8.1.2022 | 21:16
Í húsi föður míns eru mörg herbergi.
En vandséð er hvernig Valhöll rúmar varaþingmann sem hótar fólki með nýjum Nurnbergréttarhöldum.
Burtséð frá því, og burtséð frá hinum heitu tilfinningum sem kóvid bóluefni vekja uppi hjá fólki, þá stendur eftir einn alvarleiki sem snýr að heilbrigðisyfirvöldum´og það er algjör skortur á stefnumörkun um hvernig bregðast á við upplýsingaóreiðunni sem ríður röftum á samfélagsmiðlum, og leitar inní opinbera fjölmiðla án þess að sjáanlegt sé að við henni sé brugðist.
Það má vel vera að upplýsingafundir hefðu dugað á árum áður þegar aðgengi fólks að upplýsingum lá í gegnum fjölmiðla, þar sem ríkisfjölmiðlarnir nutu mest trausts, en það var á síðustu öld, og í dag er árið 2021.
Ef maður að nafni Kári Stefánsson væri ekki bæði málglaður og rökfastur, þá væri margt ruglið fljótandi í umræðunni sem hann náði að sökkva með viðtölum, pistlum á feisbók eða blaðagreinum, á meðan Þórólfur beið á hliðarlínunni eftir því að einhver biði honum í Kastljós.
Svo við víkjum að bólusetningu barna þá hafa birst greinar í blöðum eftir lækna, sem mæla gegn þeim, með ágætis rökum þannig séð, vísa til dæmis í varúðarsjónarmið í nokkrum nágrannalöndum okkar, og þessum greinum er ekki svarað.
Af hverju að bólusetja??.
Hvað er rétt og hvað er rangt í umræðunni??
Síðan má til dæmis spyrja sig af hverju sóttvarnaryfirvöld sendu ekki inn forlega kvörtun til fréttastofu Ruv þegar Jóhanna Vigdís þaggaði niður í Ingileif Jónsdóttur prófessor þegar hún var að vísa í rannsóknir um áhættuna af bólusetningum versus áhættuna að fá sömu sjúkdóma af völdum kórónuveirunnar.
Hvað var mikilvægara í fréttum þann dag en að upplýsa þjóðina á þessum krossgötum bólusetninga, að eyða upplýsingaóreiðunni, að fá réttar upplýsingar frá fyrstu hendi frá virtasta sérfræðingi þjóðarinnar í ónæmisfræðum??
Hjá alvöru þjóðum hefur fólk verið rekið fyrir minni sakir.
Ingileif vitnaði í rannsóknir bóluefnaframleiðanda, að hættan á til dæmis á hjartabólgu hjá börnum og unglingum væri vart mælanleg, og að reynslan frá bólusetningum styddi þau gögn.
Mbl.is tók viðtal við Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard háskóla þar sem hann varaði við bólusetningum barna. Í því viðtali vitnaði Jón í rannsókn sem birtist í Nature Medicine þar sem hættan af að fá hjartavöðvabólgu eftir bólusetningu var metin. ´Burt séð frá því hvernig Jón Ívar leggur út frá þeirri rannsókn þá má lesa þetta í niðurstöðum hennar; " The risks are more evenly balanced in younger persons aged up to 40 years, where we estimated the excess in myocarditis events following SARS-CoV-2 infection to be 10 per million with the excess following a second dose of mRNA-1273 vaccine being 15 per million. Further research is required to understand why the risk of myocarditis seems to be higher following mRNA-1273 vaccine. " Og seinna má lesa þetta; "By contrast, SARS-CoV-2 infection was associated with a substantial increase in the risk of hospitalization or death from myocarditis, pericarditis and cardiac arrhythmia (Aftur á móti tengdist SARS-CoV-2 sýking verulega aukinni hættu á sjúkrahúsvist eða dauða vegna hjartavöðvabólgu, gollurshúss og hjartsláttartruflana)".
Tíu til 15 tilvik af milljón er ekki ástæða til að vara við bólusetningum ungra karla, sérstaklega þar sem flest tilvikin eru væg og lagast við hefðbundna meðferð, og eins og Ingileif benti á og rannsakendurnir í Nature Medicine nefna, hættan af kóvid sýkingu varðandi hjartabólgu er margfalt meiri, allt að 40 falt fyrir ungt fólk minnir mig að Ingileif hafi sagt þegar Jóhanna Vigdís þaggaði niður í henni.
Þar að auki hefur Delta afbrigði kórónuveirunnar stráfellt yngra fólk, óbólusett, í þeim samanburði er hættan af vægri hjartabólgu ekki stórvægilegur áhættuþáttur.
Þegar tímaritið Forbes birti frétt um að 160.000 óbólusettra Bandaríkjamanna hefðu dáið frá því í júníbyrjun 2021 til 1. desember sama ár, af um 180.000 sem dóu úr kóvid á tímabilinu, þá var líka sagt frá hve algeng kóvid dauðsföll væru af heildardauðsföllum í einstaka aldurshópum í nóvember síðastliðnum.
Þó bylgjan væri undir stjórn í flestum ríkjum Bandaríkjanna, og flest dauðsföll á þeim svæðum þar sem tortryggni gagnvart bólusetningum var útbreidd, þá voru kóvid þriðja algengasta dánarorsökin á eftir hjartaáföllum og krabbameini.
En algengasta dánarorsökin í aldurshópum 45-54 ára og næst algengasta í aldurshópnum 25-44 ára.
Börn og unglingar sluppu betur en samt var kóvid í sjöunda sæti hjá börnum 1-4 ára, sjötta hjá aldurshópnum 5-14 ára og sú fjórða hjá 15-24 ára.
Svo ég ítreka að það var enginn faraldur í gangi, smit per 100.000 íbúa í lægri kantinum miðað við fyrstu og aðra bylgju, og bylgjan var í rénum í ríkjum eins og Flórída og Texas, þar sem þriðja bylgjan var mjög öflug síðla sumars og um haustið.
Hvernig skyldi þetta hlutfall hafa verið faraldurinn hafi verið útbreiddur og bólusetningar áhættuhópa hefðu ekki verið eins almennar og þær voru??
Vissulega er það rétt að það veit enginn um langtímaáhrif þessara nýju bóluefna, og margir mætir sérfræðingar hafa lýst yfir ótta að þau geti espað upp ónæmiskerfið og valdið ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum í framtíðinni.
Það er hins vegar mikið vitað um tíðni aukaverkana í dag, og þær er margfalt minni en alvarleiki kóvid sýkinga, líka hjá hinu vægari omikron afbrigði.
Og yngra fólk er að deyja úr kóvid, að halda öðru fram er fölsun á staðreyndum.
Sérstaklega hefur Delta afbrigðið reynst skeinuhætt.
Þegar ég sló inn leitarorðin, börn og spítalainnlögn, reyndar á útlensku, þá fékk ég upp nokkrar greinar um þá mögnun sem hefur orðið á fjölda innlagna barna vegna kóvid í Bandaríkjunum.
Í einni greininni var spurt, hvað segja sérfræðingarnir sem eru að glíma við afleiðingar kóvidsýkingar í börnum, og ég ætla að enda þennan pistil á tilvitnun í einn sérfræðing vestra;
"The spike in hospitalizations frustrates pediatric infectious disease doctors on the front lines treating children sick with the coronavirus.
"It seems like people have tried to downplay the significance of the disease in children," said Dr. Mark Kline, the physician-in-chief at Childrens Hospital New Orleans. "We have spent two years rebutting myths pertaining to Covid and children, that it is "harmless" for children. Itis not."
As of Monday, Kline said, 14 children were sick enough with Covid-19 to be hospitalized at his facility, and three were in the intensive care unit. The three children are under age 2. The youngest is just 8 weeks old. ".
Gúgli frændi veit þetta, og ef maður hlustar nógu oft á Þórólf þá veit maður eitthvað um þetta.
En að upplýsingum sé haldið til haga, vísað í nýjustu rannsóknir, vísað í afhjúpanir (fakttékk) á fölskum fullyrðingum ýmissa manna sem ættu að vita betur, svo fólk geti vegi og metið, það vantar algjörlega slíka gátt hér á Íslandi.
Á meðan getur fólk haft réttmætar áhyggjur, því sjónarmiðin eru mörg og varnaðarorðin koma víða að.
Sumir geta meir að segja haft það miklar áhyggjur að þeir telji ástæðu að skrifa svona bréf sem er tilefni þeirrar fréttar sem ég pistla við, og skýrir fyrirsögn þessa pistils.
Það má meir að segja að það sé borgarleg skylda að bregðast við ef menn telja stórslys í uppsiglingu.
Þess vegna vona ég að heilbrigðisyfirvöld svari þessu bréfi.
Svarið verði málefnalegt.
Upplýsandi.
Hafi einhvern tímann verið þörf á slíku, þá er það núna.
Það er sagt að staðreyndir tali sínu máli.
En þær þiggja hjálpina.
Kveðja að austan.
![]() |
Óþægilegt bréf um bólusetningu barst skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.1.2022 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.1.2022 | 10:17
Gjaldþrot núverandi sóttvarnarstefnu.
Blasir við öllum, spurningin er hvort allt stöðvast áður í samfélaginu áður en menn viðurkenna mistök sín.
Þá er hollt að leit á náðir sögunnar.
Það var einu sinni kóngur, stór uppá sig, sem móðgaðist illilega þegar hann gekk eftir fjöruborðinu og alda slettist á fínu silkiklæði hans því það flæddi að.
Í hroka sínum skipaði konungurinn þjónum sínum að ná í barefli og lemja öldurnar, með þeirri skipun að það ætti að hætta að flæða að.
Sem gefur að skilja þá virkuðu ekki þær barsmíðar, vissulega fjaraði út, ekki vegna barsmíða konungsmanna, en það flæddi að aftur.
Og aftur.
Ekki fylgir sögunni að konungur hafi þá hvatt út herinn sinn, hvað þá skipað bændum og búaliði að yfirgefa býli sín, taka sér barefli í hönd, og fara niður í fjöru að lemja sjóinn þar til hann léti að vilja konungs og hætt að flæða.
Því dæmisagan var aðeins um hroka og heimsku, að maðurinn teldi sig geta stjórnað náttúrunni.
Ekki þá heimsku að þrjóskast við, fórna öllu í þeirri vonlausu baráttu.
Íslensk heilbrigðisyfirvöld, með fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda, eru samt í þeirri stöðu að ætla sér að skrifa nýtt blað í sögu heimskunnar, að halda áfram til þrautar að rífast við staðreyndir, í stríði sem ekki er hægt að vinna.
Veiran er það bráðsmitandi að aðeins stífar samfélagslegar lokanir í 8-12 vikur geta útrýmt henni úr samfélaginu, ásamt lokun landamæra nema að undangenginni sóttkví.
Eitthvað sem við höfum reynt, vitum að virkar.
Allt annað er vonlaust, dauðadæmt kostnaðarsamt fálm sem engu skilar, nema síauknum kostnaði og erfiðleikumn við að reka þjóðfélagið.
Og því fyrr sem það er viðurkennt, því fyrr náum við okkur út úr þessum vanda.
Feisum það.
Eða leyfum veirunni að gossa.
Við erum jú fullbólusett, varin.
Kveðja að austan.
![]() |
Kvíin kostar milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 8. janúar 2022
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar