Einvķgiš sem aldrei varš.

 

Frį žvķ sem elstu menn muna, og fyrir daga žeirra er skrįš ķ heimildir, hefur  Sjįlfstęšisflokkurinn ętķš veriš klofinn ķ tvęr fylkingar, og farsęlir hafa žeir formenn veriš taldir sem hafa nįš aš lįta žessar fylkingar una žokkalega sįttar viš sitt. Strķš hinna strķšandi fylkinga hefur žį veriš hįš ķ bakherbergjum, meš stingandi augnarįši manna į milli, eša žį einhverjum įtökum ķ unglišafylkingum flokksins, Heimdalli, SUS og Vöku.

 

Hvaš veldur žessum klofningi er ekki gott aš segja, kenningar hafa veriš settar fram um aš žarna séu įtakalķnur sem uršu til svo snemma sem į heimstjórnarįrunum, klassķsk įtök milli frjįlslyndis og ķhaldssemi, sem sķšan hafi komiš fram ķ klofningi borgarastéttarinnar ķ Ķhaldsflokkinn annars vegar og Frjįlslynda flokksins hins vegar, og žau įtök hafi sķšan haldiš įfram eftir sameiningu flokkanna undir hatt Sjįlfstęšisflokksins.  Veikleiki žessar kenningar er aš Ķslendingar hafa aldrei veriš fyrir hugmyndafręši, en žeim mun meira fyrir "Atvinnu", žess vegna hafa hugmyndafręšingar alltaf veriš fylgilitlir į jašrinum,  hvort sem žaš er til hęgri eša vinstri, og Frjįlslyndi flokkurinn var örflokkur žegar hann fékk nįšarskjól ķ Sjįlfstęšisflokknum.

Mun lķklegri skżring er rętur įtakanna liggi ķ fjölskyldum, menn fęšist innķ deilur sem enginn veit hvernig byrjušu, kannski var žaš vegna žess ķ įrdaga stjórnmįlanna hafi annar fengiš sętustu stelpuna į ballinu, og sś afbrżšissemi og höfnun hafiš grafiš um sig ķ óvild sem kynslóširnar hafi svo erft.

En žaš žarf ekki aš skżra allt, žetta er bara svona, barįttan um völd og įhrif er jafn gömul erfšasyndinni, hefur fylgt manninum frį žvķ ķ įrdaga.  Eiginlega er žaš merkilegt stjórnunarlegt afrek aš flokkurinn sé ašeins tvķklofinn, og menn skuli hafa oftast lįtiš hiš stingandi augnarįš duga viš vega mann og annan.

 

En tķmarnir breytast, og jafnvel Sjįlfstęšisflokkurinn lķka.

Gušlaugur Žór er vissulega fulltrśi žess valdahóps sem sękir aš eignarhaldi Engeyinga og bandamanna žeirra, og eigi skal vanmeta manninn sem hefur stjórnkęnskuna til aš planta śt stušningsmönnum sķnum ķ žęr grunnstošir sem tilnefna fulltrśa į landsfund.

Hęngurinn bara er aš helmingur mannkyns er kvenkyns, og af einhverjum įstęšum sem guš mį vita hverjar, eru žęr ekki lengur sįttar viš aš žeirra hlutverk sé aš brosa og vera sętar, og laga svo kaffi handa köllunum.

Jį og skrifa fundageršir, žęr eru alveg kjörnar ķ ritarastöšu allra flokka og félaga.

 

Žarna liggur hreyfiafliš sem Bjarni hefur nįš aš virkja en Gušlaugur ekki.

Bjarni er į förum en hefur ašeins dregiš brottför sķna į mešan krónprinsessurnar fį aukinn žroska og reynslu, žaš er svo žeirra samkomulag hvor žeirra tekur formanninn nęst.

Gušlaugur er ekki aš vega sitjandi formann til aš lįta sér 2 įr duga, kosning hans mun žvķ kalla į formannsįtök eftir 2 įr, ofanķ žessi.

Sem engin vitglóra er ķ.

 

Sķšmišaldra karlar hafa af einhverjum įstęšum tališ aš žeirra tķmi sé kominn, žegar öllum ętti aš vera augljóst aš hann er lišinn.

Žvķ munu margir žeirra, sem hugsanlega hefšu kosiš Gušlaug, forša flokknum frį žeim hjašningavķgum sem yršu eftir 2 įr, žau yršu alltaf skašleg, og žrįtt fyrir allt žį snśast stjórnmįl um völd, völd flokksins og flokksmanna, og žar er ašgangur aš stjórnkerfinu lykilatriši.

Og flokkar klofnir ķ heršar nišur hafa sjaldan žį lykilstöšu.

 

Konurnar vilja sinn formann, žar eru engar refjar enda vandséš hvernig nśtķma stjórnmįlaflokkur geti hundsaš žaš kall vegna kaldrifjašar valdabarįttu sķšmišaldra karla sem žekkja ekki sinn vitjunartķma.

Žess vegna mun Bjarni taka žessar kosningar aušveldlega.

 

Į žessu er ašeins einn varnagli.

Aš kvenkyniš žekki heldur ekki sinn vitjunartķma.

 

Ķ žeim nagla er ekki mikiš hald.

Kvešja aš austan.

 


mbl.is Beint: Frambošsręšur į landsfundi
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Bloggfęrslur 5. nóvember 2022

Um bloggiš

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jślķ 2025
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nżjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (11.7.): 177
  • Sl. sólarhring: 854
  • Sl. viku: 4726
  • Frį upphafi: 1462771

Annaš

  • Innlit ķ dag: 158
  • Innlit sl. viku: 4058
  • Gestir ķ dag: 155
  • IP-tölur ķ dag: 151

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband