16.10.2023 | 08:56
Það er ekki sama hver á í hlut.
Hver er drepinn, á hvern er ráðist, hvaða þjóðir eru hraktar á flótta.
Hér á Íslandi er það lenska góða fólksins að standa bara með einum hóp, góðmennska þess ræður ekki við meira í einu.
Úthreinsun kristinna manna í Austurlöndum, núna síðast í Nagorno-Karabakh, loftárásir miðaldamannanna í Saudi Arabíu á varnarlaust fólk í Yemen og hin manngerða hungursneyð þar, eru dæmi um hrylling sem vekur fá eða engin viðbrögð hjá Góða fólkinu.
Einnig má minnast á framferði Tyrkja gegn íbúum þess hluta Kúrdistans sem eru innan landmæri Tyrkjasoldáns, eða þegar þeir gerðu út geðvillinga Íslamista til að herja á Kúrda á sjálfstæðum svæðum þeirra innan landamæra Sýrlands.
Íslamistar meta konur minna en geitur, þess vegna létu þeir sér nægja að skera geitur á háls, en bardagakonur Kúrda sem þeir tóku höndum, svívirtu þeir á grimmilegan hátt, og skáru iðulega brjóstin af þeim, hvort sem þær voru lífs eða liðnar.
Þau voðaverk hreyfðu ekki einu sinni við femínistum góða fólksins, þeirra gæska og góðmennska var þegar frátekin fyrir ákveðinn hóp kúgaðra, kenndan við Palestínu.
Og vegna þess að það er hægt að ganga að þessari gæsku og góðmennskri vísri, jafnt hjá Góða fólkinu á Íslandi sem og í öðrum löndum Vestur Evrópu, þá ákváðu íslamistarnir í Hamas að skjóta fólk á færi og brenna það lifandi í trausti þess að hefndin yrði grimmileg.
Fórnarkostnaðurinn, hörmungar þeirra eigin þegna, var talinn léttvægur miðað við ávinninginn.
Gæsku Góða fólksins og fleyginn sem það myndi reka í mótstöðu siðmenningarinnar gagnvart óskiljanlegum voðaverkum.
Núna er kátt í höllinni og víða skálað hjá þeim æðstu sem þær gista.
Ósnertanlegir frá hörmungum þegna sinna.
Á meðan grætur mennskan sem hornreka kerling, henni er alltaf fyrst vísað á dyr, þegar vélráð höfðingjanna ganga eftir.
Enginn er lærdómurinn, sagan þarf alltaf að endurtaka sig.
Þar til fyrsta gjöreyðingarvopninu er beitt, þá er engin saga til að endurtaka.
Við lifum þá tíma að þetta er raunveruleg ógn, gjöreyðingin.
Og meðan ekki er staðið ístaðið gegn allri kúgun, öllum voðaverkum, öllum innrásum, eða við gerum mannamun á hver á í hlut, þá er aðeins eitt sem er öruggt, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum eða gervigreindinni.
Sem einstaklingar er kannski lítið sem við getum gert, en við þurfum allavega ekki að láta spila með okkur.
Og við þurfum að átta okkur á því að það er sama hver á í hlut.
Annað hvort fordæmum við alla, eða erum hluti af leiknum sem er spilaður grimmt þessa dagana og kallast; hver er fyrstur í mark í Ragnarrökum.
Það er engin þriðja leið í þessu máli.
Annaðhvort virðum við lögmál mennskunnar eða afneitum siðmenningunni.
Þeir sem eiga líf sem þeir sóru að vernda ættu að skilja það.
Kveðja að austan.
![]() |
Alþingismaður á svörtum lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 16. október 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 606
- Sl. sólarhring: 718
- Sl. viku: 4789
- Frá upphafi: 1460392
Annað
- Innlit í dag: 516
- Innlit sl. viku: 4075
- Gestir í dag: 448
- IP-tölur í dag: 423
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar