þessa verkfalls sem ekki nokkur maður skilur því árið er 2023, ekki 1975, 1995, 2005, eða jafnvel 2015.
Þess vegna er þetta verkfall, aumingjaverkfall.
Því stefið er aumingja ég.
Vanvirðir baráttu kynslóðanna.
Vanvirðir konur.
Og allir dansa með.
Kveðja að austan.
Hvenær hvenær hvenær? Núna núna núna! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 24. október 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar