7.1.2022 | 08:37
Hópsýking einkennalausra.
Starfsemi raskast, starfsemi stöðvuð, fullfrískt fólk sent í einangrun eða sóttkví.
Hve lengi ætlum við að rífast við þann raunveruleik að omikron afbrigði kórónuveirunnar er komið til að vera, að núverandi aðgerðir virka lítt til að hindra útbreiðslu þess og þær valda langtum meiri skaða en hið meinlausa afbrigði veirunnar sem bólusetningar virðast ráða fullkomlega við.
Fyrir utan þá djúpu heimsku að hamla útbreiðslu veirunnar núna á þeim tímapunkti þar sem virkni örvunarbólusetningarinnar er í hámarki, en það er vitað núverandi bóluefni hafa tiltölulega skamman líftíma áður en þörf er á nýrri örvunarbólusetningu.
Hversu lengi á að lemja hausnum í stein??
Vita menn ekki að það er hausinn sem skaðast en ekki steinninn??
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
![]() |
Sjúklingar og starfsmenn Vogs smitaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. janúar 2022
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 287
- Sl. sólarhring: 749
- Sl. viku: 4372
- Frá upphafi: 1460800
Annað
- Innlit í dag: 243
- Innlit sl. viku: 3694
- Gestir í dag: 240
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar