22.1.2023 | 14:34
Hverju mun Biden svara??
Nýja trúnaðarskjalamálið í Washington vindur upp á sig.
Eftir að fleiri staðir sem tengjast Biden í gegnum tíðina eru tékkaðir, þá finnast trúnaðarskjöl, stundum fá, stundum fleiri.
Á sama tíma hefur furðuleg þögn grafið um sig hjá fólkinu sem lét sem hæst þegar Trump greyið var staðinn að því að flytja trúnaðarskjöl í sendibílaförmum til híbýla sinna.
Það er eins og mætti halda að það skipti máli hver felur og hver ekki, ekki sé verið að fordæma meintan glæp, heldur að ná höggstað á andstæðing.
Leikreglur lýðræðisins skipti litlu, en kaldar refjar skítugrar valdabaráttu mestu.
En það var ekki erindið með þessum fáum orðum mínum.
Heldur spurningin; Hverju mun Biden svara þegar hann verður spurður um nýjasta fundinn?
"Ég man það ekki".
Og það munu allir trúa honum.
Svo illa er komið fyrir vestrænni forystu.
Á tímum þegar sjálf framtíðin er undir.
Hvernig gat þetta gerst??
Kveðja að austan.
![]() |
Fleiri trúnaðarskjöl fundust á heimili forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2023 | 00:59
Ögmundur, vertu ekki gunga.
Segðu núna einu sinni alveg satt, ekki hlut-satt, eða næstum því satt.
Þú varst í ríkisstjórn sem var mesta helfararíkisstjórn á friðartímum í nútímasögu Vesturlanda. Aldrei hafa hlutfallslega fleiri íbúar eins lands verið hraktir af heimilum sínum, eða látnir sæta búsifjum árangurslausra fjármuna en í þeirri ríkisstjórn sem þú sast í.
Aðeins ógnarstjórn nasista vó dýpra af þegnum sínum, og það var vegna kynþáttahyggju, og þá voru ógnartíma ófriðar, í Þýskalandi lauk í raun aldrei fyrri heimsstyrjöldinni fyrr en 1945, með ósigri ógnaraflanna.
Almenningur á Íslandi kaus ykkur hinsvegar í burtu í þingkosningunum 2013, og ennþá búa kjósendur Norðurlands Vestra við brennimark hinnar algjöru smánar, að haldið lífi í Samfylkingunni, þegar sá flokkur átti hvergi heima nema á öskuhaugum sögunnar.
Þú hins vegar Ögmundur varst um margt sértækur, þú varst eins og norsku andspyrnumennirnir sem þóttust gagna erinda hernámsliðs nasista, en unnu allan tíma í þágu lands og þjóðar, frá fyrsta degi var augljóst að þú vannst gegn hernámi erlendra og innlendra hrægamma, án þín hefði margt orðið verra.
Svo hafði þú manndóm að hefja ferlið sem endaði með réttlæti í Geirfinnsmálinu.
Þess vegna Ögmundur Jónasson þolir þú sannleikann.
Allan sannleikann.
Segðu hann.
Kveðja að austan.
PS. Allt ærlegt fólk veit að það var rangt að ákæra Geir, og það hafa þegar margir stuðningsmenn Helfararíkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkennt og játað sekt sína, og beðist afsökunar, og verið fólk af meiri.
![]() |
Ögmundur: Rangt að ákæra Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. janúar 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1440137
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar