12.10.2023 | 11:42
Verða sambærileg lög sett á Íslandi?
Eða þykir okkur það allt í góðu að meðal okkar sé fólk sem upphefur fjöldamorð, að ungt fólk sé skotið á færi, að vísvitandi sé kveikt í húsum til að brenna inni heilu fjölskyldurnar.
Eða svo talað sé á femínískum nótum, að ungar konur séu afklæddar, þeim nauðgað, síðan drepnar, og lík þeirra keyrð á pallbílum um götur Gasa, undir hrópum og blístri ungra karlmanna, sem betur fer sást engin kona á vídeóinu sem Hams birti, sem tók þátt í þeim óhugnaði.
Hvað óeðli er þetta og hvaða yfirgengilegi sjúkleiki er það að geta ekki fordæmt þennan óskapnað??, hvað þá að vega að þeim sem fordæma slík voðaverk líkt og ein af fréttum Mbl. greinir frá.
Hamas samtökin er ekki palestínska þjóðin, þeir eru miðaldamenn sem halda íbúum Gasa í heljargreipum ofbeldis og ótta, þeir vega að grunnmannréttindum kvenna, þeir ofsækja og jafnvel drepa hinsegin fólk, þeir eru allt það versta í ofsafenginni miðaldatrú Íslams.
Hryðjuverk þeirra voru kaldrifjuð, til þess eins hugsuð til að vekja ofsafengin viðbrögð stjórnvalda í Ísrael og fórnarlömbin eru óbreyttir borgarar Gasastrandarinnar. Á meðan eru leiðtogar þeirra í öruggu skjóli í lúxushótelum og lúxusíbúðum Persaflóaríkjanna, liðsmenn samtakanna síðan flestir öryggir í neðanjarðarbyrgjum sínum, á meðan eru konur og börn óvarin á yfirborðinu.
Tilgangurinn sá eini að valda miklum hörmungum meðal sinna eigin þegna. Til að auka völd sín og áhrif.
Það er stærsta hryðjuverkið, mesti sjúkleikinn og hið aumkunarverða fólk rétthugsunarinnar dansar með, hræsnifullt fordæmir það drápin á óbreyttum borgurum, en er svo endalaust með réttlætingar á þessum voðaverkum.
Slíkt er vegsömun á hryðjuverkum, upphafning þeirra og í raun stuðningur.
Sérstaklega stuðningur við það stærsta, hinar fyrirséðu hörmungar íbúa Gasa.
Þó verðum við að gera greinarmun á innlendum stuðningsmönnum glæpalýðs Hamassamtakanna, og þeim Palestínuaröbum sem komu og mótmæltu á Austurvelli í gær.
Það er þeirra fólk sem deyr og auðvita svíður því.
Það hefur rétt á að minna á svik alþjóðasamfélagsins og kúgun og yfirganga öfgahægrisins í Ísrael.
Mómæli þess voru hógvær, á engan hátt lík þeim skrílslátum sem urðu víða í Svíþjóð þar sem fólk fór út á götur og fagnaði fjöldamorðunum.
Auðvitað á ekki að þurfa svona lög á Íslandi, en við eigum að staldra við, og hafa kjark til að ræða þessi mál.
Fólk hefur rétt skoðana sinna, það má upphefja hryðjuverk, alveg eins og stráklingarnir sem voru dregnir fyrir dóm fyrir það eitt að tala.
En einhver mörk þarf að virða, og gildir það sérstaklega um opinbera aðila, þingmenn, ráðherra, sem og þá sem beita fyrir sig ríkisstofnunum eins og um einkafyrirtæki þeirra sé að ræða.
Þau mörk hefur til dæmis ríkisútvarpið farið yfir, átölulaust.
Það gengisfellir voðaverk Hamas með því að bera þau að jöfnu við þann stríðsglæp að skera á vatn og nauðsynjar til Gasaborgar.
Og gengisfelling voðaverkanna er í raun upphafning þeirra, vegsömun sem jafnaðarmaðurinn Olaf Schols vill láta varða við lög.
Ólíkt hafast þjóðir að en það er ekki það sama og gera ekki neitt.
Að láta klapplið voðaverkanna komast átölulaust upp með stuðning sinn, eða stinga því steininn, einhver þriðja leið hlýtur að vera í boði.
Að einhver segist til dæmis skammist ykkar, eða krefjist afsagnar útvarpsstjóra, að vinnubrögð fréttastofunnar séu ekki líðandi.
Allavega þá þarf að ræða þessi mál, núna þegar vegið er að siðmenningunni úr öllum áttum.
Og mér fannst forsætisráðherra okkar, Katrín Jakobsdóttir komast vel að orði þegar hún var spurð um viðbrögð sín við voðaverkum Hamas. Hún harmaði þau, fordæmdi, án þess að í þeim orðum væri nokkur stuðningur við kúgun og yfirgang núverandi ríkisstjórnar í Ísrael, og hún dró fram heildarmyndina, ófriðarbálin víðs vegar um heiminn.
Þar talaði þroskuð manneskja.
Það sama verður ekki sagt um talsmann Ísland Palestínu.
Hann gat ekki rifið sig uppúr hjólförum fortíðar.
Og gerði málstað Palestínuaraba engan greiða með málflutningi sínum.
Eftir situr samt orðræða sem þarf að taka.
Kveðja að austan.
Þeir sem vegsami Hamas verði sóttir til saka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2023 | 07:26
Báðir aðilar hafa framið stríðsglæpi.
Er réttlætingarmandra sem fréttastofa Ruv ítrekar í hverjum kvöldfréttatíma.
Þetta er ekki "hvað með" röksemd, eða já já glæpur, "en", líkt og formaður utanríkismálanefndar Alþingis bendir á að hrjáir ýmsa á samfélagsmiðlum, heldur er þessi villandi málflutningur beinn stuðningur við fjöldamorð Hamas, sem og gíslatöku þeirra.
Hvað sem á eftir að gerast á Gasasvæðinu, sem og Ísrael, þá leggur þú ekki að jöfnu upphaflega atburðinn, fordæmalaus hryðjuverk, og síðan þær stríðsaðgerðir sem þær hlutu að kalla á.
Og í stað þess að rífast við skrif á samfélagsmiðlum, þá ætti Alþingi Íslendinga að líta sér nær.
Þeir sem stjórna fréttaflutningi ríkisfjölmiðils okkar geta stigið fram og útskýrt fyrir þjóðinni hvort þeir séu siðblindir eða bara einföld skítseyði, en að þeir komist upp með að upphefja fjöldamorð á óbreyttu borgurum eða þá viðurstyggð að ungmenni á friðartónleikum voru skotin á færi, er áfellisdómur yfir þingi og þingheimi.
Þá er það aðeins sýndarmennskan ein að formdæma hryðjuverk, og þras við skrif á samfélagsmiðlum aðeins hjárænan ein.
Ekki að Diljá mælist vel, en hún á að hafa kjark til að beina orðum sínum að réttum aðilum.
Þó ægisvald Ruv sé mikið þá er það kjarkleysið eitt að mæta því ekki.
Jafnvel heybrækur vita að sumt á ekki að líðast.
Kveðja að austan.
Andúð á gyðingum vaxandi vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2023 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. október 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar