13.10.2023 | 10:39
Ísland-Palestína
Kemur þessum hryllingi til varnar með því að vísa á áratuga kúgun Ísraela á íbúum Gasastrandarinnar.
Hryllingi sem gerir mann orðlausan því það er eins og maður sé aftur farinn að lesa miðaldasögurnar, en forfeður okkar, víkingarnir áttu þetta til; "hann (Landau) kom að látinni ófrískri konu. "Maginn hennar hafði verið skorinn upp, barnið var enn þá þarna, enn tengt með naflastreng og það var búið að stinga það,"".
Kannski þegar allt þrýtur, eiga talsmenn Ísland-Palestínu eftir að vísa í að við séum líka sek um viðlíkan hrylling, og vísa þá í hervirki norrænna manna fyrr á öldum.
Fótgönguliðar Íslands-Palestínu á fréttastofu ríkisútvarpsins virðast samt ekki hafa það siðferði sem þarf til að greina á milli svona voðaverka og hörmunga stríðsátaka.
Stríð hafa fylgt mannkyni frá örófi alda, https://en.wikipedia.org/wiki/Prehistoric_warfare en það er fyrst fyrir atbeina Henry Dunant, stofnanda Rauða Krossins, að stríðandi ríki komu sér saman um lágmarksreglur um siðaða hegðun á stríðstímum, reglur sem kenndar eru við Genfarsáttmálanna. Fyrsti sáttmálinn var gerður 1864, sá síðasti, um meðferð almennra borgara á stríðstímum, 1949.
Stríð drepa, en það eru takmörk á öllum viðbjóði í stríði, þess vegna hefur siðmenningin komið sér saman um reglur, og óhæfuverk Hamas samtakanna er brot á öllum þeim reglum. Og það er hvergi tekið fram í Genfarsáttmálanum að kúgun fyrri ára eða áratuga réttlæti þann hroða sem Hamassamtökin gerðu sig sekan um.
En það á ekki þurfa að alþjóðlegar reglur til að skilja að sumt má ekki, til dæmis þetta, svo ég vitni aftur í Yossi Landau; "Hann segist hafa séð lík margra saklausra borgara, þar á meðal um 20 börn. Það hafði verið búið að binda hendur þeirra fyrir aftan bak áður en þau voru skotin og þau brennd. Þá segir hann að sum fórnarlambanna hefðu verið beitt kynferðisofbeldi".
Að líkja þessu saman við mannfall í stríðsátökum, eins hörmuleg og þau eru, segir að eitt, að það er ekki allt í lagi með það fólk sem það gerir.
Það er góður draumur að börnin okkar eigi eftir að lifa heim án stríðsátaka en sá draumur verður aldrei að veruleika ef mannkyninu skortir sálarstyrk til að fordæma verstu voðaverkin, eða það sem verra er, upphefja þau með vísan í fyrri átök eða deilur.
Því þá verður vítahringur átaka og voðaverka aldrei rofinn.
Það er kannski stærsti glæpurinn að láta Hamas komast upp með sína kaldrifjuðu valdapólitík með því að fjalla stanslaust um stríðsástandið á Gasa og hörmungar íbúa þar.
Ekki að það eigi ekki að gera það, þetta er fólk eins og við, en ábyrgðin á að liggja hjá þeim sem ábyrgðina ber.
Heimsbyggðin á að sameinast um að fordæma voðaverk Hamas og ef hún vill ekki að Ísraelar leiti réttlætis með tilheyrandi mannfalli og hörmungum fyrir saklausa íbúa Gasastrandarinnar, þá hún að krefjast þess að gíslum verði sleppt og hinir seku framseldir til alþjóðdómsstóla.
Alþjóðasamfélagið á þá að krefja íbúa Gasa um framsal hinna seku, og ef hinn almenni borgari þar vill ekki upplifa þær hörmungar að vera mannlegir skildir fyrir Hamasliða, þá losar hann sig við þessa óværu og þá hefst vonandi nýtt friðarferli í Miðausturlöndum.
Það er nefnilega ekki bæði sleppt og haldið.
Þú blístrar ekki og fagnar þegar saklaust fólk er myrt á hroðalegan hátt, og kallar þig svo saklausan þegar þú feisar afleiðingar gjörða þinna.
Ísraelar eru ekki að slátra saklausu fólki þegar þeir eru að svæla Hamasliða út úr rottuholum sínum, saklaust fólk fellur við réttmætar aðgerðir, rétturinn til varnar er jú einn af grundvallarreglum alþjóðaréttar.
Og ef fólk vill ekki horfa uppá þessar hörmungar allar saman, þá er grundvallaratriðið að hætta að upphefja voðaverk Hamasliða, og kalla hlutina réttum nöfnum.
Það á að styðja íbúa Gasa til að losa sig við þessa óværu, Hamas er hernámslið, líklegast fjármagnað af stjórnvöldum í Teheran, þeir lögðu undir sig Gasaströndina með vopnavaldi og hröktu löglega kjörna ríkisstjórn Fatasamtakanna frá völdum.
Samtökin byggja völd sín á átökum og hörmungum venjulegra borgara, viðhalda því ófriðarástandi sem hægriöfgamenn í Ísrael nota sem réttlætingu fyrir ófriðarstefnu sinni.
Þetta er samræða sem þarf að taka í dag, annars verður aldrei endir á þessum ófriði, og hættan á stigmögnun átaka getur ekkert annað en aukist ef miðaldamennirnir komast upp með þessi hryðjuverk sín, sem hafa bæði bitnað á íbúum landamærahéraða Ísraels og svo heimafólkinu í Gasa.
Fyrsta skrefið er samt að við hættum að upphefja hryðjuverk, hættum að réttlæta þau, sama hver í hlut á.
Ef ekki þá er aldrei von um frið.
Og er það heimurinn sem við viljum börnum okkar??
Ég held ekki.
Kveðja að austan.
Mér leið eins og ég væri að brotna niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2023 | 07:55
Hinn mannlegi skjöldur.
Eru börnin sem deyja á Gasa í dag.
Það er hið stóra hryðjuverk Hamas samtakanna.
Hin kaldrifjaða morðárás þeirra á óbreytta borgara í Ísrael, var eingöngu hugsuð til að neyða ríkisstjórn Ísraels til heiftarárása því annars hefði henni ekki verið stætt á þegar völtum völdum sínum.
Hamas samtökin vissu að börn myndu falla, hvernig á annað að vega hægt á landsvæði þar sem helmingur íbúanna eru börn?
Börnum samlanda þeirra var vísvitandi fórnað til að samtökin gætu styrkt stöðu sína í nornpotti íslamskra öfgasamtaka Arabaheimsins.
Stigmögnun átaka er alltaf fóður fyrir öfga og öfgafólk, færir því völd og áhrif, og góð lífskjör eins og sjá má á vellystingum forystumanna Hamas.
Hamas treystir á að myndir af dánum börnum, fórnarlamba þeirra eigin voðaverka, hreyfi almenningsálit Vesturlanda gegn hernaðaraðgerðum Ísraelsstjórnar ásamt því að samtökin fái á sig hetjuljóma í Arabaheiminum.
Hvað eru þá nokkur dáin börn milli víka, þau selja vel??
Eftir stendur hinn mannlegi skjöldur sem deyr, og deyr, og deyr.
Í endalausu morðæði stríðandi fylkinga.
Það er harmur íbúa Gasa í dag.
Kveðja að austan.
Á fimmta hundruð börn hafa farist á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. október 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar