Rödd skynseminnar.

 

Það er ekki skynsamlegt að berjast við veiru sem hægt er að fá bólusetningu við.

Þeir sem kjósa að nýta sér ekki bólusetningu, eiga taka fulla ábyrgð á ákvörðun sinni, og hafa ekki tilkall til að þjóðfélagið sé sett á hliðina vegna ætlaðra veikinda í þeirra.

Enda mér til efs að þeir geri það tilkall.

 

Kostnaðurinn við að hindra fullfrískt fólk við að taka þátt í samfélaginu hleypur á milljörðum, milljörðum sem sárvantar í heilbrigðiskerfið.

Það er til fólk sem vill mennta sig en fær ekki menntun vegna fjárskorts kerfisins.  Samt vitum við að álagið á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar er rétt að byrja, og loksins þegar við fáum afbrigði sem er bæði bráðsmitandi eins og omikron, og banvænt eins og Delta afbrigðið, þá er heilbrigðiskerfi okkar mannlaust, hið langvarandi álag hefur sogið allan þrótt úr starfsfólki, það er ekki vélar, annað hvort brennur það út eða forðar sér áður en til þess kemur.

Fyrirsjáanlegur vandi og við setjum ekki fjármuni í að bregðast við honum í tíma.

 

Smitið út i samfélaginu eru raunveruleiki og núverandi sóttvarnir hamla lítt á útbreiðslunni, sýnatökur og fjöldi í sóttkví segir ekkert til um þá útbreiðslu.

Það eru það margir einkennalausir, og fólk er farið að hafa vit á að fara ekki í sýnatöku, bæði vegna þeirra afleiðinga að vera neitt fullfrískt í einangrun, vegna þeirra afleiðinga sem það hefur á aðra fullfríska fjölskyldumeðlimi, að þeir séu þvingaðir í sóttkví, og vegna þeirra afleiðinga sem það hefur á vinnustað þess, þar sem aðrir þurfa að bæta á sig ómældri vinnu til að starfsemi stöðvist ekki.

Þetta er eins og þegar laxveiðimaðurinn gefur endalaust eftir slaka til að þreyta laxinn, nema í þessu tilviki eru það við en ekki veiran sem er bráðin.

Af hverju ætti veiran að hafa á móti því að líftími hennar er lengdur og því nái hún að lokum til fleiri fórnarlamba og nær að valda meiri skaða þegar allt er talið??

 

Nei, þetta eru ógöngur og þær eiga aðeins eftir að magnast, og svo verður það þar til leitað er úr þeim, þær leysast ekki af sjálfu sér ekki frekar sprikl í kviksyndi hjálpar til að losa um tak þess.

Einhver myndi segja, en hvað um hina viðkvæmu, var ekki tilkynnt um 2 dauðsföll síðastliðinn sólarhring??

 

Og það er alveg rétt.

Veiran er staðreynd, hún er banvæn í ákveðnum tilvikum, en það er ekkert sem segir að langvarandi ástand þar sem varnir óhjákvæmilega lýjast, muni ekki valda fleiri dauðsföllum en ef þjóðfélagið yrði sett á hættuástand og allt sem í mannlegum mætti býr yrði lagt í að verja viðkvæma á meðan faraldurinn gengur yfir.

Eitthvað sem hann mun gera hratt og vel því omikron er það bráðsmitandi.

 

Munum líka að aðrir faraldrar geta líka verið banvænir, til dæmis illvíg lungnabólga, að ekki sé minnst á alvarlega flensufaraldra líkt og flensan 2016.

Þá féll fólk, aðallega eldra fólk og fólk með skert ónæmiskerfi, en þá hvarflaði að engum að loka fullfrískt fólk inni til að draga faraldurinn á langinn.

Faraldursfræðingar ræddu hins vegar nauðsyn þess að bólusetja, og sumir töldu jafnvel nauðsynlegt að skylda umönnunarfólk að fara í flensubólusetningar enda sýndu rannsóknir að færri féllu til dæmis á hjúkrunarheimilum (bæði bandarískar og breskar rannsóknir) þar sem bólusetning starfsfólks var almenn. 

 

Það er nefnilega þannig að fátt er nýtt undir sólinni, líklegast var slíkt aðeins í árdaga sólkerfis okkar.

Við höfum tekist á við mildar bráðsmitandi farsóttir áður, mildar í þeirri merkingu að þær eru ekki eins banvænar og fyrstu bylgjur kórónuveirunnar.

Við vitum líka að fólk deyr að völdum sjúkdóma, aðeins eitthvað nýtt sem engin lækning er við, og það nýja er bráðsmitandi svo hægt sé að tala um faraldur, réttlætir stífar samfélagslegar lokanir, annars þarf að feisa vandann með þeim ráðum sem mannsandinn ræður yfir.

 

 

Hvað omikron afbrigðið varðar þá ráðum við yfir vörnum sem virka.

Hvort sem það er bóluefni, veirulyf, tækjabúnaður á gjörgæslu, þekkingu á smitleiðum veirunnar, eða annað sem fyrri bylgjur kórónuveirunnar hafa kennt okkur.

 

Ef það er ekki núna??

Hvenær þá??

 

Ræðum þessa spurningu eins og fólk.

Og munum, heill maður, sem er heill í sinni þekkingu og sínum störfum, hann skiptir um skoðun þegar þess þarf, slíkt er aldrei áfellisdómur á fyrri afstöðu hafi hún verið byggð á heilindum.

 

Við þurfum slík heilindi í dag.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Veltir upp hvort hætta eigi almennri sýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2022

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband